Snúrublogg 13 ár án áfengis.

Skrýtið að hugsa til baka í dag 26. maí 2012 til dagsins 26. maí 1999.

Sá dagur virðist í senn svo nærri og fjarri. Síðan þennan örlagaríka dag hefur líf mitt tekið algjörum umskiptum. Ég hefði aldrei trúað því á þeim tímapunkti að þróunin hefði orðið á þann veg sem raunin er.

Þegar fokið er í skjólin , hinn barmafulli bikar er tæmdur og barmar hans nagaðir þannig að blæðir undan við hverja snertingu, er vonin víðs fjarri. Veruleikinn er vanmetakennd, ótti og kvíði sem togast á í sálartetrinu. Hugsanirnar sem taka völdin í huganum eru á fleygiferð, líkt og á breiðtjaldi koma hugsanirnar fram í sífellu. Ekkert virðist geta stöðvað þetta nema eitthvað hugbreytandi efni, gjarnan í formi vökva eða tala ekki um huggunarrík lyf læknisins. Þá hægir á þessu um sinn, þar til óminnið tekur við. Það að flýja sjálfan sig inn í þoku vímunnar er ömurlegt.

Allt lífið hefur tekið mið af þessu. Allt miðað að því að geta á auðveldan hátt komist í gerfilausnina. Allar ástæður notaðar fyrir "einum köldum" sem varð sjaldnast einn.

Í veikum mætti reynir maður að stöðva þennan feril með ásetningi, í timburmönnunum og strengir þess heit að hætta þessu. En það hátíðlega heit varir vart daginn á enda. Þá hefur þráhyggjan tekið völdin á ný, breiðtjaldið hefur sýningar á enn einum þættinum af Einari ömurlega og til að geta slökkt á því er gripið til sömu vonlausu ráðanna. Einn kaldur bjór eða gin og tónik. Bara einn sko bara einn. En þráhyggjan hlustar ekki á það og óminnið er handan horns.

Þetta er svo ömurlegt líf. Depurðin og þunglyndið grafa sig inn í hugann. Leikarinn  nær að spila yfir þetta á köflum, sérstaklega í 3. glasa stemmingunni. En sá ofleikur virkar bara út á við, og aðeins um stund.

Ég hafði beygt inn í öngstræti. Framundan fór ljósasturunum fækkandi og aðeins myrkur í endanum, hvað í raun og sann beið í myrkvuðum enda strætisins vissi ég ekki, en ég vissi að það var ekki gott. Örvæntingin jókst. Yfirsnúningur. Stoltið, hrokinn og óttinn ekki gott veganesti... En góðu heilli þá gafst ég upp. Gat ekki meir. Var alveg búinn. Guð hafði rokið upp um rjáfur kirknnanna og ég hafði tekið við því hlutverki líka og bar krossinn og þyrnikórónuna í von um að aðrir sæu þjáningu mína og fórnir.

26 maí 1999 gafst ég upp. Ég leitaði til leynisamtakanna og bað um hjálp.

3 árum síðar tók ég ákvörðun um að fylgja þeim aðferðum sem koma frá sömu samtökum.

Á þessum tíma hef ég fengið gjörsamlega nýtt líf. Ég get ekki lýst því hvað er gott að komast út úr þessum myrkviðum. Og út í ljósið. Að geta lifað einn dag í einu í sátt við sig sjálfan. Minn æðri máttur kom inn í líf mitt að nýju. Hver hann er veit ég varla sjálfur, en ég veit hvað hann er, og það nægir mér.

Líf mitt er ævintýri líkast. Ég er svo óendanlega þakklátur. Í auðmýkt þigg ég það að lifa í náðum. Ég þakka mínum æðri mætti.  Ég þarf að halda mig í þessum farvegi. Sjúkdómurinn liggur í leyni og slær áður en varir. Það sem ég þarf að gera, einn dag í einu, er að viðhalda löngun minni til betra lífs og fylgja þessum einföldu reglum sem felast í lausninni. Og viðhalda vitundarsambandi mínu við minn æðri mátt og annað fólk sem lifir í lausninni.

Lífið er svo allt öðruvísi en ég hafði nokkurntíma planað og hugsað mér. Ég er á starfsvettvangi sem ég blómstra í og nýt í botn, í starfi sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér fyrir 13 árum. Á líf sem gefur mér svo mikið. Er í sambandi sem er ekki á mínum sjálfhverfu forsendum heldur þar sem við báðir fáum rúm og tóm til að blómstra. Við eigum heimili í 2 heimsálfum og njótum beggja.

Allt er þetta hægt fyrir alla. Bara að þiggja þá lausn sem er í boði og að feta veg sem svo margir hafa gengið á undan. Veg sem er byggður á reynslu og æðri handleiðslu. Copy of Thailand feb og mars 2012 102

 Ef þú ert á þeim stað sem ég var á fyrir 13 árum þá er þér þessi leið fær, Bara að rétta út höndina og tala við eitthvert okkar í leynifélaginu. Við munum leiða þig. Það eina sem þú þarft að leggja til málanna er viljinn til að hætta, viljinn til að  fara út úr svartnættinu.

Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með þennan glæsilega áfanga Einar.  Þessi árangur þinn kemur mér alls ekki á óvart því eftir að hafa kynnst þér þá hef ég þetta um þig að segja: ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTLAR ÞÉR ÞAÐ GERIR ÞÚ..............  Enn og aftur til hamingju........................

Jóhann Elíasson, 26.5.2012 kl. 13:34

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir það Jóhann minn, þykir vænt um þessa kveðju frá þér. Les bloggið þitt reglulega, þó svo að ég bloggi ekki mikið þessa dagana.

Einar Örn Einarsson, 26.5.2012 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband