Færsluflokkur: Bloggar

Hér verður lopinn teygður og lappir dregnar.

Er ekki hissa á þessu.

Það er nákvæmlega enginn vilji hjá valdhöfum þessa lands til að fletta ofan af spillingunni. Aðeins eitt atriði af  15 hefur verið uppfyllt.

Það á því miður að láta slík mál fyrnast. Allavega er það partur af plotti valdaklíkanna sem eru þverpólitíkskar, ekki aðeins í Sjálfstæðisflokknum, munum það. Íslensk pólitík er löðrandi í þessu. Í baktjaldamakkinu vinna flokkarnir eins og fjölskyldur mafíósanna og drifkrafturinn er náttúrulega græðgin. Verkalýðshreyfingin spilar með, enda er allt falt. Stjórnarsæti lífeyissjóða og aðrir bitlingar eru launin.

Lappir eru dregnar. Gefnar út aðvaranir áður en á að ganga að eigum þessara lykilmanna í spillingunni, svo það sé nú tryggt að þeir komi þessu drasli sínu úr landi, eins og glæsikerrum og öðrum munaðarvörum.

Stjórnmálamennirnir skilja ekki kröfuna um afsögn þeirra, sem nutu mestra ofurstyrkjanna. Vegna þess að þeir skilja ekki lykilorðið þar sem er SIÐFERÐI.

Og lýðurinn þegir þunni hljóði. Á meðan eru kjötkatlarnir þurrausnir.

Eina nýjabrum stjórnmálanna er GRÍNFRAMBOÐ, það eina sem fólk þorir að kjósa. Er okkur við bjargandi?

Ég bara spyr.


mbl.is Eftirfylgni Íslands óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroðvirkni Moggans

Ágæti MOGGI.

Ertu til í að vanda þig betur.

Ekki að það skipti öllu máli fyrir innihald fréttarinnar.

En þetta er í 2. eða 3. skipti sem þið birtið frétt og mynd og merkið varðskipið ÆGIR undir myndina af TÝ. En eftir síðustu breytingar á skipunum er sláandi munur á skipunum og æpandi ljóst einmitt frá þessu sjónarhorni um hvort skipið er að ræða.

Maður fer að spyrja sig um vinnubrögðin hjá MOGGA ef þau eru á þessa veru við heimildaöflun.

Allavega fyrir okkur sjómennina, sem eru svona afgangsstærð hjá ykkur MOGGA fólki.

Breyta þessu takk.


mbl.is Nýtt til að efla þyrlubjörgunargetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur Egilsson tak sæng þína og gakk.

Mikið fór illa í mig að heyra viðbrögð Vilhjálms Egilssonar í fréttum kvöldsins.

Hann er í forsvari fyrir atvinnurekendur. Hann hefur verið á kafi í andskotans braskinu og sukkinu.

Hann talar um sjóðinn sem sjóðinn "OKKAR"

Greiðir Vilhjálmur Egilsson í Gildi lífeyrissjóð? Held ekki.

Þetta eru OKKAR peningar launþeganna.

Burtu með skítugar krumlurnar.

Verkalýðsforystan er að stórum hluta vafin inn í þetta alltsaman. Gulltryggir sig með fulltrúaráði. Almennur sjóðsfélagi hefur ekkert að segja. Hann bara borgar brúsann.

Þetta bara  gengur ekki.

Við verðum að ná stéttarfélögum okkar á band okkar launþega á ný, okkar eigin félögum takið eftir.

Í gegn um þau náum við lífeyrissjóðunum úr höndum þessara níðinga.

Eitt og eitt félag stendur undir nafni, samaber Verkalýðsfélagið á Akranesi, meira af slíku fólki. Alvöru fólki með stéttarvitund.

Reynum nú að láta í okkur heyra gott fólk. 1. maí er um helgina!


mbl.is Sjóðsstjóri Gildis fer frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ertu Ísland? Hugleiðing af hafinu.

Hér á hafinu bláa er gott að láta hugann reika. Fregnir af gosinu mikla komu í kjölfar birtingar rannsóknarskýrslunnar stóru.

Stjórnmál og frelsi eru orð sem hafa verið mér hugleikin undanfarið.

Ég er Íslendingur, kominn af alþýðu landsins, sem hefur byggt það og þreytt sín stríð við náttúruöflin um aldir. Þjóðin gerði sér grein fyrir því hvað þurfti til, bara til að hafa í sig og á. Lífsgæði eins og við þekkjum þau í dag, voru ekki einu sinni valkostur. Allir þurftu að leggja hönd á plóg.

Lengst af var þjóðin í ánauð undir stjórn annara landa og ofurseld fyrirkomulagi sem kúgaði hina almennu. Embættismenn konungs voru m.a. sýslumenn og prestar, sem beittu lögum og trúnni til að berja fólk til hlýðni. Meira að segja var íslendingum bannað að dansa, og þar með töpuðum við víkivakahefð okkar. Stórbændur nánast áttu fólkið og gátu sent það á vertíðir sem vinnudýr. Ekki var öllum frjálst að komast yfir landskika, nú eða þá útræðisaðstöðu. Þurrabúðarfólk reyndi að komast af í nágrenni verstöðva, en ofurselt hinum útvöldu. Meira að segja voru vinnumennirnir látnir gangast við krökkunum hástéttarinnar, því að hinir háu, prestar og bændur gerðu tilkall til þess að geta misnotað vinnuþýið sitt kynferðislega. En alþýðan mátti vart elskast innbyrðis, þá komu yfirvöldin til sögunnar eins og dæmin sanna.

Við fengum heimastjórn. Gátum farið að byggja upp fyrirtæki sem þjóðin eignaðist og urðu bakbein samfélagsins um árabil. En frelsið var samt ekki að fullu fengið.

En þar kom að lokum að frelsið var unnið, og fullkomnað við stofnun hins nýja lýðveldis. Í skugga styrjaldar og í peningaflóði bretanna og kananna umbyltist samfélagið. Kúgun fortíðarinnar missti vopn sín í peningum stríðsins. Upphófst nú samkvæmið stóra, en það partyið varði ekki lengi.

Stjórn landsins var orðin okkar.

Og hvernig skyldi það nú hafa þróast?

Innbyggður þrælsóttinn gerði það að verkum að bændurnir komust til áhrifa, útvegsmannastéttin og hermangararnir ásamt versluninni mynduðu stjórnmálaöfl, reyndar byggð á þeim sem urðu til áður , við heimastjórnina. Þessir flokkar komu sér að görðunum og mynduðu skipulagt kerfi um skiptingu aðgangs að jötunum. Alþýðan stofnaði sína flokka til að fá fram rétt sinn til mannsæmandi lífs.

Svo kom að þeir réðu yfir öllu. Lengi vel var fólk ráðið eftir flokks skírteinum í vinnu. Meira að segja fóru flokkarnir sem kenndu sig við alþýðuna að koma sér fyrir inni í þessu auma kerfi bitlinga og klíkuskapar.  Fjórflokkurinn var orðinn staðreynd. Bak við tjöldin er vílað og dílað. Partýið sem hófst í stríðinu var stöðvað.

Kvóti var settur á útveg og búskap. Ekki leið á löngu þar til hið heilaga fjórflokkakerfi var búið að misnota það.

Erum við búin að gleyma þessu?

Svo kom stóri vinningurinn EES frelsið mikla. Heimurinn opnaðist. Nú skyldi allt verða gott. Hvatvís þjóðin fékk nú nýtt party, góðærið hét það. Nú var passað upp á það að veitngarnar þrytu ekki á borðum veislugesta. Peningarnir flóðu, skipsfarmar af óþarfa dralsi fluttir inn. Allir búnir að gleyma því að peningar eru ekki ávextir jarðar í þeim skilningi að við getum ekki ræktað þá, heldur eru peningar tæki sem metur framlag byggt á framkvæmd eða vinnu. Við gleymdum okkur aldeilis þar. Allt á sértilboði og kostakjörum. Við kusum og kusum fólk til að starfa fyrir okkur, og mælikvarðinn var meira party meira meira græða græða.

Svo fór að harðna á dalnum

 Meðan á partyinú stóð vorum við flutt aftur um áratugi og aldagamalt form blasir við. Með fulltingi stjórnmálamannanna vorum við rænd okkar sameiginlegu sjóðum. Gömlu traustu fyrirtækin okkar og bankarnir voru rænd. Ryksugað með græðgisryksugunni. Lífeyrissjóðir okkar misnotaðir, ekkert var heilagt. Fjármunum mokað úr landinu, viðbjóðsleg ofurneysla elítunnar vakti meira að segja aðdáun þjóðarinnar í glanstímaritnunum. Menn ársins forsetinn, þingmenn. Komin var ný yfirstétt, sem mátti meira að segja beita sjónhverfingum til að eignast hluti í þessum fyrirtækjum án þess að leggja neitt fram í formi peninga og vinnu. Hinir útvöldu, nýja yfirstéttin, einkaþotur, þyrlur, glæsikerrur, óhóf og viðurstyggilegt virðingarleysi.

Við þurfum að borga brúsann.

Þarna spiluðu með stjórmálamenn, sem við kusum til að gæta hagsmuna okkar. Þeir spiluðu alla leið, eins langt og þeir mögulega komust.

Við erum sár og þreytt á þessu. Við erum komin í gamla farið, en nú kúguð af okkar eigin fólki. Og það sem versta er að það fólk er valið af okkur.

Er ekki kominn tími á veruleikatékk hérna. Halló gott fólk!

Stjórnmál á Íslandi eru átrúnaður og skurgoðadýrkun. Allir krefjast uppgjörs, en vantar ekki að við hvert og eitt gerum upp hug okkar gangvart þeim gildum sem við viljum halda á lofti.

Gamla Ísland er á góðri leið með að koma aftur, viljum við það?

 


Er veruleikafirringin algjör? Sorglegt að sjá.

Hvernig í ósköpunum getur Bjarni Benediktsson talað svona ? Hann stendur rétt með vitin upp úr drullupyttinum.

Mér finnst svo sorglegt að vita að sjálfstæðisfólk,  sem ég átti samleið með um árabil, margt hvert öðlingsmanneskjur skuli vera neytt til þess að reyna að koma með einhver rök fyrir þvi að Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins komi til með að sitja áfram.

Flokkur allra stétta og frelsi einstaklingsins var það sem heillaði mig við sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma. Það var hæra megin við miðju, frjálshyggjan takmarkalausa ekki farin að grassera, þegar ég gekk í hópinn. Þar kynntist ég fullt af stálheiðarlegu  og grandvöru fólki sem fylgir foringjanum í blindni, gangrýnislaust. Þegar frelsispostularnir fóru svo á flug með fulltingi Davíðs Oddsonar, þá fór frelsið að éta upp einstaklingana sem voru úti í atvinnulífinu, þeir voru étnir upp af hinum stóru og ríku, nánast svældir út af postulum frelsisins. Fyrirheitin voru þau að hlutabréfin væru hin nýku tækifæri einstaklingsins. Hvílíkt bull.

Með auknu frelsi varð einsleitari hljómur og í stað margraddaðs söngs allra stétta er sama lagið sungið aftur og aftur , einraddað.  Gagnrýni innan flokksins er illa séð.

Frelsið mikla og frjálshyggjan varð að frelsi fárra á kostnað hinna dyggu. Frelsi einstaklingsins varð fótum troðið af stóru blokkunum sem keyptu upp allt sem gat mögulega staðið undir sér. Kvótakerfið er ein birtingarmyndin.  Flokkstarfið gengur út á það að mylja meira undir hina fáu. Hinir trúföstu lifa í þeirri von að hlutabréfin skili arði, janfvel enn í afneituninni.

Í nafni frelsisins voru stöndugustu fyrirtæki landsins mergsogin. Á kostnað heilu stéttanna eins og farmanna svo dæmi sé tekið. Arðurinn skyldi kreistur út, fyrirtækin rekin við hungurmörk og bóðið kreist úr fólkinu sem myndaði þessi fyrirtæki. Á hátiðarstundum var sungið viðlagið við græðgissönginn að fyrirtækin væru fólkið sem þar ynni.

Stuttbuxnadrengir með enga reynslu en prófgráður í pokanum voru látnir taka við og reynslumiklum stjórnendum með þekkingu á viðfangsefnunum ýtt í burtu. Eimskip er eitt af dæmunum um það. Á meðan starfsólkinu sem hafði helgað fyrirtækinu krafta sína var hótað og haldið við hungurmörk, voru eigur fyrirtækisins seldar og veðsettar, sjóðir þess tæmdir, en þumalskrúfurnar hertar á starfsfólkinu.

Þetta var dásamað og lofað af sjálfstæðisflokknum flokki allra stétta. Elítan hélt áfram sínum ógeðfellda leik. Tryggingarfélög, bankar , skipafélög, flugfélög og svo mætti lengi telja voru blóðmjólkuð.

Formaður sjálftæðisflokksins er gengsýrður af þessu. Honum er ekki sætt. Ég ætla ekki að fara að endursegja það sem að honum snýr í skýrslunni. Hann var á kafi í sukkinu.

Hann stendur í pontu alþingis og hrokinn vellur og sýður þegar hann kastar steinum úr sínu glerhúsi.

Við getum ekki látið bjóða okkur þetta siðleysi. Í öllum nágrannalöndum okkar hefðu þeir þingmenn sem taldir eru upp í skýrslunni sagt af sér. Í því felst í senn auðmýkt og virðing gangvart þjóð sinni. Það eru hin ósrkáðu lög sem felast í siðferðinu sem þar gilda. Skaðinn er skeður og afsagnir eru eini ásættanlegi kosturinn. Svo einfalt er það.

Sýndu manndóm Bjarni Benediktsson segðu af þér! Patýið er búið.


mbl.is Illugi færði fram sterk rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einfalt mál

þar sem ég er nú við störf við olíuiðnaðinn í Noregi, hef ég stundum nefnt þessi svæði okkar íslendinga þegar ég kemst í návígi við fagfólk í borvinnu og olíuvinnslu. Þetta er heilmikið mál að vinna olíu úr svona setum. Menn hafa rætt þetta mikið hér þar sem öll þessi þekking er til staðar. Það tekur mörg ár að vinna svona svæði og rannsaka áður en hægt er að hefjast handa. Til þess þarf að kosta miklu og á meðan verðið á olíu er svona lágt er til efs að slík vinnsla borgi sig.

Verðum held ég að passa okkur að fara ekki í gullgrafaragírinn og telja okkur trú um að pengingarnir streymi inn bara si svona.

En ég vona svo sannarlega að þetta komi til með að gefa af sér og verði að veruleika. Verðum bara að muna að þetta tekur langan tíma og miklar rannsóknir.

Öll umgengni og vinna í kring um þennan bransa krefst agaðra vinnubragða og fagmennsku í öllum stéttum og þar megum við íslendingar heldur betur taka okkur á!


mbl.is Leiti að olíu undan Norðausturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisflugfélagið.

Hvernig væri að selja þetta félag úr landinu einfaldlega, það hefur kostað okkur of mikið og við fáum ekkert í staðinn. Ég þarf mikið að ferðast og notast mikið við SAS sem er með mun betri kjör.

 


mbl.is Flugmenn undirbúa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÙTVARP MATTHILDUR

Viljid thid segja mèr ad thetta sè nyr grìnthàttur ì mogganum.

Èg sit hèr vid tølvuna ì brùnni à ARIES LORD ì hlàturskasti. Bædi ad lesa thessa òtrùlegu frètt, og bloggin vid hana.

Hvad er eiginlega ì gangi tharna heima? 

HAHAHAHAHAHAH

Er thetta ordinn risastòr veruleikathàttur?

Mikil tharfaverk ì gangi hjà stelpunni. Tònlistarhùsskrìmslid og nù fjølmidlastofa. THetta bjargar mørgum heimilinum skal èg nù segja ykkur. Ad èg tali nù ekki um menntakerfinu.

OMG Stòri bròdir mættur.

Gòdar stundir.


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er draumurinn?

Það er eins gott að það var ekki byrjað að gefa út innistæðulausa tékka út á þetta dæmi.

Maður var farinn að heyra menn fara að plana einn og annað í kring um olíuiðnaðinn. Kaupa skip og fara í offshore á Íslandi.

Er nú um stundir starfandi við olíuiðnaðinn í Norðursjónum. Eitt það fyrsta sem maður gerir sér grein fyrir hér, er hversu flókið þetta er alltsaman, og mörg og löng ferli þarf að fara í gegn um áður en auðurinn streymir.

Nóg er að starfa heima og vonandi verður farið í að fókusera á eitthvað sem skilar atvinnu og framlegð sem fyrst, á meðan draumurinn um olíu á Drekasvæði fer hænufet í átt að veruleikanum.


mbl.is Engin sérleyfi á Drekasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband