Færsluflokkur: Bloggar
4.7.2008 | 23:35
Kallinn er i London, sma naeturrannsokn.
Jaeja, nu situr kallinn i Soho hverfinu i London.
Buinn ad vera a roltinu herna og virda fyrir mer mannlifid. Fremur var thad hrorlegt nidur vid Thames. Mikid af daudadrukknu folki migandi og gubbandi. Thad vakti athygli mina ad sja folk bua i pappakossum nidur vid minnismerkin a arbakkanum. Fremur leidinlegt ad sja.
Var a spaninu i dag a leidinni a flugvollinn, verst ad geta ekki heilsad upp a Hafstein vin minn smyrjara i leidinni, en vid attum gott simaspjall. Husid hans Hafsteins er rett hja okkur Pongsa. Kvedja a thig Hafsteinn.
Eins barattukvedja til Hilla, sendi ter minar bestu oskir i barattuna.
Naest er thad Indland, a leidinni til Thailands. Stoppa adeins Bombay (Mumbay)
Thad verdur bada gaman med indverskum hreim hehehehehe.
Kvedja a ykkur heima.
Meira sidar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2008 | 05:55
Fast land undir fótum. Borgin gráa við sundin.
Jæja, enn einn túrinn á enda. Reyndar var þessi með bónus þar sem hann lengdist um sólarhring.
Vorum rétt að skríða inn í höfnina í gærmorgun þegar það var útkall og við snerum til hafs á ný. Fengum þarna frían sólarhring á siglingu, ekki amalegt það ehemm.
Sipp o hoj, eins gott að eiga Pollýönnuaðferðina góðu :), en svona er þetta í starfi sem okkar, aldrei að vita hvenær þörf er á okkur. Partur af prógramminu. Brosum bara og tökum því sem að höndum ber.
Var að hugsa þegar við sigldum inn Engeyjarsund, hversu borgin okkar er að ófríkka séð frá sjó.
Fallegar byggingar eins og sjómannaskólinn og Háteigskirkja eru að hverfa á bak við grámygluleg reðurtáknin við Skúlagötuna og tónlistarhúsið nær að skyggja á Hallgrím gamla á SKólavöruholtinu háa. Ekki laust við að hugur manns hafi skoppað núna. Held að það væri ráð að staldra aðeins við í þessu steypuæði og sjá til með frekari ásýndarbreytingar. Finnst athygli vert það sem fyrrverandi fréttamaður, Sigmundur Davíð hefur verið að benda á í uppbyggingu og þróun borgarinnar. Ég gruna að græðgin ráði mestu í þessari þróun í dag. Það má benda á rök þeirra sem vilja flugvöllinn burtu í Vatnsmýri, eru helst með upphæðir í krónum á hraðbergi. Peningar peningar peningar.
Mikið eru peningar leiðinlegur hlutur, samt nauðsynlegir. Ætla mér ekki að fara á neinum límingum vegna þeirra........ allavega ekki að sinni.
Fer út aftur á MORGUN til Pongsa. Gaman gaman. Verð á vakt í inniveru þangað til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.6.2008 | 23:47
Ha inniveran búin? Smá snúrubland í viðbót.
Mikið er þessi tími fljótur að líða.
Aftur á sjóinn á morgun. Er alveg rasandi hvað þessi tími líður hratt.
Sótti pening á fund í gær á honum stendur IX stórum stöfum. Var að virða þennan pening fyrir mér þar sem ég sat við gluggann minn á uppáhaldsstaðnum. Þar horfði ég yfir vesturbæinn og Seltjarnarnesið lítið og lágt. Núna á sumardegi hefur það græna ásýnd þar sem trjátoppar sem gægjast yfir húsþökin eru laufgaðir og fylla upp í þá fallegu mynd sem blasir við.
Hef verið hugsi við að virða fyrir mér þennan saklausa pening. IX stendur fyrir 9 ár. Hefði ekki trúað þessu fyrir 9 árum.
Nú er lengstur dagur ársins í lok þessarar viku. Að vera á sjónum í sumarnótt þegar himinn og haf renna saman í eitt í gullnum bjarma. Á nokkur slík augnablik í hugskotinu. En þau væru sennilega ekki eins mikils virði ef maður ætti ekki minningar um vetrarnætur á N Atlanshafi , hvar náttúran sýnir sína ygglstu brá.
Þannig er það með edrumennskuna. Maður þarf að þekkja hina dimmu afkima neyslunnar og afleiðingar hennar, vonleysið, óttann, kvíðann, vanmetakenndina ,áhugaleysið, einbeitingarskortinn, stjórnleysið og svo mætti lengi telja. Til að hafa "kátt í höllinni" þarf að greiða með því dýra verði.
12 spor leynifélagsins góða færa manni tilhlökkun í stað kvíða, ergo; jákvætt í stað neikvæðni, raunsæi í stað hugaróra.
Finnst eins og náttúruöflin, andstæðurnar sem birtast í flóði og fjöru, degi og nótt mætti kalla ying og yang, eigi sér stað innra með okkur öllum.
Kúnstin er að reyna að njóta þess góða og vera tilbúin að mæta því þegar fjarar um stund. Eitt er víst að fix með áfengi og slíku eykur bara vandann og gerir hann meiri.
Öll él birtir upp um síðir orti Páll Ólafsson. það má til sanns vegar færa.
Hornsteinn míns lífs í dag birtist í bæn bandaríska guðfræðingsins Reinholds Nieburs, sem hafði reynslu af lífinu sjálfu og milljónir fólks í bata fer með upphaf hennar á hverjum fundi í leynisamtökunum.
Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þérþegar að eilífðinni kemur.
Reinhold Niebur
Boðskap þessarar bænar ættu allir að geta tekið undir.
Allavega sjáumst njótum sumarsins og fyllum á tankinn fyrir veturinn
Bloggar | Breytt 16.6.2008 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.6.2008 | 22:24
Tíminn flýgur, kominn heim og það er sumar....snúrublogg í bland.
Jæja kominn heim. Ljómandi góður túr að baki um borð í blessuðum TÝR.
Þetta ár er búið að vera sérdeilis ótrúlegt hjá mér. Mikið að gerast á öllum sviðum. Frábærir hlutir að gerast í mínu lífi. Vitanlega koma dagar innan um, hvar ég verð að taka á honum stóra mínum. Á sama tíma og ný persóna kemur svo sterkt inn í líf mitt, virðist önnur þýðingarmikil í mínu lífi vilja hverfa á braut, vonandi tímabundið, slíkt tekur alltaf á og fær mann til að gera eins og maður þarf að gera í siglingarfræðinni, maður þarf að taka stað, átta sig á hvar maður er staddur og hvert maður stefnir, gera ráð fyrir hraða og eins því sem hefur áhrif á hraðann, og eins stefnuna. Gera ráð fyrir vind, og drift, straumum og sjávarföllum. Nauðsynlegt er að taka mið af aðstæðum í siglingunum, og lengri leiðin getur oft orðið styttri og farsælli.
ÞAnn 26. maí voru 9 ár síðan ég tók þá ákvörðun að lifa mínu lífi án áfengis. Og 8 ár síðan ég kvaddi tóbakið. Ég held að það séu mín stærstu gæfuspor í mínu lífi. Er enn að vinna í því máli, einn dag í einu. Ef ég hafði ekki borið þess gæfu að gera þetta, væri ég alls ekki á þessum stað í mínu lífi í dag.Fyrir það er ég óendanlega þakklátur. En þetta kemur ekki að sjálfu sér. Í þeirri vinnu er flóð og fjara líkt og í náttúrunni, stundum slaknar á því sem maður þarf að gera, þá verður að taka sig á í 12 spora kerfinu, tengja sig við hið æðra og láta stjórnast en ekki stjórna.
Haldið ykkur, er á leið aftur til Pong í júlí. Svona er þetta bara .
Er að vinna að verkefni fyrir gamla vinnuveitendur, hjá ELdingu hvalaskoðun, fór eina ferð með þeirri gömlu í dag (Eldingu) , þykir svo vænt um þetta skip. Læt fylgja með eina gamla mynd af mér við stórnvölinn á henni, ég fer með hana eina ferð á morgun. Fer svo aftur á TÝR eftir helgi.
Meira síðar. Þakka góðar óskir og kveðjur.
Bloggar | Breytt 12.6.2008 kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.5.2008 | 19:17
Hugleiðingar eftir heimkomu
Viðburðarríkur hálfur mánuður að baki.
Thailand á vel við mig og mitt skinn. Við Pong fórum í fyrradag til Gulla, sem býr þarna úti. Hann er kominn yfir 70, og lifir þarna eins blóm í eggi á ellilaununum. Býr í góðu húsi og er með heilmikinn blómagarð, hvar hann dúllar sér dagana langa. Hann lítur út fyrir að vera 15 árum yngri. Hér heima átti hann vart fyrir mat eftir að borga húsaleiguna, þarna úti er það annað, hann borgar lítið í leigu og getur veitt sér heilmikið. Honum finnst svo gaman þarna og þarna líður honum vel. Frábært.
Það var mikið öðruvísi að vera þarna , ekki á hóteli, og aðeins í samskiptum við Thailendinga. Talaði ekki við neinn vestrænan mann fyrr en ég fór frá landinu aftur. Fannst gaman að semja mig frekar að lifnaðarháttum þeirra.
Thailendingar leggja mikið upp úr því að borða, borða saman. Það er þeim nauðsynleg félagsleg athöfn, það er þeim mikils virði að eiga það samfélag. Samt sé ég í borgunum að hluti þjóðarinnar er að sogast inn í hin vestrænu trúarbrögð neyslu og tísku. Las það í blaði ( á ensku audda) að við aukna neyslu á vestrænu ruslfæði í þessum téðu borgum, er merkjanlegur mikill munur á heilsufari, örlar á offitu og áður óþekktir sjúkdómar hjá þeim, fara í vöxt, svo sem hjarta og kransæða vandamál og eins ákveðnar tegundir krabbameina.
Auðvitað eru mörg vandamálin þarna líka. Mikill aloholismi í kring um vændissvæðin. Thaland koperar alnæmislyf, með vitneskju og samþykki vesturlanda og dreifir frítt til HIV sjúkra.
Það má segja að þetta sé eins og risavaxið leikhús, þar sem margar sýningar eru í einu, maður þarf að velja hvað maður vill sjá. Ef fólk vill sollinn og sukkið þá er bara að fara þangað, ef þú vil sól og sælu þá er það að finna þarna, ef þú vilt ráfa um markaðina og innan um mannlífið þá er það þarna líka.
Hló mikið þegar ég sá strætisvagnana í Bangkok. EKki víst að þeir fengju að aka hér. Trégólf í sumum þeirra og sumt er rimpað saman með teipi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.5.2008 | 10:02
Kominn heim á ný
Kom heim seint í gærkvöld. Eftir langt og strangt ferðalag.
Átti frábæra helgi í Sikhiu í Korat héraðinu í Thailandi Best að myndirnar tali sínu máli. Eftirminnilegt og sérstakt.Læt fólki um að geta í eyðurnar og hvað er í gangi.
Meira síðar.
Þakka góðar kveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.5.2008 | 12:18
Thailand á ný, mikið „surprice“, sumum komið verulega á óvart.
Já er búinn að vera hér síðan á fimmtudagskvöldið. Undirbúningurinn ekki langur. Sumir sagt mig geggjaðan að gera þetta, aðrir samgleðjast og skilja kallinn. Þetta var tækifæri sem ég varð að grípa. Slíkt gerist ekki á hverjum degi að maður eigi þess kost að geta farið yfir hálfan hnöttinn að koma mikilvægri manneskju í lífi manns á óvart á þennan hátt.
Pong er að elda hádegismatinn, verulega heitt í veðri í dag, erum búnir að vera niðri í bæ í morgun, á meðan var stórþvottur að velkjast í þvottahúsinu. Sældarlíf. Loftslagið hér er sérlega gott og á vel við minn skrokk. Verð ákveðnari með hverjum deginum að kaupa mér hús hérna í Thailandi í framtíðinni. Hann leigir litla condo íbúð nánast úti í sveit, hér er sofnað við suð í engisprettum úti á akrinum. Þetta þykir lúxus íbúð á Thailenskan mælikvarða. En við búið að íslenskum húsmæðrum þætti slæmur kostur að stunda heimilsstörfin hér, hér er ekki verið að splæsa í eldhúsinnréttingar eða óþarfa tæki og tól. Samt eru allir saddir, sælir og hreinlætið er mikið hérna.
Já einhverjir vilja vita hvernig þetta gekk alltsaman. Já þetta var ansi skemmtilegt. Ég var lengi að bræða með mér að gera þetta. Sagði Pong að maður að nafni Örn væri á leið til Thailands og myndi hafa meðferðis sendingu til hans.
Eftirvænting Pongs varð meiri og meiri með hverjum deginum. Hann fór að ímynda sér alls konar hluti sem ég væri að senda honum. Það fór að vera verra og verra að ljúga að honum eftir því sem nær dró.
Áður en ég flaug út á miðvikudagsmorgni, gisti ég hjá Rósu og Guðna sem búa á gamla kanavellinum. Þá gat ég sagt Pong að ég myndi hitta hann á MSN á netkaffihúsi á vellinum, laug því að þau byggju á kollegíi hvar væri bara netkaffihús. ( við Pong hittumst á MSN 2 svar á dag ef tök eru á) Brottfararmorguninn hrigdi ég í hann og sagðist vera að fara út að keyra með Guðna. Flaug út með lággjaldaflugfélaginu Icelandair, sem var hálft fargjaldið út að venju. Þurfti að bíða á Heatrow yfir daginn, sem var ágætt, fékk mér góða göngutúra á milli. Fór svo á netkaffi þar með laptoppinn, sneri mér út í horn svo að hann sæi ekki allt þetta ferðafólk, og hitti hann á MSN, fólki varð starsýnt á mig þarna á netkaffinu, og ég varð að segja því hvers vegna ég gerði þetta, það varð til þess að ég fékk algjöran frið á meðan á spallinu stóð. Þá var um kvöldið haldið með Eithiad flugfélaginu ( alsendis frábært flugfélag, afar skemmtilega innréttaðar flugvélar) til Abu Dhabi sem er í arabísku furstadæmunum. Á fimmtudagsmorgni fékk ég mér morgunhressingu í sérkennilegu flugstöðinni í Abu Dhabi. Hringdi í Pong þaðan og ákkurat á meðan kom svona Ding ding ding PASSENGERS TO.....TIKLYNNING !!!!!!! ég fór í keng og hljóp inn í næsta herbergi sem reyndist ekki vera fyrir farþega HEHE, en sagði Pong að ég væri í Kriglunni í Reykjavík og það væri verið að auglýsa tilboð. Eftir frekar stuttan stans var haldið af stað til Bangkok. Tók eftir að öll flug þarna voru á mínutunni. Lenti í Bangkok á staðartíma 1830 sem var 40 mín. fyrir tímann. Hafði lært það mikið á Thailendingana að ég gat fengið luxusdrossíu á 1200 BATH til Pattaya, en síðast þurftum við að borga nánast 3x meira. Á leið til Pattaya SMSaði ég til Pong sem Einar og Örn á víxl, sem var mjög skemmtilegt. Fór beint á Hótel Royal Twin Palace, þar kannaðist starfsfólkið við mig strax. Hljóp því næst út á 2. Breiðstræti gekk beint í flasið á skraddaranum mínum sem var afar hissa á því að sjá mig. Þaðan fór ég á markaðinn á South thai road að kaupa blóm. Aftur á hótelið að undirbúa. Var með nokkrar smágjafir og kerti meðferðis. Bjó til stíg af rósum, gjöfum og kertum eftur herberginu endilöngu, þar var kort til Pong sem sagði að gjöfin væri á svölunum.
Til að gera langa sögu stutta. Þá gekk þetta upp. Pong gjörsamlega lamaðist það tók hann tölvuerðan tíma að átta sig að ég væri kominn til hans.
Þurfum að erindast dálítið, verðum með frekari fréttir fljótlega , eftir að hafa farið í heimabæ hans Sikhiu sem er í Korat héraðinu. Ýmislegt verið að bollaleggja.
Jæja erum að fara ofan í bæ, Pong að vinna og ég í nudd og í göngutúr, hef gaman að rölta um strætin hérna og njóta mannlífsins. 38° c hiti og sól. Rignir sjálfsagt í kvöld, þá eru göturnar líkt og straumfljót.
Já ævintýrin halda áfram í landi brosanna. Er að ná einu og einu orði til viðbótar. Pong biður að heilsa þeim sem þekkja.
Savadee Kaab.
Pom rak kuhn Pong
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2008 | 10:16
Innivera, smá um 12 sporin að auki
Skrambi góður túr þetta. Mikið að gera. Má segja að leiðtoginn hafi verið í sínu besta essi, sem vill segja að hann var í essinu sínu. Það er gaman af svona túrum, þeir líða hratt og ólíkt skemmtilegra fyrir áhöfnina að takast á við ólík verkefni.
Var upptekinn í fjarskiptum, þökk sé nettengingum um borð í skipum í dag, og eins SMS samskipti á frívöktum, þegar við erum innan drægis hjá símanum. Ólíkt en hjá frændum vorum færeyingum sem hafa gsm samband 60 sjómílur á haf út. En fjarskiptin hjá mér persónulega voru í eina átt..... já austur í Asíu.
Hef aldrei fengið eins mikið af fallegum bréfum og sendingum. Þetta er að snerta mig mikið.
Enn er verið að plana og taka ákvarðanir, og líkt og áður þá ætla ég ekki að vera að fjasa um það hér. Finnst best að hlutirnir gerist og fái að gerast, og láta vita eftir því hvernig þetta allt saman rekur sig. Það að spyrja að leikslokum á við hér. En þetta er flókinn ferill og langt frá því að vera beinn og breiður vegur, sem liggur þangað sem okkar hugir stefna báðir. En við ætlum að leggja af stað hinn kræklótta varðaða veg, og taka einn áfanga í senn.
Er enn að melta Thailand, og hina ólíku meningarheima. Við hið hvíta hyski þykjumst vera alfa og omega, en erum í reynd minnihlutahópur sem er að kafna í eigin skít og eigin hugmyndum. Held það sé okkur öllum hollt að fara á framandi slóðir, með opnu hugarfari, og eftir á að reyna að líta í eigin barm. Það segir á góðum stað "víðar er Guð en í Görðum" og það er svo laukrétt. Víða um heim lifir fólk í sátt við eigið skinn, með annað verðmætamat og viðhorf. Lifir í deginum í dag og hefur ólíka tengingu við náttúruna og æðri mátt. Sú árátta okkar hins hvíta hyskis að troða okkar lífsmáta upp á alla jarðkringluna hugnast mér barasta alls ekki. Meira um þetta síðar, þarf að melta meira heheh.
Allavega er ég ekki samur eftir, í góðum skilningi, er ég þá ekki að tala um það sem við Pong eigum saman.
Vinnan mín í 12 spora kerfum AA og skyldum samtökum, er að skila sér þarna, sem og í öllum afkimum lífs míns.
Segi bara það að ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna í þeim sporum, fyrir óútskýranlega náð hins æðsta máttar.
Fyrir ykkur sem eruð enn að berjast í eigin mætti, eigin hugmyndum og eruð að kafna í eigin egói, ég vona að þið nýtið ykkur það tækifæri sem felst í 12 spora vinnunni og ég lofa ykkur því( AA bókin lofar) að líf ykkar MUN breytast. og þið fáið kjark að takast á við hið óvænta, hið framandi og síðast en ekki síst ykkur sjálf.
Lifið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2008 | 20:40
Kominn heim. Thailand aftur á dagskrá hjá mér
Alltaf gott að koma heim til sín..............en mig langar út aftur. Kannski augljós ástæða segja sumir.
Ég féll fyrir landi og þjóð þarna. Var svo heppinn að hitta fólk þarna sem er algjörlega utan við þessa ferðamannahringiðu. Thailendingar eru ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur. Þeir virðast lifa í augnablikinu. Flestir eru Buddha trúar og trúa því að ill framkoma komi niður á þeim sjálfum. Góð framkoma verður til þess að góðir hlutir komi til baka. Thailendingar vilja mikið "take care" hugsa um og hjálpa öðrum, fyrir þeim er það dyggð.
Vitanlega er margt þarna sem vekur upp spurningar. Ekki eru lífeyrisréttindi þarna. En fólkinu þarna finnst það eðlilegt að borga til foreldra sinna líkt og Pong gerir. Eigingirnin virðist ekki eiga lögheimili í Thailandi svona almennt. Víst er það að þeir sem enga eiga að , eiga erfitt. Thailand er ekki fullkomið frekar en annað sem er af þessum heimi.
Enginn tekjuskattur er í Thailandi. Umhugsunarefni.
Einn íslending hittum við sem lifir þarna frábæru lífi af ellilaununum. Heima getur hann bara borgað húsaleigu síma og nauðþurftir. Í Thailandi blómstrar hann.
En svona er þetta. Sjórinn á morgun hjá mér. Ýmis plön á prjónunum sem verður gaman að sjá hvernig rekja sig. En þau plön eru á milli mín og Pongs eins og er, best að segja sem minnst og láta það í hendur æðri máttarvalda hvernig úr þeim plönum spilast.
við Donni á heimleið með LÁGJALDAFLUGFÉLAGINU(SURE) Flugleiðum, brúnir sætir og slank.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.3.2008 | 12:22
Meira í töfrum Thailands, tíminn líður of hratt.
Mikið er tíminn búinn að líða hratt hérna.
Algjör draumur. Hitinn hérna , sem var svo ótrúlegur og þykkur fyrst á flugvellinum í Bangkok, venst afar vel. Gott fyrir líkama og sál. Ekki verra hvað Thailenski maturinn fer vel í mann. Kílóin hrynja af manni. Mikið farið í nudd og við Pong duglegir að fara um allt á mótorhjólinu, annað hvort bara tveir
eða með hinum í hópnum.
Höfum farið 3svar heim til hans að elda, en foreldrar hans og bróðursonur hans, sem við köllum monkeyboy búa heima hjá Pong.
Á eftir að blogga meira um þetta land andstæðnanna og þversagnanna.
Mikið hægt að hugleiða hér. Mann langar að koma hingað aftur og aftur sennilega.
En hér þurfa tveir náungar að ræða mikið saman og taka stórar ákvarðanir áður en við íslendingar fljúgum heim á miðnætti föstudagsins.
Kveðja heim.
Einar Örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51491
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar