Færsluflokkur: Bloggar

Töfrar í Thailandi. Hamingja og hiti.

 

Orlofið heldur áfram. Líkt og heima líður tíminnn áfram með sínum þunga, hvar sem maður er staddur í veröldinni.

Eftir að hafa notið morgunverðar með Donna og Bjögga, þá var næsta vers að hitta bílastjórann hennar Reno, sem er vinkona Donna og rekur ferðaskrifstofu hér í Phuket. Erindið, að fara út á flugvöll og sækja Preccha H. Naksuwan, öðru nafni Pong, sem ég hef verið að tala við, meira og minna síðan haustið 2006 ,  höfum verið í daglegu sambandi lengi.

Ég skaðbrenndur á löppunum, íklæddur síðum tvöföldum íþróttabuxum, með hatt og sólgleraugu að fara að hitta hann í fyrsta skipti. Er yfir höfuð hægt að vera hallærislegri við slíkar aðstæður? Hvað um það. Allir múlatta , thai og arabadrengirnir í sölubúðunum í þröngu götunni að Patong Villa þustu að bílnum, „Boss, you going? Where you go? Wanna shop first?, nice dress, special deal for you my friend."  AF stað var haldið út á flugvöll. Fórum óhefðbundna leið þangað, vegna þess að við höfðum góðan tíma. Gat séð þetta allt saman betur núna í dagsljósinu, og ekki verra að hafa skemmtilegan guide og bílstjóra svona prívat.

Komum á flugvöllinn, og allt flug á áætlun.  Flugið hans no 218 frá gamla herflugvellinum í Pattaya á áætlun kl. 1405. Eins og í bíómynd ( af betri gerðinni)  var senan þegar ég beið við hliðið, eftirvænting, efasemdir, vanmáttur og allur pakkinn. Fólk, af öllum gerðum kom út um hliðið. Er þetta hann? Nei.... þarna... Nei..... Svo þarna langt fyrir innan glerin var hann , blik í auga.... bros..... bros á móti.

Hvað get ég sagt? Segi sem minnst. Þarf ekkert að segja . Sumt á heima á prenti, sumt á milli tveggja persóna. Nokkur stykkorð fyrir ykkur: Vellíðan , líkt og draumur rætist, hiti að innan sem utan, snerting, gagnkvæmt, fegurð ytra sem innra. Báðir með fortíð Pong verður 32 í haust, ég verð 45.

Áttum dag saman á  suite 310 Patong Villa sem ég veit að við gleymum seint, báðir tveir. Fórum um kvöldið út að borða með Hvalrekafélögum sem höfðu um daginn verslað nauðsynjar( SURE) legið á ströndu og átt góðan dag. Borðuðum saman allir um kvöldið á veitingastað sem er á aðalgötunni, ekki langt frá Paradise complex, þar er röð veitingastaða, með alvöru THAi food.

Daginn eftir , sameiginlegur morgunverður. Keyptum á mig léttar bómullarbuxur vegna brunans. Leigðum okkur mótorhjól og Pong keyrði, ég aftan á , við tveir. Keyrðum yfir 3 fjöll. Til Phuket town, fórum í dásamlegt musteri þar sem Pong vildi fara inn og þakka Buddha fyrir MIG að ég skuli hafa hitt hans hjarta. Dýragarðurinn heimsóttur. Borðuðum á orginal veitingastað úti í rjóðri, hvar falang ( útlendingur) er greinilega ekki daglegur gestur. Svo ótrúlegur staðurr þarna í rjóðrinu . Pong fór og keypti Aloah Vera plöntu af bónda, fyrir fætur mínar.Yndislegur dagur. Um kvöldið fastur matarfundur hvalrekans hvar flutt eru erindi um ævintýri dagsins , svona rapport, líkt og við morgunverðinn. Dagurinn endar heima á 310 í aloah vera treatment hjá Pong, en hann hefur tekið það að sér að græða þetta, og á umdarlegan hátt er þetta að gróa mjög fljótt. Að vera á mótorhjóli, léttklæddur í 38°c hita á 70 km hraða var ótrúleg reynsla.

Næsti dagur tekinn snemma  Reno sjálf fór með okkur í dagsferð í bílnum sínum. Við skoðuðum perluverksmiðju og fórum út á perlubúgarðinn, dæmigerðum báti innfæddra. Eftir að skoða það, samdi Reno við bátsformanninn að sigla með okkur í kring um nærliggjandi eyjar. Fórum í land á eyju sem er með luxushótelum fyrir þotuliðið og vinsælt til brúðkaupa. Drukkum þar kaffi. Svo meiri sigling. Svona exslusive, sem við hefðum ekki fengið nema vegna Reno. Fórum á fílsbak þegar við komum í land. Þetta er allt saman ótrúlegt. Fórum svo á veitingastað uppi á fjalli þar sem sést yfir alla eyjuna og út á sjó. Staður sem er ekki auglýstur fyrir túrista, er svona  Holtið og Grillið þeirra innfæddu. Maturinn og útsýnið þar.......................vantar lýsingarorð. Ekki verra að njóta svona dýrðardaga með Pong sem gerir þetta ferðalag í annari vídd.

Fastir liðir um kvöldið. Pong langt kominn að græða á mér fótinn, hann hefur líka grætt í mér hjartað, svei mér þá.

Í gær hittum við Than hans Donna loksins. Hittumst allir í morgunverð. Við Pong tókum góða sisetu og svo á ströndina. Áttum dag þar sem ég mun koma inn á í næsta kvenfélgabloggi, þar sem verður tekin önnur sýn á það hehehe.

Frábært kvöld með okkur öllum Pong, Than og Ben strákur sem Bjöggi kynntist. Fórum út að borða og Thailendingarnir okkar pöntuðu mat, hvern réttinn á fætur öðrum, hver öðrum betri og framandi. Ég elskan þennan mat. Strákarnir mokuðu í okkur mat, bókstaflega ef við opnuðum munninn þá var kominn matur inn fyrir varirnar. Kvöldið endaði með því að Thailendingarnir 3 voru allir í konsizeinu hjá okkur Pong, þar sem við vorum eins og bland af jógum og unglingum, þar sem ég lagði Tarot fyrir Tan og Ben , en við Pong lásum úr því saman (enn eitt sem við Pong eigum sameiginlegt).Var að hugsa eftir að strákarnir fóru, og við fórum að ganga frá, þá er tilfinningin eins og við Pong höfum verið saman í einhver ár, hann upplifir það líka.

Í dag er fimmtudagshádegi. Siesta hjá okkur. Ég ligg með laptopinn í fanginu og Pong hjúfrar sig að mér og sefur. Fullt að gera í dag. Pattaya á morgun.

Ekki haft mikinn tíma að blogga.

Þakka góðu kommentin. Við höfum það gott allir og ég er að upplifa hamingju og hluti sem ég vissi ekki að gætu verið til.

Fyllist þakklæti og auðmýkt gagnvart því. Mikið er Guð góður.


thailand. Pollýanna, Computer says No og Kvenfélagið Hvalreki

 

Já kvenfélagið Hvalreki, gerir víðreist. Hinar fjórar félagskonur að meika það í útlöndum.

Þar má nefna Donaldínu sem arkar um hálfsjónlaus, Madam von Bergen sem haltrar við hlið hennar, og svo Baldintáta sem navigerar hersinguna, hinar þrár sýnilegu og hina ósýnilegu Pollyönnu sem hefur alveg geggjað mikið að gera í hrakförum félagsins, á leið til útlanda í sælu og sól. Sundum er svo mikið hlegið þrátt fyrir mótbyr í upphafi, að liggur við öngviti. Þar bjargar blessað sporakerfi AA og Alanon.

Allt hófst þetta upp á Leifi, hvar félagið stormaði inn í tékkinn salinn, sem var auðvitað búið að breyta eitthvað, enn einu sinni. Svipbrigði heimsborgaranna eins og meitluð í ásjónurnar á hinum lífsreyndu ferðalöngum. Þegar gengið var inn í salinn.

Vitanlega var tékkað inn rafrænt, og eins og að drekka vatn runnu í gegn um tölvurnar bókanir Donna og Bjögga.

Þá var komið að undirrituðum. Hermaður þjóðarinnar  saltstorkinn og hrakinn barasta nær engu sambandi við tölvudrusluna. Það var bara „COMPUTER SAYS NO!!!!!!!!!" Þverhausinn Einar Örn Einarsson ekki tilbúinn að játa sig sigraðan. Það var gengið á línuna á þessum rafrænu inntékkunardömum, og sama svarið hjá þeim öllum.

Fóru nú að renna tvær grímur á ferðalangana. Ákveðið var að halda á vit hinna HOMO sapiensku starfsmanna Flugfélagsins sem elskar alla og vill  allt fyrir alla gera.

Og hvað haldið þið?????????? ........................... Já rétt svar „COMPUTER SAYS NO" ARRRRRRRG!!!!

Hver um aðra þvera fóru þokkagyðjurnar að berja á hinum rafrænu stallsystrum sínum, og allar sungu sama lagið. Computer says NO. Illt var í efni, navigatörinn var bókaður út 6. Mars í stað 28. febrúar. HRIKALEGT.

Hófst þá orrahríð um að fá hið þjónustuglaða félag til að redda málunum. Blíð og móðurleg sagði ein af hinum mannlegu. Já ef þú borgar 65 000 krónur, þá kemstu með vélinni............... ÉG: „ HA"  Donni: „ HA", Bjöggi „WHAT", Flugleiðakona: „Dæs" Einar Örn Einarsson : „Hvurslags eiginlega banana endemis flugélag er þetta????" Donni: „ er það bara computer says no?, er Little Britain eftir allt raunveruleikaþáttur?" EÖE: „ Kemur ekki til greina"

Sögumaður: Nú var illt í efni. Kvenfélagið Hvalreki að liðast í sundur á stofndeginum. Yfirlýsingar eins og „ ég fer ekki neitt þá", „má ég tala við yfirmanninn" , „ er hlutverk þessa félags að r.... fólki í þurr. R......ið?" Hinar mannlegu snerust í hringi og vandræðagangurinn í botni. Búið að tala við platínukortsneyðarsímann, og vitanlega bæta þau ekkert slíkt (smáa letrið munið þið). Drottinn blessi masterkard og þeirra manngæzku. Þá er svo komið í sögunni að EÖE segir: Inn með ykkur, ég bíð eftir yfirmanninum og ef ég næ að tala yfirmanninn til þá kem ég , annars ekki, Tala við Iceland express og Thai air og kem á morgun.

Dramatíkin var komin í fast form uppi á Lefi, hefði mátt skera andrúmsloftið. EÖE stillti sér framan við eina mærina og mændi á hana, á meðan beðið var eftir yfirmanni sem átti að mæta kl. 0800GMT. Þss má geta að EÖE var ekki með hvolpaaugun á starfsfólki þjónustufyrirtækisins sem þjónar fólki um loftsins vegu. Já SÆLL eigum við að ræða það frekar?

Leið nú og beið. Ekki kom yfirmaðurinn fyrr en eftir nokkrar LANGAR mínútur ( vitanlega var þreifandi bylur úti í tilefni dagsins)

Hófst þá nýtt atriði sömu setningar. Kúnninn missti sig aldrei, hélt sig á hinni þunnu línu háðs og ádeilu með þungum undirtóni hins ósátta viðskiptaVINAR, já ekki slæmt að eiga svona vináttu ha??

Hófst nú þófið. Dæmið endaði að EÖE fékk að borga kr 35000 krónur, sem gerir þetta Londonflug dýrara en samtals sólarhrings lúxusflug  frá GB til THAI. Dásamlegt, við erum svo heppnir íslendingar að hafa svona gott flugfélag. Endilega ef þið getið séð af aurum, þá látið eitthað af hendi rakna til ICELANDAIR.

Nema hvað á síðustu stundu hljóp EÖE um borð við mikla gleði félaganna.

Leið svo og beið. Allar tölvur í Little Britain (the real) sögðu ekki NO, og allt gekk snurðulaust og Thai airways flaug okkur til Bangkok , það mesta lúxusflug sem ég hef á ævi minni kynnst. ( ónefnt þjónustuglatt félag á norðurhjara mætti alveg læra af þeim). Svo var flogið til Phuket í leðursætum og næs. Við sóttir og beint á hótel Green Mountain. Donni og Bjöggi fengu sína herbergi. EN hvað haldið þið................Þegar kjellinn ætlaði að heimta lykil af sínu tímabundna heimili. Þá bara kom: Computer SAYS NO!!!!!!!!!. Yfirbókað hótel.... Gussi og Pollýanna redduðu þeirri senu sem endaði í hlátursdellu og ég þurfti að gista upp í kingsizeinu hans Donna. Svo mikið var hlegið eftir nett Drottningaköst að Thaillendingarnir litlu göptu á þessa ísbirni. Farið var ofan í bæ borðað úti á  útiveitingastað í 31°c hita,bilaðu hlátur og sæluvímuköst, og allt vitanlega í þessum yndislega EDRU gír , en von Bergen hélt uppi heiðri hinna virku, og það með sóma.  Svo var haldið í tveggja tíma ilmolíunudd........ÉG er að segja ykkur, hvílík opinberun, hvílík líkn og slökun eftir  rúmlega 30 klst ferðalag.

Daginn eftir : Morgunverður kl 0900 pronto. Legið við sundlaugina  í dásamlegu yfirlæti. Svo fundur með Hótelstjóra. Lausnin var að við vorum upgradeaðir á Patong Villa ofan í bæ, rétt við Patong ströndina og allar búðirnar. Kvenfélagið allt pakkaði saman á mettíma. Hélt síðan leiðar sinnar í Patong Villas, sem er í bakgarði og ekið er inn um þrönga götu sem er FULL af litlum búðum sem selja allan Fj. Múlattadrengir, Thailendingar og Arabar bókstaflega ætla að kæfa mann í athygli og brosum. Farið var í lobbyið og Donni fékk herbergi 314, Bjöggi 315 og hvað haldið þið................ The computer SAID NO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég barasta hné niður af hlátri. Fall er fararheill , allt er þegar þrennt er. Ég fékk reyndar herbergi no 310 seinnipartinn. Farið var á ströndina, þar fengum við Donni okkur manicure, peticure og fótanudd. OPINBERUN!!!!!! Á ekki orð að lýsa þessu.

Skaðbrenndi á mér lappirnar. bar á allt nema ákkúrat á fæturnar. Sat undir sólhlífum í allan dag.........allur nema téðar lappir. Mikið búið að rjóða á þetta af ALOA vera og áburðum, þetta mun ganga yfir. Fórum út að borða aftur og svo aftur í nudd. Ég er aðsegja ykkur það.. ég er með mjúka fætur eins og barn. Slakur og sæll . Ekkert sólbað á morgun. Sæki Pong eftir hádegið. Engin smá spenningur. Hann er margbúinn að hringja, hann er svo spenntur. Ég er með alla fyrivara á , en samt fullur tilhlökkunar og forvitni.  Smá "brennt barn forðast eldinn "og "ég trúi þessu ekki" að berjast í mér

Semsagt ótrúlegt, góður andi og afslappaður hjá okkur, hver má bara vera nákvæmlega sá sem hann vill vera.

Lærdómur. Mæta öllu klúðri með Pollýönnu, opnum huga og viðhalda batanum. Hér er mikið brosað, í þessu ótrúlega landi. Ergo: Jákvæðni með bros á vör

Kveðja frá Kvenfélaginu Hvalrekanum.


Heathrow í heilan dag.

Búnir að dvelja á Heathrow heilan dag.

Bölvað klúður í morgun. Bókunin mín fokkaðist upp. Þurfti aðpunga út 35.000 kr extra. PIRRR. meira um það síðar. Voandi er fall fararheill

Förum í loftið kl 2125 GMT

Gaman að fylgjast með mannhafinu á Heatrow. Gaman hjá okkur félögum.

MEira siðar.

Thailand here we come.

Kveðja heim.


Heim af sjó , í snó og beint út í sólina.

TYR THURR AFTUR FYRI BOGSKRUFU Einn brælutúrinn enn að baki. Búið að vera afar illviðrasamt á hafinu í vetur. Þessi mynd var tekin af Friðrik Höskuldssyni úr gæzlufokkernum TF SYN, við leit að flugmanni suður af landinu í vitlausu veðri. Það tekur á að leita við svona skilyrði. Því miður án árangurs í þetta sinnið.

En nú heldur maður áfram að spreða, búinn að versla íbúðina, núna skal maður fara til útlanda, án þess að vera í vinnuerindum.

Fer í fyrramálið til Lundúna, svo næturflug til Bangkok, og svo þaðan flogið til Phuket.

Hálf ótrúlegt barasta. Við Donni vinur loksins að fara svona langa ferð saman. Bjöggi slóst með í hópinn. Svo kemur Böðvar þarna út, Öddi Karls, og Kristján Sig, ásamt fleirum.

Aldeilis saumaklúbbur þar á ferð. En eitt er nokkuð ljóst ekki verður mikið drukkið af þessum góða hópi. En því meira gert af góðum hlutum.

Hlakka til að hitta Than hans Donna, og síðast en ekki síst Pong, sem ég hef verið í nánast daglegu sambandi við í gegn um vefinn síðan síðla árs 2006. Rosalega spennandi að sjá hvernig það þróast. Það er sama spennan hans megin, en við munum hittast í Phuket, en hann býr í Pattaya. Það var ákvörðun okkar að hittast á hlutlausu svæði fyrst í stað. Erum meðvitaðir um að þetta geti farið á báða vegu.

Allavega ég mun skella inn einhverjum bloggum frá THai.

 


Er varadekkið í lagi? Hver kemur þér til bjargar?

100_0130Var að lesa bloggfærslu núna áðan hjá kjartanvido.blog.is sem spyr á þá leið, hvar var þinn flugeldasali í, öllum útköllum björgunarsveitanna í gær og nótt?

Björgunarsveitir okkar vinna gríðarlega mikilvægt starf. Til þess að geta starfað og rekið sín dýru tæki þarf mikla fjármuni, ég kannast við það sem björgunarmaður í sjóflokki.

Björgunarsveitirnar byggja af stærstum hluta á ágóðann af flugeldasölu til landans. Á hverju ári bætast við fleiri gróðapúkar inn á flugeldamarkaðinn og skerða möguleika björgunarsveitanna til sinnar fjármögnunar.

Mér verður hugsað til orða sr. Lárusar Halldórssonar, gamals vinar, sem notaði líkinguna um varadekkið gagnvart trúnni, að of margir sinna illa trúarlífi sínu, fyrr en það springur hjá því og fólk kemst að því að varadekkið er ekki í lagi, eða jafnvel ekki í skottinu.

Er varadekkið í lagi hjá þér? Viltu hjálp í neyð? Viltu hjálpa þeim sem þú ætlast til að hjálpi þér?

Tilvalið að velta þessu fyrir sér í tíðum óveðrum á tímum anna hjá björgunarfólki.

Við erum svo fljót að gleyma, í góðviðrisköflum og tímabilum þar sem allt leikur í lyndi, er eins og við gleymum þörfinni fyrir vel búnar björgunarsveitir. Kannski vegna þess að megnið af þjóðinni er komin svo langt frá náttúruöflunum að hún gerir sér ekki grein fyrir samspili manns og náttúru. Líkt og samfélögin til sjávar og sveita hafa þurft að eiga við frá alda öðli. 

Eitt er víst að á eldfjallaeyju eins og Íslandi, mitt í farvegi veðra og vinda er þörf fyrir öflugar björgunarsveitir, sem byggja á sjálfboðaliðum.

Eins má ekki gleyma að hlúa að því atvinnufólki sem við eigum í slökkvi, sjúkraliðum, lögreglu og landhelgisgæslu. Það má ekki "hagræða" svo mikið í rekstri þeirra að það sé vart til fjármagn til eldsneytiskaupa eða launa. Því þarf að halda til haga fyrir þingmenn og þá aðra sem ráðstafa opinberu fjármagni. Þekki til þess, þar sem ég starfa hjá einum þessara aðila.

Allavega. Björgunarfólk klapp á ykkar bak, þið eruð búin að standa ykkur vel eins og vant er Smile

 Til ykkar hinna. Hvar ætlar þú að versla flugelda næstu áramót?


Að þreyja þorrann. Það er auðveldara heima í stofu en á sjó í skítabrælu.

Kominn heim.

Sestur við gluggan góða. Alltaf gott að koma heim, og sannarlega er ég kominn heim. Sú tilfinning er alveg skýr og klár, þótt ég sé í fyrsta sinn að koma heim af sjónum og hingað á Skeljagrandann.

Búinn að kíkja á bloggin á sjónum þegar ég hef haft tíma til á frívöktunum. Get gefið komment þaðan, en ekki bloggað. Það er í góðu lagi.

Það er búið að vera algjör brælutíð á hafinu, barasta síðan í nóvember, skelli inn myndum hérna með handa ykkur. Augnhæð í brúnni á flaggskipinu er tæpir 11 metrar. 02.02.2008 021Þetta er að sjálfsögðu afar hressandi. Lítið ryk fellur á skipið (grín sko) og getur verið gaman að sjá tilburði sumra við að ganga á milli staða í svona hreyfingu.

02.02.2008 008En einhvernveginn þá er þetta eitthvað sem sumum hreinlega líkar. Það er sagt sem svo að sumir hafi sjómennsku í blóðinu. Ég tek undir það. Árum saman streittist ég á móti. Vann í landi átti minn karríer þar, en svo að lokum lét ég undan. Það að vera svona andspænis náttúruöflunum er barasta eitthvað sem erfitt er að lýsa. Einhver orti sem svo:

" Ég elska hafið æst

er stormur hvín.

Ég elska það er kyrrð og ró þar býr."100_0254

Ekki svo að skilja að ég vilji hafa endalausar brælur, öðru nær, heldur er þetta eitthvað að upplifa sig nær þessum kraftaverkum náttúrunnar. Í gærmorgun átti ég dýrðarferðir í léttbáti á milli skipa, þá dúraði á milli lægða. Það eru oft góð augnablik. Eins í morgun var dásamlegt að upplifa morgunárið í nánast heiðríkum himni fyrir austurlandi í skjóli fjalla og fjarða, eftir stjörnubjarta nótt. Maður kemst í ljóðræna stemningu og finnur smæð sína gangvart því undri sem lífið svo sannarlega er, og þakklæti fyrir að fá að upplifa allt þetta, og ekki verra að vera allsgáður gaur. Tounge

 

En hvað um það, gott að vera kominn heim, verk að vinna, hér á þessu heimili er ég bæði húsbóndi og húsmóðir. Húsverkin bíða, blessuð þvottavélin þarf sína athygli. blogga meira fljótlega.

 

 


Laugardagskvöld og lífið gengur sinn gang, litið um öxl.

Búinn að búa hér í viku.candlelight

Skrýtið, mér finnst eins og ég hafi barasta búið hér lengi. Undarlegt það. Er að mestu búinn að koma mér fyrir. Yndislegt matarboð að baki hér í kvöld. Sit hér á uppáhaldsstaðnum, sem er spjall og kaffiborð með 2 djúpum stólum sínum hvoru megin, við kertaljós. Hér sé ég alla leið suður með sjó til Keflavíkur, sem ég gisti í 11 ár.keflavik

Í Keflavík átti ég mínar bestu og verstu stundir í lífinu. Má segja að líf mitt hafi farið allan rússibanann í tilfinningabrautinni þarna. Mikil gleði og miklar sorgir þar. Svo sit ég hér við gluggann, horfi þangað úteftir, hvar ljósin dansa í náttmyrkrinu. Þarna innan um þessi ljós var minn heimur í 11 ár. Þarna kynntist ég ástinni, sorginni, missinum, gleðinni, starfsánægju, fyllingu í lífinu og dásamlegu fólki. En þarna brann ég líka út , uggði ekki að mér, niðurbrot, kvöl og angist. Þar flúði ég inn í þoku áfengis og lyfja og náði til botns. Eins , innan um þessi sömu ljós fékk ég nýtt upphaf og nýja von. Ég þurfti í kjölfarið að berjast við gamla drauga fortíðar frá barnæsku, sem höfðu legið sem mara á mér, í launsátri, ígildi púðurtunnu. Innan um þessi ljós, suður með sjó tók ég ákvörðun, um nýtt upphaf, nýja stefnu í öllu mínu lífi. Ný menntun, nýtt starf, nýjar slóðir.

Eftir að hafa tekist á við alla þessa hluti og farið í gegn um sársaukann, barist við draugana og gert við þá sátt að endingu, á ég nýtt líf. Þetta hafa verið nokkur ár, aldeilis frábær ár. Gamla starfið mitt í Keflavík mun alltaf fylgja mér, ég gríp í tónlistina ennþá, spila og syng. Hver veit nema ég fari á fullt í þá veruna á ný, hver veit?

En hér get ég hoft yfir flóann sem hefur verið starfsvettvangur minn síðari árin í hvalaskoðuninni á ELdingu í nokkur ár, svo varðskip og kaupskip. Hreint stórkostleg náttúra rétt fyrir framan nefið á borginni. Borginni sem er að breytast, úr samfélagi sem þekkti samhengið við láð og lög sem og lífríkið allt, í samfélag steinsteypu og hinna hörðu gilda. Allstaðar andstæður. Jing og jang.onEldingII

Ljósin suður með sjó minna mig á hverfulleika lífsins og það að maður verður að takast á við hlutina eins og þeir eru og það er alltaf hægt að setja punkt, sættast við hlutina, halda áfram og horfa fram á veginn. Endurnýja dag frá degi sinn innri mann, í sátt við Guð og menn.

Handan við flóann í norðurátt, blika ljósin á Skaganum, sem fóstraði mig í uppvextinum. Þar á ég alltaf heima. Þar liggja sporin. Þar liggja ræturnar.

Já ég sit hér við gluggann, sáttur við Guð og menn, og umfram allt þakklátur fyrir lífið eins og það er. Hingað er ég kominn vegna þess að ég hlustaði á innri rödd, tók ráðum góðs fólks og fetaði í fótspor fólks sem hittist reglulega og samhæfir reynslu sína styrk og vonir. faxafloi

Á stundum sem þessum finnst mér ég vera auðugur. Eftir velheppnað kvöld með góðum vinum, góður matur og gefandi samvera. Er hægt að meta slíkt til fjár?

Fer á sjó á mánudag. Meira síðar. Þakka góðar kveðjur með íbúðina.


Þá er ég fluttur

þá er kallinn fluttur. Kominn vestar í vesturbæinn. Sé yfir Seltjarnarnesið lítið og lágt. Stemmingin hér minnir mig á Skagann, sem er gott. Hef Akranes beint fyrir augum þegar ég keyri út götuna.0edf4a90c08d5bf8575f7fdbfabc6a4fEr alsæll með þetta. Fékk góða hjálp frá góðum vinum. Marta systir og hennar strákar voru eins og hetjur með mér í þessu. þau gistu hjá mér fyrstu nóttina. Flutti inn á laugardegi til lukku og fyrsta nóttin aðfararnótt sunnudags til sælu.Svo undarlegt sem það er þá virðist vera sterkt í mér að flytja ekki á mánudegi og helst ekki þriðjudegi heldur, arfur gamallar hjátrúar, það ætlar ekki að rjátlast af manni. Smile

473354c010bf9ffd0015bfe1800165c1

Mikið hefur maður margt að þakka fyrir. Þetta er 455. helgin edru.MAGNAÐ! Get lofað ykkur því að ég væri ekki á þessum stað annars. Svo er Thailandsferð eftir 45 daga. Það verður spennandi að fara með Donna vini mínum þangað. Annars á ég þangað erindi við persónu sem ég hef þekkt vel í á annað ár, hvernig skyldi það nú þróast.? Kemur í ljós. Wink

Er semsagt kominn í 107 eftir nokkur ár í 101, er frekar sáttur við það. Er hins vegar ekki ánægður við borgaryfirvöld með hvernig þau eru að þétta gamla bæinn mikið. Bílastæðamál í algjörum ólestri og óþægileg tilfinning þegar svo mikið er saumað að fólki þarna. Nú á að gera Bræðraborgarstígsreitmistök, eftir Holtsgötureitsmistökin. Synd því gamli vesturbærinn er afar sjarmerandi og skemmtilegur. Ég vil meina að hann sé í útrýmingarhættu. Nær að setja orkuna í það heldur en bölvaða hvalfriðunarvitleysuna.

Annars fer ég ekki á límingunum. Ég hafði val, valdi að flytja hingað. Sáttur við Guð og menn.

Segi eins og sagt var á gufunni gömlu eftir erindi í útvarpssal: " Góðar stundir".

 


Kominn heim

Bruarfoss

Sæl öll

Kallinn kominn heim. Er laus á miðnætti á þriðjudag.

Flutningar framunda.

Meira síðar.


Aramotakvedja fra Rotterdam

Komum til Rotterdam i dag, a Bruarfoss.

Verdum her fram a 2. jan.

Kvedjur heim fra strakunum a Brusanum.

Hendi inn thessu bloggi fra sjomannaheimilinu i Valhaven Rotterdam.

Ekki mikid naedi til ad blogga eitthvad djupt og vitraent her innan um allra tjoda kvikende, sem sitja her i satt og samlyndi, og einum tad sameiginlegt ad vera ad heiman um hatid.

Sjaumstumstum a klakanum.LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband