28.11.2012 | 14:18
Sjóferðabækur. Þröngsýnin og heimóttarskapurinn.
Hef verið hugsi vegna umræðunnar um sjóferðabækur.
Allt þetta er hluti af miklu stærra máli og er afsprengi kotungsháttar og landlægs hroka. Hrunið ætlar ekki að kenna stjórvöldum að hugsa útfyrir kassann. Það er ekki bæði sleppt og haldið.
Sjóferðabækurnar eru partur af alþjóðlegum samþykktum og partur af kerfi sem er gert til þess að þjóðirnar geti unnið saman. Sjóferðabækur, diplomataskilríki og þess háttar er hugsað til þess að staðfesta að viðkomandi þjóðríki tekur ábyrgð á einstaklingum ef þörf krefst. Flaggríki skips sem skráir í skiprúm staðfestir einnig sinn hluta ábyrgðar ef þörf krefst.
Nú er það þannig að við störfum í heimi sem er breytingum háður. Pólitískur óstöðugleiki og spilling er viðvarandi á ákveðnum svæðum í veröldinni. Sjóferðabækur gera m.a. mönnum kleyft að geta komist til skips á venjulegrar áritunar í vegabréf ( á ekki við um öll lönd) Eins rétt manna til að ferðast á ákveðnum sjómannamiðum sem eru sveigjanlegri og leyfa meiri farangur. Mörg flugfélög krefjast þess að menn sýni sjóferðabók til staðfestingar á að viðkomandi geti nýtt sér slíka miða.
Svo eru það mörg lönd sem neita mönnum landgöngu án sjóferðabókar.
Allar nágrannaþjóðir okkar eru með sjóferðabækur sem uppfylla skilyrði til þeirra. Frændur okkar Færeyingar eru með slíkar bækur sem eru til fyrirmyndar.
Svo er það hin hliðin.
Fyrir hrun stóð ég fyrir málþingi um íslenska farmannastétt. Og nauðsyn á því að greiða veg íslenskrar farmannastéttar. Leiddi ég að því rök að ef hægt væri að leiðrétta kjör og umhverfi íslenskra farmanna væri það ígildi álvers í stöðugildum.
Nú eftir hrun erum við margir sem störfum í offshore. Sem er alþjóðlegt starfsumhverfi við framkvæmdir í hafi. Mikilvægt er þegar hér er komið að byrja að hugsa um sjómenn í þvi samhengi en ekki að sjómaður = fiskimaður. Góðar tekjur eru það sem við færum inn í landið. Stjórnvöld sjá sér ekki fært að gefa út sjóferðabók til að greiða fyrir okkur þannig að við verðum ekki 2. flokks starfsfólk í þessu alþjóðlega umhverfi.. Við samanlagt erum komnir í álvers ígildi í launum. ENGINN kostnaður við umhverfismat, rammaáætlanir, virkjanir eða framkvæmdir. Störfin eru til staðar. Okkar að grípa þau. Danir nágrannar okkar eru þjóða fremstir að flytja út þekkingu. Til þess að það lánist þá þarf að hugsa út fyrir kassann. Fara eftir samþykktum og lögum og hjálpa því fólki sem hefur haft þann metnað og kjark að bjarga sér og komast í góð störf. Vilja íslensk stjórnvöld að ég sæki um norskt ríkisfang svo ég þurfi ekki að vera færður til hliðar með byssuhlaup í síðunni, vegna þess að ég get ekki fært sönnur á starfsvettvang minn vottaðan af mínum stjórnvöldum?
Allt þetta er hluti af miklu stærra máli og er afsprengi kotungsháttar og landlægs hroka. Hrunið ætlar ekki að kenna stjórvöldum að hugsa útfyrir kassann. Það er ekki bæði sleppt og haldið.
Sjóferðabækurnar eru partur af alþjóðlegum samþykktum og partur af kerfi sem er gert til þess að þjóðirnar geti unnið saman. Sjóferðabækur, diplomataskilríki og þess háttar er hugsað til þess að staðfesta að viðkomandi þjóðríki tekur ábyrgð á einstaklingum ef þörf krefst. Flaggríki skips sem skráir í skiprúm staðfestir einnig sinn hluta ábyrgðar ef þörf krefst.
Nú er það þannig að við störfum í heimi sem er breytingum háður. Pólitískur óstöðugleiki og spilling er viðvarandi á ákveðnum svæðum í veröldinni. Sjóferðabækur gera m.a. mönnum kleyft að geta komist til skips á venjulegrar áritunar í vegabréf ( á ekki við um öll lönd) Eins rétt manna til að ferðast á ákveðnum sjómannamiðum sem eru sveigjanlegri og leyfa meiri farangur. Mörg flugfélög krefjast þess að menn sýni sjóferðabók til staðfestingar á að viðkomandi geti nýtt sér slíka miða.
Svo eru það mörg lönd sem neita mönnum landgöngu án sjóferðabókar.
Allar nágrannaþjóðir okkar eru með sjóferðabækur sem uppfylla skilyrði til þeirra. Frændur okkar Færeyingar eru með slíkar bækur sem eru til fyrirmyndar.
Svo er það hin hliðin.
Fyrir hrun stóð ég fyrir málþingi um íslenska farmannastétt. Og nauðsyn á því að greiða veg íslenskrar farmannastéttar. Leiddi ég að því rök að ef hægt væri að leiðrétta kjör og umhverfi íslenskra farmanna væri það ígildi álvers í stöðugildum.
Nú eftir hrun erum við margir sem störfum í offshore. Sem er alþjóðlegt starfsumhverfi við framkvæmdir í hafi. Mikilvægt er þegar hér er komið að byrja að hugsa um sjómenn í þvi samhengi en ekki að sjómaður = fiskimaður. Góðar tekjur eru það sem við færum inn í landið. Stjórnvöld sjá sér ekki fært að gefa út sjóferðabók til að greiða fyrir okkur þannig að við verðum ekki 2. flokks starfsfólk í þessu alþjóðlega umhverfi.. Við samanlagt erum komnir í álvers ígildi í launum. ENGINN kostnaður við umhverfismat, rammaáætlanir, virkjanir eða framkvæmdir. Störfin eru til staðar. Okkar að grípa þau. Danir nágrannar okkar eru þjóða fremstir að flytja út þekkingu. Til þess að það lánist þá þarf að hugsa út fyrir kassann. Fara eftir samþykktum og lögum og hjálpa því fólki sem hefur haft þann metnað og kjark að bjarga sér og komast í góð störf. Vilja íslensk stjórnvöld að ég sæki um norskt ríkisfang svo ég þurfi ekki að vera færður til hliðar með byssuhlaup í síðunni, vegna þess að ég get ekki fært sönnur á starfsvettvang minn vottaðan af mínum stjórnvöldum?
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 51511
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær pistill og þarfur. Þetta er orðið fáránlegt mál.
Ólafur Örn Jónsson, 28.11.2012 kl. 15:22
Takk fyrir :)
Einar Örn Einarsson, 28.11.2012 kl. 16:41
Góður :)
Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 17:39
Það var mál til komið að fjallað væri um þetta mál og ekki þekki ég neinn sem hefði fjallað betur um þetta. Vonandi rumska stjórnvöld eitthvað...
Jóhann Elíasson, 28.11.2012 kl. 18:05
Blessaður Einar Örn. Þú vekur máls á grafalvarlegu máli sem þarf að taka á. Ég hef í raun aldrei skilið þá stöðu sem þeir sem þurfa að vera í þessu starfi, hvort þeir eru íslenskir eða frá öðru ríki sem gerir út á sama hátt, þurfa að búa við. Hvað um það, þessu þarf að breyta - annars gott að frétta af þér gamli vin... hafðu það sem allra best.
Eiríkur Hreinn Helgason, 28.11.2012 kl. 22:49
Góður pistill hjá þér.
Halldór Logi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 23:24
Þakka ykkur fyrir.
Það þarf viðhorfsbreytingu heima svo sannarlega. Það vantar oft inn í alla umræðu heima að þar hefur orðið menningarbylting. Samfélagið er svo gjörólíkt því sem var. Fiskimanna og bænasamfélagið sem ég óx upp við heima á Akranesi er ekki lengur veruleiki, Aðeins góð minning. Í dag er heimurinn allur undir sem atvinnusvæði margra. Í ljósi þess þarf að beina kröftunum inn í framtíðina. Breytingarnar á samfélaginu munu aldrei ganga til baka. Það er staðreynd. Þess vegna þarf að ganga hreint til verks og uppfylla alþóðleg ákvæði sem þetta. Það er eins og kerfið heima gangi að því sem vísu að alþjóðasamfélagið taki okkur endalaust sem aftursætisfarþegum. Sá tími er líka liðinn. Nú er bara að halda áfram og sækja í stað þess að lifa í nostalgískum hugsunum. Eiríkur gamli vin mikið var gaman að heyra frá þér . Kærar kveðjur.
Einar Örn Einarsson, 29.11.2012 kl. 00:19
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ég hafði enga hugmynd að þetta væri í þessum ólestri sem raun ber vitni....Frábær pistill!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.11.2012 kl. 02:14
Já Þakka þér Guðrnún Magnea. En svona er veruleikinn því miður .
Einar Örn Einarsson, 29.11.2012 kl. 03:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.