Í hvaða heimi lifir þessi kona?

Mér dettur í hug danska drottningin sem spurði hvers vegna fólkið á íslandi gæti ekki étið brauð og smér í stað þess að svelta í hel.
Hún ætlar greinilega að halda áfram þar sem útrásarprinsarnir stoppuðu þegar þeir neyddust til að stofna reikningana í skattaparadísunum.

Það þarf að skipta út á Bessastöðum líka.

Í öllum bænum Dorrit, haltu áfram í gimsteinunum og farnist þér vel. Svona pr er ekki þitt hlutverk.


mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Eins og Dorrit segir í viðtalinu, þá bað enginn Ólaf Ragnar um að hætta, þessvegna situr hann ennþá.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.2.2009 kl. 13:16

2 identicon

Ég hefi aldrei skilið af hverju það er ekki mótmælt f. utan bessastaði. Bónusgrísinn var á ferð og flugi með þessum einkavinum sínum sem rændu landið. Jón Ásgeir , Ólafur í Kaupþing og fl. voru fljúgandi með þau um allt í einkaþotum sínum. Ólafur hjálpaði Jóni Ásgeir með það að verða Berlusconi íslands þegar hann gaf honum fjölmiðlana og mörgum fannst það bara fínt hér á landi alla vega þeir sem eru í einka sandkassa leiknum sem heitir " Á móti Davíð " Ólafur er bara að ná sér niðri á Davíð og hefur verið að því s.l. ár hann er ekki ´pólitískur f. 5 aura. Mér finnst hann alveg eins landráðsmaður með það að hafað tekið þátt í öllu þessu með brosi...Svo birtist hann alltaf eins og það sé heilagur andi yfir honum með þetta falska bros sitt.  Dóttir hans var eða er hátt sett í fyrirtæki Jóns Ásgeirs og þeir eru örugglega mestu mátar, Á hann ekki að hjálpa þjóðinni núna með að setja neiðarlög sem ná yfir þessa menn ? Að það megi t.d. rekja allt sem þeir hafa gert s.l. ár, frysta vegabréf þeirra etc.. Hann ætti að geta það hann er bara svo hlutdrægur að það hálfa væri nóg. Hann má dansa með Dorrit einhversstaðar í friði ég segi  " Burt með Bónusgrísinn búsáhöld að BESSASTÖÐUM "  

evasigridur (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ég skil ekki þetta. Hann hefur víst verið beðinn að segja af sér. Pottaliðið nennir bara ekki að ferðast út á Álftanes til að fylgja því eftir.

Hann ætti að hundskast til að hypja sig og það strax!

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 2.2.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Haha Lilja Guðrún góður húmor, og til hamingju með sýninguna fyrir norðan.

 Eva og Ólafur: Ég furða mig á þvi sama og þið. Forsetinn sem stöðvaði fjölmiðlalögin á sínum tíma ætti að geta gert betur á tímum sem þessum, fæ ekki betur séð en að spillingin hafi setið til borðs á Bessastöðum og líkt og þú ert að nefna Eva  þá náði það party út yfir lönd og höf. Ef forsetinn hefur snefil af heiðarleika í sínum beinum þá á hann að minnast eigin orða þegar hann sagði fyrir sitt fyrsta kjörtímabil að 8 ár í stöðu forseta væri eiginlega hámark. En ég gruna hann um að vera haldinn því sama sk....... eðli sem hann bar upp á pólitískan andstæðing hérna um árið.

Einar Örn Einarsson, 2.2.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dorrit er dúlla, skemmtileg og frumleg. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.2.2009 kl. 15:43

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef gaman af Dorrit, hún truflar mig ekki og ég held að hún hafi ekki gert neinum neitt, nema ef vera skyldi gott.

Ekki á hún að líða fyrir hverjum hún er gift.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 16:10

7 identicon

.... hún lifir örugglega í skemmtilegri heimi en að hanga á ryðguðum dalli á ballarhafi innan um máva og hrogn

I I (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:13

8 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Glögt er gests  augað, hér drýpur smjör af hveju strái. ég vildi óska að við íslendingar hefðum þessa innsýn í tilveru okkar. Við erum á hnjánum fið fótskör lágmenningar og höfum ekki dug til snýta okkur hvað þá meir. Ísland er ekki að átta sig á því hvílíkann gimsteim þessi Kona hefur að geyma. Áfram Dorrit!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 3.2.2009 kl. 01:17

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hefur ekkert með hennar persónu að gera. Komment I I segir allt sem segja þarf um andlegt atgerfi þessarar þjóðar. Að tala niður til fólks sem er að vinna störfin um borð í skipunum, og upphefja um leið fígúruháttinn.

Sigfús: þessi kona hefur gimsteina að geyma, enda sölukona á demöntum.

Ef Séð og heyrt menningin sem Dorrit baðar sig í er það sem þú ert að vísa til sem hámenningar, þá eignilega langar mig ekki að vita hvað telst til lágmenningar hjá þér.

Einar Örn Einarsson, 3.2.2009 kl. 01:33

10 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ha ha ha ha, jæja þá!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 3.2.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 51308

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband