Smá hugleiðing um hvernig það er að eiga allt í einu ekki neitt.

Hef verið að hugsa um það fólk sem sárast svíður þessa dagana.

Ég þekki það að eiga allt í einu ekki neitt. Hef gengið í gegn um það áður. Þetta er gríðarlegt áfall. Sársaukinn og vanmátturinn eru ólýsanleg. Það er eins og öll sund lokist. Hreinlega eins og allt sé búið. Erfitt að lýsa fyrir þeim sem ekki hafa reynt. Allt óunnið úr fortíðinni virðist koma upp í þessu skipbroti. Því svo sannarlega er þetta skipbrot.

Í dag þarf ég að sjá á bak sparnaði sem ég lét í peningabréf sem ég keypti eftir fjármálaviðtal í bankanum mínum. Tek því létt. Vegna þess að ég veit að það þýðir engin endalok fyrir mig. Eins keypti ég íbúð síðastliðinn vetur og tók til þess lán samkvæmt bankaráði og er að lenda í smá vanda þar.

En minn vandi núna er lítill miðað við svo margra annara í dag. Mér er engin vorkunn. Ég veit að lífið mun halda áfram. Vegna þess að ég þekki þetta og blessunarlega náði að vinna úr því með hjálp margra góðra aðila. Ég hef ennþá vinnuna mína og á minn maka í dag.

En ég veit að núna eru svo margir í þeirri aðstöðu sem ég gekk í gegn um fyrir nokkrum árum. Við hin sem stöndum þeim nærri verðum að sýna tillitsemi og varfærni við þessar aðstæður.

Forðumst að ala á hatri og reiði og að reyna að finna sökudólga. Að hamra á neikvæðum fréttum. Að þykjast vita allt. Ekki vera kæfandi og dominerandi.

Verum til staðar. Hlustum. Bara nærvera og hlýja skiptir máli. Reynum varlega að benda á lausnir en ekki hindranir. Stundum er þögul nærvera betri en óvarlegar fullyrðingar. Látum vita af okkur hringjum svona rétt til að segja hæ og láta vita að við séum þarna. Stingum upp á að borða saman. Gera eitthvað. Stundum er manni afar erfitt við þessar kringumstæður að vera mikið innan um fólk á almannafæri, göngutúr, bílferð og slíkt virkar t.d. vel.

Það er víst að margir muni halla sér að áfengi og efnum, sem á annað borð eru veik fyrir slíku. Þekki það að þar er flóttaleið sem endar í öngstræti.

Allt þras og þrætur um viðkvæm málefni er best að láta á hilluna. Margir besservisserarnir þurfa að tala varlega um þessar mundir. Landið okkar er að ganga í gegn um hamfarir og DAUÐANS alvara á ferðinni. Nú reynir á okkur hin sem stöndum í báða fætur.

Geri mér grein fyrir því að þetta eru bara fánýtar hugleiðingar leikmanns, svona eins og pontutal á AA fundi. En löngun mín er sterk að skella þessari færslu inn.

Ég sendi þeim sem eiga um sárt að binda í dag mínar bestu kveðjur og blessunaróskir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hafdís Þórðardóttir

Takk fyrir þessi orð , þörf ábending nú, því líkleg þurfum við mörg að styðja við einhvern í kringum okkur á næstunni og þá er gott að vita hvernig best er að gera það.  

Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka þér fyrir það  Eins og nafni minn Benediktsson sagði;

"Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt"

Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk takk takk....Gott inngrip inn í helgina og törf ábending til margra eda flestra okkar.

Greinin er gód og tægileg til lestrar.

Enn og aftur takk og eigdu góda helgi

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Kærar þakkir fyrir góða færslu sem hittir heim hjá svo mörgum eins og fyrri færslan. Best að halda ró sinni.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 10.10.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

takk

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 10.10.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Sæll vinur minn, þakka þér falleg orð í okkar garð! Reyndar finnst mér þetta kreppu ástand líkjast meira lúxusproblemi en einhverju öðru. Þegar ráðamenn þjóðarinnar þykjast þess umkomnir að geta valið um leiðir til að bjarga krísunni. Eigum við að fá lánað hjá nossurum, rússum eða eigum við að láta alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinnn redda okkur! Ég meina hvað er í gangi! Stjórnaherrarnir sitja slímsetufundi, þamba kaffi og eru að velta þessu fyrir sér, meðan almeningur er að tapa sparnaðinum úr höndum sér.

Ég er hjartanlega sammála þér Einar, við eigum sko að vera góð við hvort annað, Við eigum að temja okkur að vera alltaf góð! En við eigum líka að vera gagnrínin, ákveðin og spyrna við fótum. Við eigum ekki að láta svona hluti yfir okkur ganga þegjandi. Þessi kreppa er matreidd oný okkur!

Njótið andartaksins!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 10.10.2008 kl. 23:23

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka ykkur fyrir.  Engin smá verðmæti í fólki eins og ykkur.

Tek undir orð þín Sigfús minn kæri vinur.

Einar Örn Einarsson, 11.10.2008 kl. 00:24

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er svo heppin að skulda bara gamalt húsnæðismálastjórnarlán sem ég tók yfir fyrir rúmum 17 árum, þá var það u.þ.b 3.000.000 í dag er það aðeins hærra en samt vel viðráðanlegt að borga af því.  Svo er eitt lífeyrissjóðslán sem ég tók fyrir rúmum 2 árum til endurbóta á húsinu mínu.  Ég var svo heppin að hafa ekki haft efni á því að fjárfesta í hlutabréfum og peningasjóðum.  Mínir peningar eru bara á bankabók, og má ég vel við una í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2008 kl. 02:08

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já lánsöm ertu Jóna.

Gott að vita að þú skulir vera á fríum sjó hvað þetta snertir. Vona að helgin verði góð hjá þér og kúnnarnir verði til friðs.

Einar Örn Einarsson, 11.10.2008 kl. 09:18

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hugsar fallega Einar Örn.  Mér finnst gott og notalegt að vera bloggvinur þinn. 

Kveðja á Pong.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 10:03

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka þér fyrir Jenný. Mér þykir afar vænt um að lesa þessi orð þín.

Sömuleiðis, þú kemur mér oft til að brosa, hlæja, hugsa......

Þykir vænt um þig.  

Skila kveðjunni til Pong, honum þykir vænt um að fá kveðjurnar. Hann var að fara í vinnuna.

Einar Örn Einarsson, 11.10.2008 kl. 10:23

12 Smámynd: Sigrún Óskars

falleg hugleiðing

Sigrún Óskars, 12.10.2008 kl. 17:18

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er með betri greinum sem ég hef lesið lengi.  Gott til þess að vita að enn finnst kærleikur hér á landi Guð blessi þig fyrir falleg orð og hugsanir það er mín trú að mörgum líði betur eftir að lesa þessi orð þín.

Jóhann Elíasson, 12.10.2008 kl. 21:17

14 identicon

Frábær pistill hjá þér Einar, orð í tíma töluð.  Núna er tíminn sem aldrei fyrr að standa saman og styðja hvert annað.

- Þú getur sigrast á næstum hvaða ótta sem er ef þú aðeins ákveður það. Mundu að óttinn er hvergi til nema í huganum -Dale Carnegie.

Halldóra Ósk og Einar Örn (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:41

15 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk takk mín kæru

Einar Örn Einarsson, 13.10.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 51373

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband