Er veruleikafirringin algjör? Sorglegt að sjá.

Hvernig í ósköpunum getur Bjarni Benediktsson talað svona ? Hann stendur rétt með vitin upp úr drullupyttinum.

Mér finnst svo sorglegt að vita að sjálfstæðisfólk,  sem ég átti samleið með um árabil, margt hvert öðlingsmanneskjur skuli vera neytt til þess að reyna að koma með einhver rök fyrir þvi að Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins komi til með að sitja áfram.

Flokkur allra stétta og frelsi einstaklingsins var það sem heillaði mig við sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma. Það var hæra megin við miðju, frjálshyggjan takmarkalausa ekki farin að grassera, þegar ég gekk í hópinn. Þar kynntist ég fullt af stálheiðarlegu  og grandvöru fólki sem fylgir foringjanum í blindni, gangrýnislaust. Þegar frelsispostularnir fóru svo á flug með fulltingi Davíðs Oddsonar, þá fór frelsið að éta upp einstaklingana sem voru úti í atvinnulífinu, þeir voru étnir upp af hinum stóru og ríku, nánast svældir út af postulum frelsisins. Fyrirheitin voru þau að hlutabréfin væru hin nýku tækifæri einstaklingsins. Hvílíkt bull.

Með auknu frelsi varð einsleitari hljómur og í stað margraddaðs söngs allra stétta er sama lagið sungið aftur og aftur , einraddað.  Gagnrýni innan flokksins er illa séð.

Frelsið mikla og frjálshyggjan varð að frelsi fárra á kostnað hinna dyggu. Frelsi einstaklingsins varð fótum troðið af stóru blokkunum sem keyptu upp allt sem gat mögulega staðið undir sér. Kvótakerfið er ein birtingarmyndin.  Flokkstarfið gengur út á það að mylja meira undir hina fáu. Hinir trúföstu lifa í þeirri von að hlutabréfin skili arði, janfvel enn í afneituninni.

Í nafni frelsisins voru stöndugustu fyrirtæki landsins mergsogin. Á kostnað heilu stéttanna eins og farmanna svo dæmi sé tekið. Arðurinn skyldi kreistur út, fyrirtækin rekin við hungurmörk og bóðið kreist úr fólkinu sem myndaði þessi fyrirtæki. Á hátiðarstundum var sungið viðlagið við græðgissönginn að fyrirtækin væru fólkið sem þar ynni.

Stuttbuxnadrengir með enga reynslu en prófgráður í pokanum voru látnir taka við og reynslumiklum stjórnendum með þekkingu á viðfangsefnunum ýtt í burtu. Eimskip er eitt af dæmunum um það. Á meðan starfsólkinu sem hafði helgað fyrirtækinu krafta sína var hótað og haldið við hungurmörk, voru eigur fyrirtækisins seldar og veðsettar, sjóðir þess tæmdir, en þumalskrúfurnar hertar á starfsfólkinu.

Þetta var dásamað og lofað af sjálfstæðisflokknum flokki allra stétta. Elítan hélt áfram sínum ógeðfellda leik. Tryggingarfélög, bankar , skipafélög, flugfélög og svo mætti lengi telja voru blóðmjólkuð.

Formaður sjálftæðisflokksins er gengsýrður af þessu. Honum er ekki sætt. Ég ætla ekki að fara að endursegja það sem að honum snýr í skýrslunni. Hann var á kafi í sukkinu.

Hann stendur í pontu alþingis og hrokinn vellur og sýður þegar hann kastar steinum úr sínu glerhúsi.

Við getum ekki látið bjóða okkur þetta siðleysi. Í öllum nágrannalöndum okkar hefðu þeir þingmenn sem taldir eru upp í skýrslunni sagt af sér. Í því felst í senn auðmýkt og virðing gangvart þjóð sinni. Það eru hin ósrkáðu lög sem felast í siðferðinu sem þar gilda. Skaðinn er skeður og afsagnir eru eini ásættanlegi kosturinn. Svo einfalt er það.

Sýndu manndóm Bjarni Benediktsson segðu af þér! Patýið er búið.


mbl.is Illugi færði fram sterk rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Legg til hallarbyltingu og svælum þetta pakk út flokknum.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 21:30

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú skrifar svo langt mál Einar Örn að ég gaf mér ekki tíma til að lesa það allt.  En hvað gerði Bjarni Ben afsér ?  Hafi hann brotið af sér þá náttúrulega kærir þú hann.     

Hrólfur Þ Hraundal, 16.4.2010 kl. 23:03

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Lokaordin i blogginu eru thessi:

 Við getum ekki látið bjóða okkur þetta siðleysi. Í öllum nágrannalöndum okkar hefðu þeir þingmenn sem taldir eru upp í skýrslunni sagt af sér. Í því felst í senn auðmýkt og virðing gangvart þjóð sinni. Það eru hin ósrkáðu lög sem felast í siðferðinu sem þar gilda. Skaðinn er skeður og afsagnir eru eini ásættanlegi kosturinn. Svo einfalt er það.

Tharf eg ad skyra thetta frekar?

Einar Örn Einarsson, 16.4.2010 kl. 23:22

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, Bjarni Ben þarf að segja af sér ásamt ýmsum öðrum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2010 kl. 23:57

5 identicon

Illugi, Bjarni og Þorgerður eru búin að vera í pólítíkinni..!

Snorri Gylfason (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 00:08

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Góð úttekt hjá þér, Einar!

Magnús Óskar Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband