Allt að gerast í bloggheimum

100_0254Það er alltaf gaman að renna í gegn um bloggsíðurnar, sérstaklega þegar ég er úti á sjó. Þar get ég ekki einhverra hluta vegna ekki bloggað sjálfur, en fer vítt og breitt um bloggheima sem algjör þiggjandi. Það er mjög skemmtilegt. Stend mig að því að sneiða hjá þessum endalausu vandamála og heimsendabloggum. Gurrý, Jóna, Jenný, Stormsker og aðrir viðlíka bloggarar eru algjör snilld, ( þið hin sem ég nefni ekki sorrý, ekkert perónulegt, bara þessi koma upp i hugan í augnablikinu er nýkominn úr heimsókn á þeim síðum).

Allavega ég þarf á þessum húmor og bjartsýni að halda. Sum bloggin hreint og beint beina mér beint í táradalinn, þar sem sólin skín aldrei og allt er að fara fjandans til og enginn veit neitt í sinn haus nema ofurvitsmunaveran sem á viðkomandi bloggsíðu.

Þekki það sem óvirkur alki, að "æ ó eymingja ég" og "fram þjáðir menn" og " Guð minn Guð ég hrópa, gegn um myrkrið svarta, líkt og út úr ofni æpi stiknað hjarta" (M Joch. orti það, er viss um að hann hefur verð glertimbraður við þá yrkingu), slíkir þemasöngvar eru söngvar fórnarlambanna. Vitanlega þarf maður að gera sér grein fyrir því sem aflaga fer í þessum heimi, en maður verður að passa sig á Kristssyndrominu, sem lýsir sér í því að, maður fer að bera ósýnilegan kross þar sem allur heimurinn er krossfestur . Er stundum hugsi þegar ég les sum blogg yfirlýsts trúfólks sem er fast í þeim pakkanum að bera krossinn, og sjá fjandann í hverju horni. Þá hugsa ég stundum " í hverju var frelsunin fóglin?".

En blessunarlega(þökk sé leynifélaginu þar sem nafnleyndin ríkir) þá eru nokkur ár síðan ég flutti úr táradalnum og lög eins og "nú liggur vel á mér"  og " öll él birtir upp um síðir" eiga betur við í mínu lífi í dag.

Allavega , allt að gerast og fullt af góðum hlutum í gangi. Alltaf einhverjir skuggar, nema hvað, en þá nýtur maður bara betur sólarinnar á milli.

Er í landi fram á mánudag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek sannarlega undir með þér og sammála um nefnda bloggara. Þeir gefa manni vonarglætu. Ég er í sama klúbbi og þú og er að reyna að halda löppunum á jörðunni í allri þessari vinstrigrænsku, lögguvæðingu, trúarofstæki,fórnarlambavæðingu, kvabbi og mjálmi forsjáhyggjunnar og hvað maður les ekki hér til að hrella sálu sína eins og maður gerir stundum þegar maður fer á hrylligsmyndir. Það er ákevðin skemmtun að gægjast þar inn, þótt maður svitni við hársrætur á stundum.  Hér held ég þó að sé nokkuð marktækt þversnið þjóðarsálarinnar og það er ágætt að hafa slíkt yfirlit. Líka gaman að sjá að menn blogga af sjónum og utan úr heimi og í raun, þegar allt kemur til alls, þá þykir mér bara assgoti vænt um þessa þversagnakenndu þjóð og vil heldur tilheyra henni en mörgum öðrum, sem þykja hærra settar.

Bloggið er raunar einn heljarstór kaffiskúr, þar sem menn geta tuldrað upphátt á milli þess, sem þeir tuldra ofan í bringu. Verst að maður getur ekki tekið kana eða olsenolsen með þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Benna

LOL tek undir með þér, ó mitt auma hjarta hefur maður ekki gengið í gegnum slíka tíma með tárin sífellt lekandi niður vangann af því lífið er svo óréttlátt og erfitt sem betur fer er svo ekki í dag, þetta er allt undir manni sjálfum komið hvernig maður tekur hverjum degi og hverju vandamáli fyrir sig því þau hætta svo sannarlega ekki að koma þrátt fyrir að vera stopp en maður getur tekið á móti þeim með bros á vör frekar en kross á bringu:)

Benna, 23.11.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleymdi nú að nefna Feminálfana, sem er stór yfirsjón. Þessir ofvöxnu rassálfar, sem spyrja akkuru akkuru. Akkurru má ekki loka alla karlmenn inni? Akkurru megum við ekki stjórna öllu? Akkurru eru allir svona pirraðir á öllu þessu akkurru?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Akkurru læturru sona Jónsteinarrrr? Akkurrru, akkurrru, hvað höfum vér gert þér?

Takk fyrir skemmtilegan pistil og undirrituð þakkar leynifélaginu heilmikið í alsgáðu lífsgöngunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 21:24

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert alltaf ratvís á það sem brennur helst á þjóðfélaginu og tekur á því helsta sem hrjáir þjóðarsálina þessa dagana.  Stundum fær maður alveg upp í háls af því sem er í gangi en oftast kyngir maður óþverranum og lagar sig að því sem er í gangi, ekki vil ég nú líta á það sem neinn kross að bera (enda telst ég ekki mjög trúaður á mælikvarða þjóðkirkjunnar).  Reyndar gef ég bara "skít" í allt sem heitir trúarbrögð minnugur þess að "flestar" styrjaldir eru sprottnar af "trúarbrögðum".

Jóhann Elíasson, 23.11.2007 kl. 21:32

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Haha já.

Þetta hyldjúpa óminnisdjúp hinnar heilögu réttlætiskenndar.

Jón Steinar. BLoggið er kannski nútíma lúkarinn ?

Benna: Já veit þú þekkir bölvaða dalinn. Finnst frábært hvað þér gegnur vel og færlsurnar þínar gefa mér mikið.

Jenný: Við erum ekkert smá heppin að hafa fattað leynifélagið.

Jóhann: Maður hugsar svo mikið á stímunum á sjónum. Þú þekkir það

Einar Örn Einarsson, 23.11.2007 kl. 22:30

7 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll frændi.  Gaman að lesa bloggið þitt.  Við þurfum að fara að fá okkur kaffi fljótlega.  Stefnum á það.

Einar Vignir Einarsson, 25.11.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 51363

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband