Nóvembertúr framundan

011ee55cf1176a99cec4dcc4765ace0dVindurinn gnauðar á glugganum. Gott að vera heima við kertaljós og notalegheit. Ég er sennilega að ganga frá íbúðarkaupum, þannig að sennilega eru rúmir 2 mánuðir til flutninga. Alltaf mikið mál fyrir mig að flytja. Ég virðist festa rætur þar sem ég bý mér heimili.  Mér þykir versti tíminn vera ákkurat eftir að ég hef tekið ákvörðun, og þar til ég er svo fluttur. Ég verð eins og í lausu lofti, þangað til.

Held ég kvíði mest fyrir því að fara að henda. Já henda einhverju drasli sem ég sé einhver verðmæti í. Yfirleitt eitthvað verðlaust drasl sem ég er búinn að pakka inn í tilfinningaumbúðir. Alveg ótrúlegt að maður skuli gera þetta aftur og aftur. Ekki svo að skilja að ég sé að safna rusli hehe, frekar að það virðast safnast til mín allskonar dót, sem ég tengi svo aftur við fólk sem gefur mér þetta eða ég tengi við með einhverju móti.

Svo eru það bækurnar mínar sem ég verð að hafa hjá mér. þær taka í við flutningana Cool, svo er það að drösla píanóinu á sinn nýja stað. Það er meira en að segja það að drösla heilli slaghörpu upp á 4. hæð. En........... þetta er verkefni sem á að leysa í janúar en ekki hér.

Framundan varðskipstúr. Typiskur vetrartúr , mikið af myrkri og allra veðra von. Gaman að vera tengdur við náttúruöflin. Get lítið bloggað á sjónum, en kíki við og les bloggin hjá hinum.

Allavega ein góð innivera bráðum á enda. Sjáumst Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Góða ferð á hafinu. Þið eruð að gera fína hluti hjá Gæslunni.

Magnús Þór Hafsteinsson, 5.11.2007 kl. 08:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með nýju íbúðina og góða ferð á sjóinn.  Hvað verðurðu lengi?

Jóhann Elíasson, 5.11.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir góðar kveðjur.

Verðum 16 daga.

Góðir hlutir hjá gæslunni já , en stofnuninni er sniðinn of þröngur stakkur í fjárveitingum.

Einar Örn Einarsson, 5.11.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 51396

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband