Mánudagur og lífið gengur sinn gang.

onEldingIIÞá er ein haustlægðin að blása yfir okkur ferskum vindum , nývatnshreinsuðum og þvær SA gluggana í leiðinni.Smile

Pong er farinn í skólann. Mikið lifandis skelfing er íslenskan flókið mál að læra. Alveg dáist ég að því hvernig hann hefur þolinmæði í þetta. Framburðurinn er algjört bíó á köflum. Ég stilli mig um að skella uppúr þegar hann er að lesa upphátt, en brosi þess meira innra með mér. Hann á ekki orð yfir þennan vind. Næsta víst að það stæði ekki steinn yfir steini í Thailandi í svona vindstyrk.

Fór með Eldingu II tvær sjóstangarferðir á laugardag og Pongsi fór sem háseti. Stóð sig eins og hetja í frostinu og leysti sín verkefni vel og samviskusamlega. Vitanlega dúðaði ég hann áður. Í margfaldan klæðnað, ullarsokka og alles.

Allir meira og minna að fara á límingunum. Hvers vegna lætur fólk svona? Er þetta efnilegt að eyða allri þessari orku í að æðrast og æðrast? Sumir fjölmiðlamenn eru komnir hringinn, líkt og Egill í gær. Flestir eru svo blindaðir af hatri annars vegar og ofurást hins vegar á persónum eða fyrirtækjum. Það verður að greina kjarnann frá hisminu og það er ekki hægt með gapandi fjölmiðla yfir sér , sem túlka allt hver á sinn hátt og flækja málin meira í hugum þeirra sem þurfa minnst á að halda.

Jónína Ben kom mér á óvart í silfrinu í gær. Hún nefndi grafalvarlega hluti, sem hún hefur gert áður reyndar.

Er sammála þeim sem halda því fram að það þurfi að sokka spilin upp á nýtt, eftir að við komumst úr brimgarðinum. Endurnýjunar er þörf, á leikreglum og mannskap. Líkt og Þorvaldur Gylfason nefndi í ágætu viðtali í silfrinu.

En þar sem ég er munaðarlaus í flokkapólitík núorðið, þá vil ég ekki detta ofan í þann pyttinn, held að það helvíti sem þessi flokkatrúarbrögð eru, séu okkar stærsti fjötur um fót, og orsök þess að margt viti borið fólkið, getur ekki rætt saman um grundvallarmál, án þess að missa sig í æsing og uppnám vegna misvitra pólitíkusa og persónu þeirra.

Leynifélagið hefur verið til umræðu undanfarið. Kom aðeins inn á það í innleggi hjá kærri bloggvinkonu, henni Jenný Önnu. Ætla mér ekki að ræða samtökin á þessum vettvangi. En sjúkdóminn og meðferðarúrræði og allt hvað heita kann skal ég ræða hvar sem er.

Samtökin eru fjöregg margra og afar viðkvæmt mál, þar sem þau hafa engan málsvara ( nafnleyndin) og taka ekki þátt í deilum og dægurþrasi. Ætla að reyna að virða það.

Allavega í dag sem aðra daga hef ég tvo kosti.

1. Að detta í sjálfsvorkun ( ærin tilefni þessa dagana, lánin, tap í sjóði 9 og fleira) og sjá bara hindranir og erfileikana.

2. Að horfa til framtíðar. Nota prógram leynifélagsins. Njóta augnabliksins og sjá möguleikana í stöðunni.

Ætla að velja númer 2 í dag.

Farinn að sækja Pongsa í skólann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nokkuð góð greining hjá þér.

Ég er eiginlega búin að varpa af mér flokksfjötrunum líka, var farið að þrengja að mér, það segi ég satt.  Þó mér þyki nú ansi vænt um VG.

Ég sé enga ástæðu til að ræða leynifélagið en önnur bataúrræði finnst mér nauðsynlegt að ræða.  Við erum svo ólík, eitt hentar ekki öllum.

Knús á þig og sjómanninn og íslenskufrömuðinn Pong (sem á alla mína samúð yfir íslenskunáminu og veðráttunni).

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já takk fyrir það

Núna er ég spurður hvað eftir annað. Hvad el petta? eða hvað er þetta. Svo líka Kannt þú að próna? Kannt þú að dansa tango? Alveg ný upplifun hjá mér.

Já ég held að það séu fleiri en við að hugsa sinn gang innan flokksmúra. Það hefur orðið samfélagsbylting á Íslandi síðustu ár. Iðnaðarsamfélag hefur tekið við af veiðimanna og bændasamfélagi og það gefur auga leið að stjórnmálin þurfa að stilla sig inn á það.

Risastórt alkaknús til baka á þig

Einar Örn Einarsson, 6.10.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú getur sagt honum Pong að þetta séu kreppuvindar sem blási svona hraustlega þessa dagana.  En annars er ég frekar afslöppuð yfir fjármálakreppunni, ég skulda ekki bílalán, ekki myntkörfulán, ekki kreditkortalán, ekki yfirdrátt.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 01:11

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Geri það Jóna mín.

Allar þessar fréttir fara ekki fram hjá honum og hann skilur vel að eitthvað mikið er í gangi.

Einar Örn Einarsson, 7.10.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 51372

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband