ÁHAFNARMEÐLIMIR kæri ritstjóri?

Við eigum svo falleg orð í staðinn fyrir þessa dönskuslettu sem er ofnotuð í málinu.

Í þessari frétt segir: "27 áhafnarmeðlimir voru á Lynx".  Hví er ekki hægt að segja : 27 manns voru í áhöfn Lynx, eða : Um borð í Lynx voru 27 skipverjar.

Er ekki nóg að það sé kreppa í hagkerfinu, þurfum við að tala kreppu íslensku?????

 


mbl.is Eldur í togara í íslenskri eigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engan sakaði en samt sem áður voru 5 úr áhöfninni fluttir í land með reykeitrun!!!

Reykeitrun er sára saklaus eða hvað? Hvað er að þessum fréttamönnum á mbl.is?

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þarna er þekkingarskortur í hámarki, því aumingja fréttamanninum er ekki gefinn kostur eða tíma á að kynna sér málin svo hann viti um hvað hann er að skrifa. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Allsstaðar eru meðlimir.  Þetta er hvimleitt orð, sem hefur verið ofnotað í íslensku undanfarin ár. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:33

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heimur versnandi fer Einar minn.  Það virðist vera mikið metnaðarleysi sem hrjáir ritstjórnir, ekki bara netmiðlanna heldur fjölmiðlanna almennt og þá undaskil ég ekki ljósvakamiðlana.

Jóhann Elíasson, 21.10.2008 kl. 07:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyrðu, ég var einmitt að velta því fyrir mér í morgun hvað hefði orðið af þér maður.  Eruð þið félagar lagstir út?

Gott að þú ert á lífi og í gír.

Kveðja til Pong.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 08:28

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sæl öll.

Við erum að vinna mikið báðir, á kvöldin er ég að sigla Imagine Peace túra út í Viðey, hef leiðsögn og er skipstjóri. Mjög skemmtilegar ferðir.

Tók mér fjölmiðlabreik, hvíla mig á úrtöluhjalinu.

Mættur aftur hress og kátur.

Einar Örn Einarsson, 21.10.2008 kl. 16:39

7 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

He he, ekkert betri en ég í ergelsinu! Fer aldurinn svona með okkur! Brost karlinn, andartakið er yndislegt! Þar eru hvorki áhafanarmeðlimir eða seðlabankastjórar að pota upp í nefið á okkur!

Kveðja Sigfrús.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 21.10.2008 kl. 17:51

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Alls ekki ergilegur.

En læt í mér heyra með svona hluti

Hehe já gott þegar fólk er ekki að pota í ..........nefið á manni

Einar Örn Einarsson, 22.10.2008 kl. 18:26

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góð áminning.  Þó að við verðum fátækari þarf tungan ekki að verða það.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 01:58

10 identicon

Sæll og blessaður Einar minn.

Ég heyrði nú af þér í Árósum um daginn, en þar bý ég nú þessa dagana og vinn hjá Sambó. Við verðum nú bara að vona að þú takir annan túr og kíkir aftur við hérna í Árósum.
Ég kem nú heim um jólin í smá frí, það er aldrei að vita nema að ég komi við hjá þér í kaffi við tækifæri.

Kveðja
Svenni

Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 15:58

11 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Loksins fæ ég smá tíma til að "hanga" í tölvunni, var búin að sakna þín hér.

Alltaf gott að lesa bloggin þín, takk fyrir mig.

Kærar kveðjur 

Elísabet Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 12:03

12 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hæhæ Svenni minn.Frábært að sjá þig líta inn. Já mikið væri gaman að hitta þig.

Og Elísabet, við erum greinilega bæði svo busy þessa dagana. Takk fyrir sömueliðis.

Bestu kveðjur á ykkur bæði  

Einar Örn Einarsson, 24.10.2008 kl. 17:17

13 Smámynd: sævar már magnúss

(Imagine Peace)

Mögnuð ferð út í Viðey með fararstjóra og kaffi á eftir.

  Takk fyrir mig.Kveðja frá Akureyri

sævar már magnúss, 25.10.2008 kl. 21:22

14 identicon

hæ hæ Frændi leitt að missa af þér í borginni um daginn. En það er fyrir séð með fleiri ferðir í borgina bráðum. Skellti mér í skóla svo eitthvað verður maður annað slagið sunnan heiða. :) knús og kossar til ykkar félaga. :)

Lotta (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:42

15 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk Sævar. Mín var ánægjan.

Takk Lotta, gott hjá þér að fara í skólann, hlakka til að sjá þig. knús og kossar til baka

Einar Örn Einarsson, 27.10.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband