Snúrublogg 17 ár edrú.

13238955_10209925009990683_1077508870570553214_n

Enn eitt árið rennur hann upp sá dagurinn sem ég fagna ári í viðbót, án þess að þurfa að leita eftir lausn inn í áfengisþokuna eða annarra boðbreytandi efna.

Er um borð í skipi mínu í Aberdeen.

Þakklætið er mér ofarlega í huga.  Að þurfa ekki að kvíða næsta degi, að geta verið frjáls undan öllum þessum ógeðslegu tilfinningum sem stjórnuðu minni líðan og annara í kring um mig, er svo ótrúlega magnað.

Vitanlega færir lífið manni verkefni eftir sem áður. Misjafnir dagar mæta manni. En að takast á við þau verkefni með vopnum 12 sporanna og ekki minnst að þurfa ekki að dveljast í angist og kvíða löngum stundum, er ekki sjálfsagt. Maður verður að viðhalda því sjálfur. Mæta öðrum ölkum og velja sér viðfangsefni og aðstæður sem eru manni hollar, þegar það er hægt.

Áður hrundi heimurinn ef ég mistti úr eitt kvöld á galeiðunni eða „úti á lífinu“ eins og það kallast. En nú hef ég verið fjarverandi í 17 ár og sakna einskis.

Það að vera edrú hefur ekkert með gáfur, greind, dugnað eða hetjuskap að gera. Heldur er viljinn allt sem þarf. Löngunin til að hætta að drekka. Fúslekinn að horfast í augu við eigið sjálf með kostum og göllum. Og að taka leiðsögn þeirra sem hafa gengið sömu leið.

Ég vil meina að sporið sem ég tók fyrir 17 árum hafi verið gæfuspor.

Ég hvet allar manneskjur sem hafa misst stjórn á lífinu og tekið á flótta inn í áfengisþokuna að leita að fúsleikanum í hjarta sínu og taka í útrétta hönd samtakanna sem bjóða upp á 12 sporin. Þau sporin eru leiðin til lífsins frá dauðanum. Flóknara er það ekki.

Ég hlakka til að takast á við þetta líf á lífsins forsendum.

 

Takk fyrir mig J

 

Einar Örn Einarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju Einar.  Gott að heira að allt gengur veel hjá þér.  Mín reynsla af þér er sú að ég var sannfærður um að allt sem þú ætlaðir þér myndir þú gera og allt sem þú gerir gerir þú vel annað lætur þú ekki frá þér, eingöngu verk , sem þú getur verið ánægður með.  Hafðu það sem allra best.

Jóhann Elíasson, 26.5.2016 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband