Færsluflokkur: Bloggar
Afar athyglisverð grein. Er alveg í takt við hvað ég hef verið að upplifa í samfélaginu okkar um langa hríð.
Kreppan afhjúpar þetta vandamál okkar sem hefur verið inngróið í stórnunarmenninguna. Segir okkur hveru stutt samfélagið okkar er komið á þroskabrautinni. Því fyr sem við gerum okkur grein fyrir þvi því fyr getum við haldið áfram á Þroskabrautinni. Ég er viss um að við könnumst öll við þetta sem greinin fjallar um. Var slíkur stjórnandi sjálfur á árum áður, þar til að leynifélagssporin kipptu mér inn í raunveruleikann. Mæli með lesningunni.
http://visir.is/article/20081206/SKODANIR03/750588406/-1
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2008 | 21:47
Ha er Kaupþing í vandræðum??????
Mikið kemur mér þetta á óvart.
Ég sem hélt að matador peningar giltu þarna í USA.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
En að það skuli hafa verið hægt að blóðmjólka heila þjóð með allan þennan her af fræðingum og hvað þetta má heita, lið sem talaði niður til sjávarútvegsins, sem er þrátt fyrir allt fjöregg okkar, finnst mér allsendis ótrúlegt.
Langar að segja margt, en þá svellur mér reiðin, sem er munaður sem ég má ekki leyfa mér.
Betra að snúa þeirri reíði upp í kraft til að rífa sig upp úr þessu ótrúlega ástandi.
Kaupþing óskar eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
20.10.2008 | 22:25
ÁHAFNARMEÐLIMIR kæri ritstjóri?
Við eigum svo falleg orð í staðinn fyrir þessa dönskuslettu sem er ofnotuð í málinu.
Í þessari frétt segir: "27 áhafnarmeðlimir voru á Lynx". Hví er ekki hægt að segja : 27 manns voru í áhöfn Lynx, eða : Um borð í Lynx voru 27 skipverjar.
Er ekki nóg að það sé kreppa í hagkerfinu, þurfum við að tala kreppu íslensku?????
Eldur í togara í íslenskri eigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
10.10.2008 | 18:20
Smá hugleiðing um hvernig það er að eiga allt í einu ekki neitt.
Hef verið að hugsa um það fólk sem sárast svíður þessa dagana.
Ég þekki það að eiga allt í einu ekki neitt. Hef gengið í gegn um það áður. Þetta er gríðarlegt áfall. Sársaukinn og vanmátturinn eru ólýsanleg. Það er eins og öll sund lokist. Hreinlega eins og allt sé búið. Erfitt að lýsa fyrir þeim sem ekki hafa reynt. Allt óunnið úr fortíðinni virðist koma upp í þessu skipbroti. Því svo sannarlega er þetta skipbrot.
Í dag þarf ég að sjá á bak sparnaði sem ég lét í peningabréf sem ég keypti eftir fjármálaviðtal í bankanum mínum. Tek því létt. Vegna þess að ég veit að það þýðir engin endalok fyrir mig. Eins keypti ég íbúð síðastliðinn vetur og tók til þess lán samkvæmt bankaráði og er að lenda í smá vanda þar.
En minn vandi núna er lítill miðað við svo margra annara í dag. Mér er engin vorkunn. Ég veit að lífið mun halda áfram. Vegna þess að ég þekki þetta og blessunarlega náði að vinna úr því með hjálp margra góðra aðila. Ég hef ennþá vinnuna mína og á minn maka í dag.
En ég veit að núna eru svo margir í þeirri aðstöðu sem ég gekk í gegn um fyrir nokkrum árum. Við hin sem stöndum þeim nærri verðum að sýna tillitsemi og varfærni við þessar aðstæður.
Forðumst að ala á hatri og reiði og að reyna að finna sökudólga. Að hamra á neikvæðum fréttum. Að þykjast vita allt. Ekki vera kæfandi og dominerandi.
Verum til staðar. Hlustum. Bara nærvera og hlýja skiptir máli. Reynum varlega að benda á lausnir en ekki hindranir. Stundum er þögul nærvera betri en óvarlegar fullyrðingar. Látum vita af okkur hringjum svona rétt til að segja hæ og láta vita að við séum þarna. Stingum upp á að borða saman. Gera eitthvað. Stundum er manni afar erfitt við þessar kringumstæður að vera mikið innan um fólk á almannafæri, göngutúr, bílferð og slíkt virkar t.d. vel.
Það er víst að margir muni halla sér að áfengi og efnum, sem á annað borð eru veik fyrir slíku. Þekki það að þar er flóttaleið sem endar í öngstræti.
Allt þras og þrætur um viðkvæm málefni er best að láta á hilluna. Margir besservisserarnir þurfa að tala varlega um þessar mundir. Landið okkar er að ganga í gegn um hamfarir og DAUÐANS alvara á ferðinni. Nú reynir á okkur hin sem stöndum í báða fætur.
Geri mér grein fyrir því að þetta eru bara fánýtar hugleiðingar leikmanns, svona eins og pontutal á AA fundi. En löngun mín er sterk að skella þessari færslu inn.
Ég sendi þeim sem eiga um sárt að binda í dag mínar bestu kveðjur og blessunaróskir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
7.10.2008 | 10:56
Tek ekki þátt í harðdýrahegðuninni
Ég hamstra ekki. Sem betur fer. Ætla ekki að taka þátt í þessu uppnámi sem er að grípa fólk þessa dagana. Tek bensín í dag væntanlega og græði á því að taka það rólega.
Best að halda ró sinni. Eins og góður sjómaður reynir að gera í brjáluðu veðri, hann heldur sjó, lensar á reiðanum, eða fer í var, þar til lygnir. Að berjast í hafróti skilar sködduðum farmi, skipi eða í versta falli getur kostað lífið. Hvernig myndi svona þjóð endast í alvöru hörmungum? Upphrópanir og sleggjudómar eru ekkert betri en það sem fólkið er að útrhópa hvað mest þessa dagana.
Las yfir undirskriftarlista sem er á netinu sem áskorun til Davíðs Oddsonar að hann segi af sér. Athugasemdir sumra þarna á listanum ganga svo fram af mér að ég læt mitt nafn ekki fylgja slíku. Svívirðingar og drullukast eru ekki viðbrögð hjá hugsandi og ábyrgu fólki.
Er einn þeirra, sem hafa lengi talað um að þetta hrun væri óumflýjanlegt, allt benti til þess. Var kallaður svartsýnispúki og ég veit ekki hvað af sumum. Nú vilja hinir sömu að ég fari með þeim ofan í hinn dimma dal fordæminganna og sleggjudómanna. Skjótt skipast veður í lofti. Fallegur dagur í dag annars.
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.10.2008 | 10:25
Mánudagur og lífið gengur sinn gang.
Þá er ein haustlægðin að blása yfir okkur ferskum vindum , nývatnshreinsuðum og þvær SA gluggana í leiðinni.
Pong er farinn í skólann. Mikið lifandis skelfing er íslenskan flókið mál að læra. Alveg dáist ég að því hvernig hann hefur þolinmæði í þetta. Framburðurinn er algjört bíó á köflum. Ég stilli mig um að skella uppúr þegar hann er að lesa upphátt, en brosi þess meira innra með mér. Hann á ekki orð yfir þennan vind. Næsta víst að það stæði ekki steinn yfir steini í Thailandi í svona vindstyrk.
Fór með Eldingu II tvær sjóstangarferðir á laugardag og Pongsi fór sem háseti. Stóð sig eins og hetja í frostinu og leysti sín verkefni vel og samviskusamlega. Vitanlega dúðaði ég hann áður. Í margfaldan klæðnað, ullarsokka og alles.
Allir meira og minna að fara á límingunum. Hvers vegna lætur fólk svona? Er þetta efnilegt að eyða allri þessari orku í að æðrast og æðrast? Sumir fjölmiðlamenn eru komnir hringinn, líkt og Egill í gær. Flestir eru svo blindaðir af hatri annars vegar og ofurást hins vegar á persónum eða fyrirtækjum. Það verður að greina kjarnann frá hisminu og það er ekki hægt með gapandi fjölmiðla yfir sér , sem túlka allt hver á sinn hátt og flækja málin meira í hugum þeirra sem þurfa minnst á að halda.
Jónína Ben kom mér á óvart í silfrinu í gær. Hún nefndi grafalvarlega hluti, sem hún hefur gert áður reyndar.
Er sammála þeim sem halda því fram að það þurfi að sokka spilin upp á nýtt, eftir að við komumst úr brimgarðinum. Endurnýjunar er þörf, á leikreglum og mannskap. Líkt og Þorvaldur Gylfason nefndi í ágætu viðtali í silfrinu.
En þar sem ég er munaðarlaus í flokkapólitík núorðið, þá vil ég ekki detta ofan í þann pyttinn, held að það helvíti sem þessi flokkatrúarbrögð eru, séu okkar stærsti fjötur um fót, og orsök þess að margt viti borið fólkið, getur ekki rætt saman um grundvallarmál, án þess að missa sig í æsing og uppnám vegna misvitra pólitíkusa og persónu þeirra.
Leynifélagið hefur verið til umræðu undanfarið. Kom aðeins inn á það í innleggi hjá kærri bloggvinkonu, henni Jenný Önnu. Ætla mér ekki að ræða samtökin á þessum vettvangi. En sjúkdóminn og meðferðarúrræði og allt hvað heita kann skal ég ræða hvar sem er.
Samtökin eru fjöregg margra og afar viðkvæmt mál, þar sem þau hafa engan málsvara ( nafnleyndin) og taka ekki þátt í deilum og dægurþrasi. Ætla að reyna að virða það.
Allavega í dag sem aðra daga hef ég tvo kosti.
1. Að detta í sjálfsvorkun ( ærin tilefni þessa dagana, lánin, tap í sjóði 9 og fleira) og sjá bara hindranir og erfileikana.
2. Að horfa til framtíðar. Nota prógram leynifélagsins. Njóta augnabliksins og sjá möguleikana í stöðunni.
Ætla að velja númer 2 í dag.
Farinn að sækja Pongsa í skólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2008 | 13:52
Hættum að væla. Upp með húmorinn, himinn og jörð eru EKKI að farast.
Jæja nú er gott að geta notað æðruleysið og sporin á tilveruna. Verðbréfin lækka og vísitölur og hvað þetta dótarí heitir sveiflast allt hvað af tekur.
Nú er þjóðin öll að leita að sökudólgum. Skrattinn í hverju horni og samsæriskenningar á hverju bloggi.
Málið er að það þarf ekki alltaf að leita sökudólga. Hvað MÉR og ÞÉR finnst er léttvægt vegna þess að ÉG og þÚ vitum minnst hvað gengur á í hagkerfum heimsins. Ég efa það að ríkisyfirtökur banka í nágrannalöndum séu gerðar í hefndarhug. Stundum verðum við að treysta þeim sem ráða, og þótt við séum klár og ljóngáfuð þá er það ekki víst að við séum að höndla einhvern stóra sannleika.
Sumt verður að vinna fyrir lokuðum dyrum, fjármálaheimurinn er viðkvæmur, svo mikið er víst.
Hættum voli og væli og að benda í hrekkjusvínin. Upp með húmorinn, ekki veitir af.
Hinir sönnu sjóðir felast í huga og hjarta, nú er gott að hafa lagt inn í þann bankann. Bankann minn. Og af þeim banka tek ég út í þessa færslu.
Upp með hvítu málninguna í svartnættinu!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.9.2008 | 16:13
Smá innsýn í laugardagsverkin á mínu heimili. Hvað er þetta með mig og Flugleiðir?
Já heil og sæl góðir hálsar.
Er kominn í hús eftir að hafa farið sem skipstjóri á Eldingu II í ferð sem ekki var farin , vegna veðurs nefnilega.
Hér í færslunni er ekki um afrekaskrá typiskrar vesturbæjarhúsmóður (fyrirmyndar) að ræða, hvar ég fer hamförum um íbúðina með skuplu á hausnum í tuskumaníu, með bónklútinn undir annari löppinni, á meðan kæfuketið mallar á vélinni og sultan hleypur í krukkunum.
Aðalverkin hér voru í gegn um símtólið, við mitt ástkæra (hóst) fyrirtæki Hvimleiði, sem er í FL group og sér um flugbókanir og svoleiðis lítilræði.
Nema hvað! sagði kerlingin og spýtti mórauðu. Eftir ófarir gærdagsins hjá Pong átti ég erindi við FL batterýið. Hringdi og bar upp erindið með að fá endirgreiddan miða Pongs sem hann getur ekki notað vegna þess að hann er upptekinn bókstaflega, staðreyndin er sú að á sama tíma verður hann væntanlega dottandi um borð í Airbus flugvél SAS972, einhvernstaðar í grennd við Indland.
Nú verður flutt leikritið FLvélin og kúnninn.
Persónur og leikendur í FLvélinni og kúnninn:
FL afgreiðslustúlka: Anonymous.
Kúnni: Einar Örn Einarsson.
1. þáttur og lokaþáttur
FL afgreiðslustúlka: Halló get ég hjálpað þér
Kúnni: Já, þarf að fá endurgreiddan miða, sem ég borgaði forfallatryggingu á.
FL afgreiðslustúlka: Dó einhver? eða lenti á spítala.
Kúnni: HA....uuuuu.....eru ekki alltaf einhverjir að deyja og veikjast?
FL afgreiðslustúlka: Nei ég meina sem þurfti að nota miðann. Eða einhver í fjölskyldunni, skilurðu.
Kúnni: Nei sem betur fer ekki.
Hér styttir höfundur handritið verulega, en það var eins og að tala við vél, FLvél, ekki flugvél sko., eftir að hafa skipt um eyra ( ekki bókstaflega) til notkunar nokkrum sinnum, fékk ég skattinn endurgeiddan.
Eftir 35 mín:
Kúnni: Þakka þér fyrir og vertu blessuð.
FL afgreiðslustúlka: Gessovel.
Tjaldið fellur . Endir.
Satt að segja þá fallast mér hendur, hef ekki tuskuorku í dag, vona að mér sé fyrirgefið.
Fréttahornið: Pong er með boardingpassann í hendinni, alsæll og gengur um borð innan tíðar, semsagt SAS gamli dugði. Mikil hamingja í hans hjarta og eftirvæntingin meiri ef eitthvað er. Skyldum við sem búum í landinu Íslandi, kunna að meta hvers virði það er að geta ferðast vítt um heim nánast takmarkalaust?
Lærdómur: Aldrei að gefast upp. Ástin sigrar og Pollýanna klikkar ALDREGI.
Bloggar | Breytt 28.9.2008 kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.9.2008 | 20:25
Klúður í Bangkok, taugatitringur í vesturbænum, reddaðist með skandínaviska laginu.
Pongsi var kominn út á flugvöll í Bangkok, albúinn að fljúga um Islamabad til Kóngsins Kaupmannahafnar og þaðan heim til Íslands á dýrasta klassa hjá Royal Pakistan airways, þar sem sætin eru í raun eins og kojur og það afstúkaðar með heimabíó.
Hann var kominn kallgreyið út á völl 3 tímum fyrir tékk inn tímann. Var fyrstur við deskinn, en einhver fjandinn var að. Klúður með bókun..........halló til Bangkok í desember, ekkert að greiddum miðunum sem voru fra Bangkok til Köben.
Ég fékk sms: darling we have problem.´Næstu 2 tímana var ég í símasambandi við Pakstana, thailendinga og ég veit ekki hvað, sem sögðu yes sir , but no sir. Gátu ekki tekið kreditkortanúmerið mitt og ég veit ekki hvað. Ég hringdi til Pakistan til flugfélagsins þar var kona sem vildi selja mér miða til Hong kong, en ekki redda þessum legg, sem immigration í Thailandi hafði áhyggjur með, vegna visa afgreiddu til Íslands.
Nema hvað þegar korter var í brottför Pongsa frá Bangkok, þá gaus minn maður og ég hvæsti á liðið sem skildi hvert orð, heimtaði endurgreiðslu, og leitaði vefrænt til SAS gamla og bókaði drenginn fram og til baka fyrir Immigration, hann leggur af stað eftir 16 tíma og verður bara 15 tímum seinna á ferðinni.
Þurfti enn að fara yfir þetta torf í flugbóknunum. Flug frá Köben til Kef kostaði 50 þús með óskabarninu Hundleiðum áður Ættleiðum og þar áður Flugleiðum. EN sami leggur 10 þús með SAS í framhaldsflugi. Á ofurhraða var málinu reddað.
Fall er fararheill segi ég.
Nú var gott að reykja ekki og drekka ekki. Þetta var 5 pakka og 15 bjóra eftirmiddagur í gamla lífinu, en endaði sem 3 kaffibolla (erum að tala um stóra sjóarafanta, ekki svona píkubolla) , með tilheyrandi eftirköstum núna.
En við kvörtum ekki, smá aukaspenna og krydd í tilveruna.
Bloggar | Breytt 27.9.2008 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar