Færsluflokkur: Bloggar
15.6.2009 | 14:01
Blessaður kallinn!
Ég skammast mín ofan í tær.
Þvílík siðleysa og ógeð sem viðgengst hér i þessu landi.
Á sama tíma eru gungurnar sem hafa það verkefni að taka til eftir svallið, að skjóta sér á bak við að ekki séu lög fyrir því að niðurfellingar skulda hjá gömlu bönkunum séu teknar til baka.
Er þingið ekki enn starfandi?
Það hafa verið sett bráðabirgðalög á sjómenn trekk í trekk þegar þeir hafa viljað sækja rétt sinn til launa.
Er það svo flókið að setja lög um þennan gjörning?
Bendi á færslur Rangars Ingólfssonar bloggvinar míns, en hann er einn af þessu góða fólki sem er að reyna að fletta ofan af ormagryfjunum.
http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/
Vill svör um spariféð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2009 | 23:03
Snúrublogg. 10 ár án áfengis. Auðmjúkur og þakklátur.
Núna hef ég vaknað 3652 morgna edru. Hef náð þeim áfanga að einn áratugur af mínu lífi er án boðefnabreytandi efna.
Fyrir 10 árum á Hvítasunnudegi var ég í mímu gamla starfi. Spilaði við hátíðarmessu, sem var sjónvarpað beint á RUV. Allt gekk það vel. Seinnipart dagsins fór ég út á veitingahúsið Vitann í Sandgerði, þar sem ég leysti vin minn og eiganda af,en þau hjón voru í fríi. þegar matargestir höfðu matast, var fátt eftir af fólki, einn kúnninn bauð mér í glas. Ég drakk sjaldnast glas, ég drakk GLÖS. Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég inn í Reykjavík á viðbjóslegu sukki á gamla SPotlight. Þar náði ég mínum botni. Partyið var búið.
Strax daginn eftir , ákvað ég að leita til leynifélagsins. þar hef ég haldið mig síðan. Þar fann ég lausnina síðar. Lausn frá ömruleikanum og öllum hans sytstkynum,; vanmetakennd, kvíða, ótta, depurð svo nokkur séu nefnd. Hérna á myndinni er einn sem fékk sér of mikið, félagarnir auka á niðurlæginguna með því að teikna á berann bossann. Þetta er gefandi ekki satt? Hversu margir þekkja faðmlög við salernin í stjórnleysinu. Á bak við þessa mynd er barátta og skipbrot, flótti frá heiminum eins og hann er.
Í stað óttans kom vonin, í stað hins andlega meins kom sátt. Lausnin sem felst í að feta leið leynifélagsins spor fyrir spor.
Að sætta sig við að vera sandkorn í eilífðinni, forgengilegur maður í óforgengileika heimsins. Hver var ég að efst um tilvist einhvers æðra mér. Sá máttur sem gefur okkur lífsneistann, sá máttur sem stýrir sköpunarverkinu kalla ég GUÐ.
Trúarbrögðin sem eru mannanna verk gerðu þessi mál mín flóknari. Einfaldleikinn hentar mér. Ég maður, náttúruöflin GUÐ og hið æðra. Það nægir mér. Ég þarf ekkert að flækja það meir.
Ég er ykkur sem hafa fetað þessa leið með mér óendanlega þakklátur. Án ykkar væri ég ekki neitt. Ég á ekki sjens í helbrigt líf án þessarar lausnar, sem ég verð að viðhalda, einn dag í einu.
Ég yfirgaf glamour og gerfiheiminn, skrumið og sýndarmennskuna, sem fylgir "bransanum" því miður eins og skugginn. Sem betur fer er fullt af góðu fólki þar, en þeir sem detta ofan í síkið, þurfa að koma sér í annað andrúmsloft til að ná áttum. Mín leið var að fara á sjóinn aftur, eitthvað sem er í blóðinu. Þar er ég í raunverulegum aðstæðum, tengdur við krafta náttúrunnar, innan um fólk sem er það sjálft, fólk sem kemur úr sama jarðvegi og ég. Ég er af íslenskri alþýðu og stoltur af því.
Ég er það sáttur þar, að enn er ég að bæta við mig námi og þekkingu í skipstjórnarfögunum. Stefni á að klára DP réttindi á næstu mánuðum. Byrjaði það ferli á grunnnámskeiði í Lowestoft í UK í apríl. Tek ársfrí frá Landhelgisgæslunni til að ljúka því. Á myndinni með Peter Locke sem kennir DP course í Lowestoft.
Tónlistin heldur áfram að fylgja mér, bara á öðrum forsendum.
Í stað kvíðans hef ég drauma og markmið í dag.
Er þetta ekki frábært líf?
Takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.5.2009 | 16:42
Hvað er að gerast hjá mínum mönnum.???
Nú þykir mér týra á skarinu. Eru Skagamenn gjörsamlega heillum horfnir?
Við Skagamenn verðum að standa með strákunum í þessum mótbyr. VIð höfum áður byrjað illa og tekið þetta á seglunni. VIð skulum vona að þetta hafist með úthaldinu!!!
Fjarðabyggð vann góðan sigur á Skagamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.5.2009 | 18:45
Steinunn Valdís er manneskan til að fjalla um þetta eða hvað?
Er ekki Steinunn Valdís að kasta grjóti úr glerhúsi um glerhúsið.
Samfylkingarkonan í boði stórfyrirækjanna. Hún hlýtur að hafa sýn alþýðunnar á málin eða hvað?
Spurning um hvort meira siðferði er að selja sálina eða líkamann?
Deilt um tónlistarhús á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 14:09
Hvílíkt og annað eins.
Hverslags eiginlega brjálæði er í gangi.
Þessi Baldur ætti að skammast sín og reyna að bæta fyrir misstök sín og óráðsíu. Honum tókst að klessukeyra eitt stöndugasta fyrirtæki landsins á örstuttum tíma.
Er fólk búið að gleyma kæligeymslunum???
Bessastaðahjónin fóru til Kína að lofa þetta og prísa, þegar verið var að opna útrásarkæligeymsluruglútrásaróráðsíuna. Svo því sé haldið til haga.
En annars. Góðar stundir. Njótið þessa fallega dags.
Aðalmeðferð í máli Baldurs lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.4.2009 | 11:20
Félagar í björgunarfélaginu!
Hvað er eiginlega að?
Verður hugsað til þess að oft heyrist í umræðunni að björgunarsveitarfólk (er sjálfur í björgunarsveit) metur sig jafnvel fremra en starfsmenn sem ráðnir eru til slíkra starfa, Þá er ég að tala um langhelgisgæslu , lögreglu, atvinnuslökkviliðsmenn og þannig störf. Þar er hægt að grípa til úrræða eins og uppsagna, og eins eru gerðar kröfur um atgerfi, sakavottorð og menntun. Því er ekki til að dreifa í sjálfboðastörfum ( sem svo sannarlega eru þörf)
Ef þetta er tilfellið, þá verður að vísa svona fólki úr félagsskap eins og björgunarfélaginu. Annað er ekki verjandi!
Og að Ragnar Baldvinsson og co, þurfi að hugsa mikið um að vísa slíkum brunaliðsmanni ( er greinilega ekki slökkviliðsmaður) úr slökkviliðinu finnst mér umhugsunarefni í sjálfu sér.
Mál slökkviliðsmanns í athugun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2009 | 11:28
Mogginn alveg úr tengslum.
Hvorugt skipið ÁGÚST GK eða STURLA GK, hafa talist til togara á sínum ferli. Þetta eru línuskip! Línufiskur er eitt besta hráefni sem dregið er úr sjó. Fiskur veiddur á línu er líka betur séður af nátturuverndarsinnum sem margir hverjir líta botnvörpu illu auga.
Mogginn þarf að fara að taka sér taki. Málvillur og staðreyndavillur eru of áberandi. Leiðinlegt að sjá Moggann fara svona. Það hefur ekki vantað að verðbréfunum og viðskiptunum eru gerð skil, en útvegurinn er olnbogabarn þar á bæ.
Fleiri togarar landa í Grimsby | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2009 | 14:22
Bíddu var Kaupþing ekki sagður stöndugasti bankinn?
Ég er alveg hættur að botna í þessum fádæma bankarekstri. Ég myndi ekki einu sinni reyna að reka heimilið upp á svona stöðu. En er þetta ekki allt Davíð að kenna?? Smá SPAUG!
Finnst athyglisvert að fyrir vestan ætlar Obama að setja þak 5 millur ISK hámark í mánaðarlaun bankastjórnenda. Hvað voru þeir með Kaupþingsmenn 15 sinnum það á mánuði.
Manni verður bara bumbult á bévítans vibbanum.
Kaupþing skuldar 2432 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2009 | 16:02
Hvernig munu krókarnir beygjast?
Er á siglingu hérna í Norðursjónum. Á bæði borð eru lönd sem eru líka að berjast í kreppuástandi. Breska konungsdæmið og það Hollenska. Að heiman berast fréttirnar í stjórnmálunum. Bloggararnir spara ekki lýsingarorðin frekar en fyrri daginn. Fólk sem allt þykist vita og allt þykist kunna.
Við eigum ekki að halda áfram með álverin segja sumir, ekki virkja, ekki veiða hvali.
Ég spyr hvað eigum við þá að gera? Það má ekki hlúa að því sem fyrir er þá heitir það að hygla einhverjum. Ég nefni það fyrirtæki sem ég sigli hjá núna EIMSKIP. Það fyrirtæki sem snertir afkomu fjölda fólks var notað sem spilapeningar í græðgisleiknum. Stétt íslenskra farmanna var næstum þurrkuð út í útrásinni. Stéttarvitund var niður drepin. Reynt var að skipta út íslendingunum fyrir erlenda þræla, fyrir smáaura. Á nokkrum árum eru íslenskir farmenn orðnir þeir ódýrustu í Evrópu. Samanlögð störf í kaupskipaflotanum gilda einu stóru álveri. Væri ekki fengur að fá þau störf inn í íslenska þjóðarveltu?
Þarf ekki að ræða slíka hluti? Eins og hvernig Bónus og viðlíka fyrirtæki brutu niður réttindi og kjör verslunarfólks.
Hvað með spillinguna innan stjórnkerfisins í stofnunum, hvar fjölskyldu og vinatengslin ráða, í stað faglegra ráðninga?
Er hræddur um að Ögmundur passi upp á það að enginn fari að kafa of djúpt í það.
Menn tala um ferðamannaiðnaðinn. Hefur einhver könnun farið fram á því hversu mikinn ágang íslensk náttúra þolir. Eða gildir sama græðgin þar?
Þarf ekki þjóðin að fara að sætta sig við sjálfa sig og fara í smá reality tékk. Við erum bænda og veiðimannasamfélag í grunninn. Við eigum að vera stolt af því. Hér þarf að samræma sjónarmiðin. Því miður ætlum við ekki að bera þá gæfu að brjótast út úr flokkakerfiu hefðbundna, sem með tilveru sinni stillir fólki upp í andstæðinga og yfirspilar alla heilbrigða umræðu.
Ég er að fá mig fullsaddann af lýðskrumurum sem eru á móti öllum atvinnutækifærum sem nefnd eru til sögunnar. Við verðum að lifa í þessu landi og það er næsta víst að það er fullreynt að hvorki draumar né verðbréf gefa magafylli. Tilveran er ekki svart og hvítt, heldur allt litrófið.
Nýtum náttúruauðlindirnar , og lifum með landinu okkar , þess gjöfum og gæðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2009 | 13:05
Í hvaða heimi lifir þessi kona?
Mér dettur í hug danska drottningin sem spurði hvers vegna fólkið á íslandi gæti ekki étið brauð og smér í stað þess að svelta í hel.
Hún ætlar greinilega að halda áfram þar sem útrásarprinsarnir stoppuðu þegar þeir neyddust til að stofna reikningana í skattaparadísunum.
Það þarf að skipta út á Bessastöðum líka.
Í öllum bænum Dorrit, haltu áfram í gimsteinunum og farnist þér vel. Svona pr er ekki þitt hlutverk.
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar