7.10.2008 | 10:56
Tek ekki þátt í harðdýrahegðuninni
Ég hamstra ekki. Sem betur fer. Ætla ekki að taka þátt í þessu uppnámi sem er að grípa fólk þessa dagana. Tek bensín í dag væntanlega og græði á því að taka það rólega.
Best að halda ró sinni. Eins og góður sjómaður reynir að gera í brjáluðu veðri, hann heldur sjó, lensar á reiðanum, eða fer í var, þar til lygnir. Að berjast í hafróti skilar sködduðum farmi, skipi eða í versta falli getur kostað lífið. Hvernig myndi svona þjóð endast í alvöru hörmungum? Upphrópanir og sleggjudómar eru ekkert betri en það sem fólkið er að útrhópa hvað mest þessa dagana.
Las yfir undirskriftarlista sem er á netinu sem áskorun til Davíðs Oddsonar að hann segi af sér. Athugasemdir sumra þarna á listanum ganga svo fram af mér að ég læt mitt nafn ekki fylgja slíku. Svívirðingar og drullukast eru ekki viðbrögð hjá hugsandi og ábyrgu fólki.
Er einn þeirra, sem hafa lengi talað um að þetta hrun væri óumflýjanlegt, allt benti til þess. Var kallaður svartsýnispúki og ég veit ekki hvað af sumum. Nú vilja hinir sömu að ég fari með þeim ofan í hinn dimma dal fordæminganna og sleggjudómanna. Skjótt skipast veður í lofti. Fallegur dagur í dag annars.
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrifa heldur ekki á þennan fáránlega lista.
En Davíð á auðvitað að taka pokann sinn.
Svo á auðvitað ekki að setja pólitíkusa yfir Seðlabankann heldur menn sem til þess eru bærir vegna menntunar og reynslu.
Annars er ég kúl. Ég held að það sé gott að búið sé að stinga á þessu kýli sem eyðslufylleríið var.
Nú koma timburmenn, svo er bara að senda efnahagsmálin í meðfer.
Jájá
Knús á þig og Pong
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 12:18
'Eg er sammála þér bróðir maður græðir ekkert á þessu stressi og best er að taka á þessu í rólegheitum og ekki með dónaskap eða meiðingar.
Ég vona að hann Pong haldi ekki að þetta sé alltaf svona hér. Knús og kossar á ykkur.
Svana A. Daðadóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:59
Sammála ykkur báðum.
Jenný: Vitaskuld á að vera fagfólk í fylkingarbrjósti seðlabankans. Mér hefur ofboðið þetta neyslufyllerí líka. Guð láti gott á vita. Pongsi þakkar kveðjuna. Knús til baka
Svana sys: Nákvæmlega. Var einmitt að skýra þetta út fyrir Pong. Hann er svo hissa á því hvað við erum rosalega upptekin af peningum og hlutum. Knús á þig og þína
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 19:01
Ja ekki er ég að tapa ég á samt marga miljarða í kossum og knúsi frá mínu fólki, það fer að vísu að kost smá að sækja þessa kossa alla leið norður hehe
sævar már magnúss, 7.10.2008 kl. 20:04
Hahaha Góður Sævar.
Það góða við þessi verðmæti er það að þú átt þau skuldlaust
Einar Örn Einarsson, 7.10.2008 kl. 20:16
Sæll Einar Örn, ég þakka auðmjúklega fyrir að vera kominn á lista bloggvina þinna!
Ég er hjartanlega sammála þeim sem hugnast ekki skítkast. Ég lifi í þeirri trú að hvert og eitt einasta okkar, séu að gera sitt allra besta, alltaf! Hvernig okkur ferst það úr hendi gæti þó á stundum verið gagnrýni vert.
Ég er ekki tilbúin að að samþykkja mig yfir það hafinn, að hafa skoðun á gangi þjóðmála, reyndar er ég sannfærður um að geta haft þar áhrif. Ég rýni gjarnan í það sem ég tel afstæða hlutann af umræðunni og vek athygli á þeirri hlið málanna.
Það er nú einu sinni þannig ég lifi og hrærist í þessari hjörð og er virkur þáttakandi í samfélaginu. Eftir að bloggheimar opnuðust mér, eignaðist ég stað til að opinbera hugsanir mínar. Ég er þó andlega leitandi einstaklingur, og það ríkir friður í hjarta mér þrátt fyrir það ástand sem ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Kveðja Sigfús.
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 7.10.2008 kl. 22:26
Sæll minn kæri.
Gaman að sjá þig og velkominn í góðan hóp. Þakka þér sjálfum.
Vitanlega eigum við að vera með gagnrýnið hugarfar og vera hugsandi fólk.
En það er gremjan og uppnámið sem er mér ekki að skapi.
Kær kveðja á þig minn kæri.
Einar Örn Einarsson, 7.10.2008 kl. 22:52
Ástandið sem skapast hefur í þjóðfélaginu núna, verður okkur öllum til góðs, þegar um hægist. Svona ástand er kjörið fyrir þá sem vilja ná til sjálfs sín og kannast við andartakið. Það er einmitt á svona stundum þegar vitundarvakning getur orðið.
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 7.10.2008 kl. 23:01
Nákvæmlega.
Eins og síðasta stóra fylleríið
Einar Örn Einarsson, 7.10.2008 kl. 23:16
Ekki hamstra ég heldur, en bara til öryggis keypti í 3 tómatsósuflöskur Hunt´s svo börnin mín gætu étið ódýra Hunt´s tómatsósu. Bara til öryggis ef Bónus fer á hausinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2008 kl. 01:58
Hahaha Jóna.
Þú hugsar um þína
Einar Örn Einarsson, 8.10.2008 kl. 08:22
Er eitthvað að gerast í þjóðfélaginu "
svona er að missa af öllu bæði góðæri og eins kreppu...
Dásamlegt
Gísli Torfi, 9.10.2008 kl. 02:38
Eysteinn Skarphéðinsson, 9.10.2008 kl. 16:32
Hhaha Góður Eysteinn.
Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.