20.10.2008 | 22:25
ÁHAFNARMEÐLIMIR kæri ritstjóri?
Við eigum svo falleg orð í staðinn fyrir þessa dönskuslettu sem er ofnotuð í málinu.
Í þessari frétt segir: "27 áhafnarmeðlimir voru á Lynx". Hví er ekki hægt að segja : 27 manns voru í áhöfn Lynx, eða : Um borð í Lynx voru 27 skipverjar.
Er ekki nóg að það sé kreppa í hagkerfinu, þurfum við að tala kreppu íslensku?????
Eldur í togara í íslenskri eigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engan sakaði en samt sem áður voru 5 úr áhöfninni fluttir í land með reykeitrun!!!
Reykeitrun er sára saklaus eða hvað? Hvað er að þessum fréttamönnum á mbl.is?
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:36
Þarna er þekkingarskortur í hámarki, því aumingja fréttamanninum er ekki gefinn kostur eða tíma á að kynna sér málin svo hann viti um hvað hann er að skrifa. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:28
Allsstaðar eru meðlimir. Þetta er hvimleitt orð, sem hefur verið ofnotað í íslensku undanfarin ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:33
Heimur versnandi fer Einar minn. Það virðist vera mikið metnaðarleysi sem hrjáir ritstjórnir, ekki bara netmiðlanna heldur fjölmiðlanna almennt og þá undaskil ég ekki ljósvakamiðlana.
Jóhann Elíasson, 21.10.2008 kl. 07:23
Heyrðu, ég var einmitt að velta því fyrir mér í morgun hvað hefði orðið af þér maður. Eruð þið félagar lagstir út?
Gott að þú ert á lífi og í gír.
Kveðja til Pong.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 08:28
Sæl öll.
Við erum að vinna mikið báðir, á kvöldin er ég að sigla Imagine Peace túra út í Viðey, hef leiðsögn og er skipstjóri. Mjög skemmtilegar ferðir.
Tók mér fjölmiðlabreik, hvíla mig á úrtöluhjalinu.
Mættur aftur hress og kátur.
Einar Örn Einarsson, 21.10.2008 kl. 16:39
He he, ekkert betri en ég í ergelsinu! Fer aldurinn svona með okkur! Brost karlinn, andartakið er yndislegt! Þar eru hvorki áhafanarmeðlimir eða seðlabankastjórar að pota upp í nefið á okkur!
Kveðja Sigfrús.
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 21.10.2008 kl. 17:51
Alls ekki ergilegur.
En læt í mér heyra með svona hluti
Hehe já gott þegar fólk er ekki að pota í ..........nefið á manni
Einar Örn Einarsson, 22.10.2008 kl. 18:26
Góð áminning. Þó að við verðum fátækari þarf tungan ekki að verða það.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 01:58
Sæll og blessaður Einar minn.
Ég heyrði nú af þér í Árósum um daginn, en þar bý ég nú þessa dagana og vinn hjá Sambó. Við verðum nú bara að vona að þú takir annan túr og kíkir aftur við hérna í Árósum.
Ég kem nú heim um jólin í smá frí, það er aldrei að vita nema að ég komi við hjá þér í kaffi við tækifæri.
Kveðja
Svenni
Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 15:58
Loksins fæ ég smá tíma til að "hanga" í tölvunni, var búin að sakna þín hér.
Alltaf gott að lesa bloggin þín, takk fyrir mig.
Kærar kveðjur
Elísabet Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 12:03
Hæhæ Svenni minn.Frábært að sjá þig líta inn. Já mikið væri gaman að hitta þig.
Og Elísabet, við erum greinilega bæði svo busy þessa dagana. Takk fyrir sömueliðis.
Bestu kveðjur á ykkur bæði
Einar Örn Einarsson, 24.10.2008 kl. 17:17
(Imagine Peace)
Mögnuð ferð út í Viðey með fararstjóra og kaffi á eftir.
Takk fyrir mig.Kveðja frá Akureyrisævar már magnúss, 25.10.2008 kl. 21:22
hæ hæ Frændi leitt að missa af þér í borginni um daginn. En það er fyrir séð með fleiri ferðir í borgina bráðum. Skellti mér í skóla svo eitthvað verður maður annað slagið sunnan heiða. :) knús og kossar til ykkar félaga. :)
Lotta (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:42
Takk Sævar. Mín var ánægjan.
Takk Lotta, gott hjá þér að fara í skólann, hlakka til að sjá þig. knús og kossar til baka
Einar Örn Einarsson, 27.10.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.