Færsluflokkur: Bloggar

Sólskin á Skagerak, Norðursjór og Atlanshafið framundan

Laugardagurinn fagur og fríður. Sigldum vestur með Noregsströndum, komir úr allri megin traffíkinni núna. Enn saddur eftir skötuna og saltfiskinn, en hér hjá Eimskip er haldið í þann góða sið, hvar í heimi sem er, og grauturinn mmmm hann var "góvur".

Hér er siglt , gekk 21 mílu á vaktinni í nótt. Þegar skipstjóri kom upp í morgun var dregið af vélinni til að spara , við erum á góðum tíma núna, ekkert liggur á. Þrátt fyrir að hafa slegið af þá vorum við að taka fram úr Helgafellinu frá Samskipum, Helgafellið er nánast nýtt skip, smíðað í Þýskalandi, Sietas skip svokallað, gæðafarkostur. Goðafoss er hins vegar 10 ára gamal, smíðaður í Danmörku, mikið var í hann lagt ásamt systurskipinu Dettifossi, en þau voru stærst gámaskipa sem Örskov værft í Fredrikshavn smíðaði og fyrir vikið fór værftið á hausinn eftir að hafa komið þeim frá sér, grænlandsfarið sem var í smíðum var klárað af öðru værfti ( skipsamíðastöð). Í þessari seríu voru smíðuð alls 16 skip í 4 stærðum. Minnst voru gamla Helgafell og Arnarfell, þá aðeins stærri Núverandi Brúarfoss og Selfoss ásamt systurskipinu Kenza ,sem enn siglir undir upprunalegu nafni og við mættum henni einmitt utan við Rotterdam á Selfossi í fyrra, það var greinilegt að það mætti fara allavega eina umferð yfir hana af málningu. þá voru smíðuð nokkur 1100 teusa skip, en einmitt tvö þeirra eru komin til Samskipa núna, þau Hvassafell og Akrafell. Afar vönduð og góð skip.

Greinilegt að við erum komnir á úthafið núna, þung undiraldan gefur það til kynna, hún er svosem ekki mikil en maður verður vel var við hana. Menn eru við almenn skipstörf núna í blíðunni. Veðrið notað til að mála og dytta að hlutum. Það er heilmikil yfirferð að sinna skipi sem þessu, og við þá sem kalla farmenn sápukúlusjómenn  vil ég segja að það eru miklar ranghugmyndir. Farmannsvinnan er fjölbreytt og hér er mikil vinna, og það tekur í að sjóbúa farm á svona skipi, vitanlega eru þrif einhver partur af þessu. En það er partur af sjálfsvirðingu manna og stolti að vera á hreinum og glæsilegum farkosti.

Einar Örn Einars júl 2008 045Engilbert skipstjóri við stjórntökin, en þessi dönsku skip eru afar vel útbúin fyfir stjórntök.

Einar Örn Einars júl 2008 055Dálítið langt niður á afturdekk úr brúnni, eða 8 hæðir alls. Sjáið ofan á Jóa bátsmann, hvar er Jói???

Einar Örn Einars júl 2008 102Meiri morgunroði úr Kielarskurði.

Einar Örn Einars júl 2008 126  Eimskipsmerkið á skorsteininum ber við Stórabeltisbrúna. Hér eru það Íslendigar sem færa þér vörurnar heim Cool

Einar Örn Einars júl 2008 130Siglt í sól á dönsku sundunum.

Allar myndir Einar Örn Einarsson.

 Kveðja heim frá M/s Goðafoss

 


Á akkerislegunni við Århus, falleg sigling um Kielarskurð og undir Stórabeltisbrú.

676004_800Fórum um Kielarskurð síðustu nótt. Þessi mynd eru af skipinu þegar það fór í gegn um skurðinn í síðustu ferð (af Shipspotting.com), skipið var í dokku í júní og lítur því vel út á myndunum. Eins og töffari í sparifötunum. Þess má geta til gamans að brúin á Goðafossi er breiðari en sem svarar lengd hvalaskoðunarskipsins Eldingarinnar blessaðrar. Tekur mig 40 skref í röskri göngu á milli brúarvængja, eða þvert yfir brúna. Einhverntíma hefði þetta þótt risaskip, en í dag er hann harla lítill við hliðina á hinum raunverulegu risaskipum, en hann verður seint kallaður lítill samt. það er smá spölur að hlaupa niður allar hæðirnar og fram á bakka til dæmis. Cool

 675994_800 Svona til að átta sig á lengdinni á honum, Mynd af Shipspotting.com

Ég tók nokkrar myndir í Skurðinum við morgunár. Fallegt að sigla á móti morgunsólinni. Goðafoss er eitt af þeim stærri skipum sem geta farið skurðinn, sérstaklega vegna hæðarinnar, en það þarf að sigla undir nokkrar brýr þar. Stundum eins og það sé verið að sigla allt ofan af skipinu tilfinning, þegar siglt er undir sumar brýrnar.

Smellið á myndirnar til að fá þær í stærri útfærslu.

Einar Örn Einars júl 2008 078 Morgunár yfir þýskri grund. Mynd Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einars júl 2008 093Umferð um Kielarskurð í morgunroða. Mynd Einar Örn Einarsson

Þarna kom eitt af þessum momentum sem sjómennskan færir manni, fegurð svo maður má vart mæla. Þessi dýpt og breidd í andstæðunum gerir okkur sjómenn svo lundaða sem við erum. Sá sjómaður sem ekki finnur fyrir því er ekki alvöru sjómaður segi ég.

Einar Örn Einars júl 2008 103Einhverntímann hefði þessi þótt stór, en við lítum ofan á hann úr brúnni á Goðafoss. Jakob vinur minn myndi kalla þetta trilluræfil. Ljósm. EÖE.

Einar Örn Einars júl 2008 100 Stór, en samt lítill. Ljósm. Einar Örn Einarsson

675993_800 Goðafoss í Kilearskurði í glampa morgunsólar. Mynd af Shipspotting.com

Gaman er líka að sigla undir Stórabeltisbrúna. Ekki laust við að maður upplifi smæð sína verulega við að sigla þá leiðina.

Einar Örn Einars júl 2008 118Stórabeltisbrú fyrir stafni. Ljósm. Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einars júl 2008 123 Á leið undir Stórabeltisbrú. Ljósm. Einar Örn Einarsson.

Best að myndirnar tali sínu máli við ykkur, sem eruð fjarri þessum veruleika, sjarminn við siglingarnar er meðal annars fólginn í þessu, að upplifa þetta.

Kveðja á ykkur heima.

Over and out.

 


Rólegt í Rotterdam, Hamborg heillandi sem fyr.

Vorum í Rotterdam fram undir miðnætti í gær. Lóðsinn var enn uppi og við hálfnaðir niður fljótið þegar ég kom upp á vaktina. Sá gamli (Goðafoss) rótaðist áfram að vanda, og maður tók fram úr hverju skipinu á fætur öðru norður með ströndum, með stefnu á Elbu ósa, en Hamborg er næsti viðkomustaður.
Var rólegur í Rotterdam, fór upp á sjómannaheimilið i Hejplaat, sem er rétt hjá Uniport kajanum sem skip Eimskips liggja við. Hejplaat er lítið þorp (hverfi) yst á nokkurskonar nesi og er umlukt gámahöfnum á þrjá vegu, dálítið skrýtið að sjá þetta eins og skrattan úr sauðaleggnum þarna, þarna eru gamla götur, kirkja og alles. Á sjómannaheimilinu fórum við í smá bolta, körfu og fótbolta, fengum okkur svo hressingu úti á verönd í 28 °c hita, ég tók nokkur lög á píanóið þarna við lófatak gesta og gestgjafa.

Hamborg í kvöld, komum eftir kvöldmat. Gaman að sigla upp Elbuna aftur, engin smá sigling svona langt inn í land, til Hamborgar. Mikið fallegt að sjá á leið upp Elbuna, siglt framhjá Cuxhaven og fleiri bæjum. Það er tilkomumikið að sjá Airbus verksmiðjurnar á árbakkanum en þar eru glerveggir að ánni og maður sér risavélarnar í byggingu, flugbraut er austan við skýlin.
Þá eru margar fallegar byggingar á skógi vöxnum árbakkanum.
Hamborg hin mikla menningar og hafnarborg hefur mikið breyst síðan ég var hérna að læra sumarið 1990, þá leigðum við Jón heitinn Björnsson organisti i Borgarnesi, íbúð Hilmars Arnars og Hófý uppi í Vinterhude. Ég sótti tíma í Michael kirkjuna hjá prófessor Dickel sáluga.
Ég fór upp í bæ í kvöld, það er verið að byggja nýtt hafnarhverfi fyrir farþegaskipin og afgreiðslu þeirra neðan við Hauptbahnhof, og mikið fjári eru þeir að gera þetta smekklega, engar endemis morgunblaðshallir hér eða líkt og önnur stórslys í Reykjavík, húsin eru í Hamborgarstílnum, brotin upp með nýjum straumum í bland öðru hverju, á smekklegan hátt. Gaman að þessu.Erum við heima ekki alltaf í of miklu tilfinningalegu uppnámi þegar við dritum niður byggingum og nemum nýja siði? Gettóblokkirnar fyrstu við Skúlagötu eru sorgleg dæmi þess, hús sem ætla að eldast illa.
Fékk mér göngu og fór í Spa, heitan freyðandi nuddpott, þurrgufu og blautgufu. Við sem drekkum ekki eigum að gera eitthvað fyrir okkur líka ;)
Er á næturvaktinni hérna í hitanum í Hamborg, eitt gengi að losa úr framskipinu, koma fleiri til starfa með morgninum. það er stemming í þessu hérna. Förum annað kvöld ( eða í kvöld) væntanlega Kielarskurðinn til Århus í Danmörku. Þetta er síðasta ferð Goðafoss til Hamborgar, en skipið hefur siglt á Hamborg síðan það kom til þjónustu Eimskips, en vegna breytinga á rútunni munu Brúarfoss og Selfoss fara á Hamborg í stað Dettifoss og Goðafoss.
Pong fékk hringingu frá danska sendiráðinu, allt til reiðu fyrir hann að sækja passann sinn þangað með áritun til Íslands.

Kveðja frá m/s Goðafossi í Hamborg.


Siglt í þoku í Norðursjó, smá innsýn í siglingu við slíkar aðstæður.

Norðursjórinn er dálítið ævintýrakenndur í þoku sem þessari. Þokan var enn svartari í nótt, en hún er núna. Þurfti að púsla dálítið í traffík í nótt og eitt skipið fór ansi nærri bakborðssíðunni, en við höfðum rætt saman áður til að einfalda siglingu allra skipanna sem voru í hnapp, þá treystum við okkur til að mætast þröngt, þrátt fyrir þokuna, enda við á gagnstæðum stefnum en önnur skip voru þvert á leið okkar tveggja, og Goðafoss var að draga uppi eitt skip á sama tíma sem hefti mig að beygja mikið á það borðið. Hann fór 0,150 sml frá mér og ég sá ekki móta fyrir honum. Eins og að fljúga blindflug. Reyndar sá ég ekki aftari kranann á eigin skipi úr brúnni. Stundum eru aðstæður á þann veg að menn eru á þröngum leiðum eins og í nótt að þá var land á eina hliðina og rif á hitt borðið og tveir fiskibátar að veiðum náttúrulega ákkurat á þessu svæði. Í aðstæðum sem þessum blessar maður í bak og fyrir siglingartækin sem eru orðin svo fullkomin og þægileg notkunar. AIS Automatic Identification System segir manni nafn skips sem er innan ákveðins radíuss, svo maður barasta kallar viðkomandi skip upp og menn sammælast um hvernig best sé að haga siglingunni svo öruggt sé. Málið er að það þarf að nota þessi tæki, og um að gera að hika ekki við að kalla upp skip sem maður þarf að sigla nærri til að hafa allt á hreinu og spyrja aftur ef maður er ekki viss. Td. segja " I turn 10° port and we will be red to red CPA X,X miles" og viðkomandi endurtekur og svo vice versa. Þá getur maður siglt rólegur og hefur vald á aðstæðum. Aldrei of varlega farið. Skip eins og Goðafoss með sæþunga (displacement) upp á 21 245 tonn, eins og hann er núna, er ekki stöðvað á augabragði og maður tekur ekki stóra beygju án fyrirvara á meira en 20 hnúta ferð. Þess vegna verður að hugsa fyrir öllum stjórntökum í tíma og með fyrirvara. Grunnatriðið er samt, að vita hvar maður er staddur, og hvert er verið að fara, og hvernig á að fara þá leið, síðan að sannreyna stefnu, hraða og áform þeirra skipa sem ógna öryggi siglingarinnar.

Er þetta ekki bara eins og í lífinu sjálfu? Ef maður lendir í aðstæðum sem villa manni sýn, nú eða aðstæður skapa þoku og óvissu í sál og sinni. Þá er ráðið að taka stað og átta sig, reyna að komast að því hvernig haga á hraða og hver hin nýja stefna er til að komast á áfangastað, án þess að stranda, eða lenda á öðrum, eða sama við aðra. Sum svæði forðast maður að sigla um vegna sjólags, strauma, grynninga og fleira. Það að vera navigator eða siglingarfræðingur er skemmtilegt starf og krefst þess að hafa yfirsýn og geta lagt mat á aðstæður og bregðast við atvikum sem geta komið upp allt í einu, án þess að missa tökin og fara í panik. Mikilvægt að eiga alltaf innistæðu, í formi þekkingar og kunnáttu, þekkja hvernig skipin bregðast við stjórntökum og hvernig þau haga sér. Bera virðingu fyrir viðfangsefninu semsagt. Þetta er bara eins og AA hehehe.  Gaman gaman.Smile

Olíuborpallarinir fá dulúðlega ásýnd í þokunni, stundum standa hæstu punktar á þeim upp úr þokunni og oft má sjá eld loga upp úr skorsteinum á toppnum, sérstakt að sjá þetta. Þessi stálskrímsl fá á sig ævintýralegan blæ. Fer að beygja meira austur í og þar siglum við á milli sandrifja um stund á leið okkar til Rotterdam, hinnar miklu hafnarborgar.

Maður er vel haldinn eftir kræsingarnar hjá Simba sem er fagmaður fram í fingurgóma og hefur það lag að elda mat sem er uppfullur af góðu karma og greinilegt að honum finnst gaman að elda. Það finnur maður í hverjum bita.

Kveðja úr Norðursjó.


SA af Færeyjum, og lífið gengur sinn gang.

Goðafoss á Elbu Blíðan í dag. Vorum að sigla út úr Færeyjaþokunni, hæg austlæg átt, sjólítið. Ekki amalegt að renna yfir hafflötinn á farkosti sem þessum, m/s Goðafoss, en hann ásamt Dettifossi eru stærstu kaupskip Íslendinga, en því miður ekki á íslensku flaggi. Hér er íslensk áhöfn. Getum sagt mannval, hér ganga hlutir fyrir sig eins og smurð vél, enda veitir ekki af á skipi sem getur borið yfir 1400 gámaeiningar (teus). Hér er skipstjóri Engilbert Engilbertsson, sem staðið hefur pliktina í 50 ár, höfðingi hokinn reynslu. Ekki amalegt fyrir stýrimann eins og mig að geta lært af slíkum höfðingja. Hér væsir ekki um mann, klefinn minn 4x stærri en um borð í varðskipinu, á 7 hæð yfir sjó heheh, góð tilbreyting og reynsla, maður getur alltaf bætt við sig þar.

Erum á góðum tíma, þanig að ekki þarf að keyra fulla ferð. Stoppuðum í Þórshöfn í Færeyjum í nótt. Gaman að sjá þessa skipstjóra hérna koma þessum stóru skipum uppað bryggju í þröngum höfnum eins og Thorshavn. Snillingar! ekki þarf á dráttarbátum að halda. Kunnáttan, lagnin og afburðar góð stjórntök og búnaður skips haldast þar í hendur, að ógleymdri skipshöfn sem stendur á sínum póstum frammi á bakka og aftur á skut.

Í þessum rituðu orðum gengur grindhvalavaða hjá og fer aftur með bakborðssíðunni, kannski á leið til Færeyja að mæta sínum örlögum þar, eins og margar vöðurnar hafa gert í gegn um ár og aldir. Fyrr á vaktinni var mikið líf hnýsur um allan sjó, stórhvalablástrar bera við sjóndeildarhring, langreyðar greinilega. Hvalmannahjartað tekur kipp, eitthvað sem víkur seint úr sál og sinni. Alltaf þegar ég sé langreyðar, sandreyðar eða búrhvalsblástra, hleypur mér kapp í kinn,einhverslags veiðihugur, sem ég finn ekki fyrir við hrefnu og hnúfubak, sem ég hef verið að skoða í gegn um árin. Skemmtileg pæling, hvernig mannshugurinn vinnur.

Stefnan á Pentlant firth eða Pentilinn, Rotterdam á mánudag.

Já undarlegt er þetta, vakna í Pattaya á þriðjudagsmorgni, kominn á N atlanshafið á útleið á fimmtudegi.

Allavega ekki tilbreytingaleysið hér.

Kveðja á ykkur í landi.


Heathrow a heimleid. Frettir af Visa fyrir Pongsa.

Er farinn ad thekkja Hethrow ansi vel , enda tidur gestur herna. Frabaert flug ad baki med Jet airways, en flugvollurinn i Mubay. Ehemm. Eg verd bara ad koma  med ser faerslu um thad fyrirbaeri. Ekki skanadi thad thar. Tounge Skemmtun fyrir mig ,en sumir foru a limingum tharna. Gott ad vera endurnaerdur eftir allt nuddid. Fekk heila saetarod i velinni eins og sidast. Indverskir flugthjonar hafa eitthvert dalaeti a mer , heppinn eg thar. Frabaer matur tharna um bord og thjonusta. Vel thess virdi ad fara med theim, Gott ad brjota svona langt flug upp med einni millilendingu. gott fyrir sal og likama.

Er semsagt a leid heim. Pong fylgdi mer a flugvollinn eins og vant er. Naest verdum vid vonandi badir a ferdinni saman.

Frettir: Pong fekk simtal i gaer. Sendiradid i Bangkok. Danska sendiradid ad brillera eins of fyrri daginn, thurfum ad gera sma bankatrikk, sem vid reyndar gerdum.( Nu er eg med tvo reikninga i bonkum i Thailandi, hehe meira ad segja med Thailenskt debetkort). Hann kemur heim til Islands 27 september. Gaerdagurinn or allur i ad redda flugi fyrir hann, hann fer a buisnessklass , til Kaupmannahafnar, fengum finan dil fyrir hann med millilendingu i Islamabad. Mikill spenningur i gaer semsagt. Tharf ad dila vid Flugleidi um heimferdina fra Cph, langar ad saekja hann thangad.

Mikill spenningur i Pongsa vegna thessa.

En meira sidar.

Thokkum godar kvedjur.

 


Nokkrar myndir fra Thailandi.

Lidur ad brottfor heim, flyg a thridjudagsmorgni eldsnemma fra Bangkok, er alveg til i ad vera lengur sko hehe. Nokkrar myndir fyrir ykkur sem hafa verid ad suda um thaer.

Thailand Jul. 2008 006 Eg og monkey boy sem heitir Dia reyndar Smile

Thailand Jul. 2008 004 Vid Pongsi i Thai slong

Thailand Jul. 2008 023 I thailensku nuddi 'a Bhun Sampan

Thailand Jul. 2008 024 Pongsinn i fotanuddi

Thailand Jul. 2008 021 I tveggja tima thai nuddi, madur losnar vid aratuga langa streitu og othverra Smile

thailand jul 2008 no 4 002I sunnudagsmessu i St, Nikolas kirkjunni vid Sukumvit, thar er oflugur katholskur sofnudur, sem er vid hlidina a Sukumvit moskunni, rett vid gatnamotin a Central Pattaya road

Thailand Jul. 2008 012Solartoffarar a ferdinni.

Buid ad vera frabaert!

Kvedja Einar og Pong

 


Morgunveður að hætti hússins, Thailenskur stíll, á veröndinni á Wanpen condo, á Soi Kanoi.

Mamma hans Pong ásamt litla bróður hans Pan ( sem verður seint talinn lítill í raun og veru, er eins og naut, þykkur og mikill) og syni hans honum „monkey boy“  honum Dia, hafa verið hérna í nokkra daga.

Morgunmaturinn var undirbúinn af þeim mæðginum, en ég eldaði í gær og fyrrakvöld. Morgunverðurinn var Kao pad gai, sem eru steikt hrísgrjón með kjúkling grænmeti og eggjum, ásamt grænmeti í lime sósu, þetta var snætt á veröndinni og okkur til samlætis þá komu nokkrir nautgripir úr haganum handan við götuna inn um hliðið og voru að úða í sig grængresinu okkur til samlætis. Hérna uppi á Pattaya hæðinni ( Pattaya hill) mætast jaðrar sveitar og bæjar, reyndar er alltaf jafn skrýtið að heyra Íslendinga tala um Pattaya sem bæ, en Pattaya er 3.-4. stærsta borg Thailands, með a.m.k.  1,5 milljón íbúa.

Mannlífið hér í borg er ansi fjölbreytt, svo ekki sé nú vægara sagt. Ímynd Pattaya heima á Íslandi er gjarnan sú að hér sé ekkert annað að sækja en vændi og sukk og svínarí. En ef við reynum að rýna betur í þetta þá er staðreyndin sú að þessi vændisbransi er kannski 3-5 þúsund manns af 1,5 milljónum. En þessi ímynd sem er færð heim til Íslands segir kannski meira um fólkið sem færir hana heim ,en um staðinn sjálfan. Ég hef hitt íslendinga hér sem eru fastir í vítahringnum, fara á barina og eru á damminu eins lengi og fært er, sofa frameftir og svo fer dagurinn í það að rétta sig af og gjarnan farið í næstu loftkældu verslunarmiðstöð, sem  betur fer fleiri sem njóta þess fjölmarga sem hér er að hafa. Mér dettur oft í hug þegar ég dvaldi í Hamborg í Þýzkalandi um nokkurra mánaða skeið, þá fór ég þangað með ímyndina um St. Pauli hverfið og Reeperbahn í farteskinu, sem er má segja rauða hverfi þeirra. En sú Hamborg sem ég kynntist var hin menningarlega og sögulega og sú mikla vagga menningar sem hún í raun og veru er. Enn hitti ég samt fólk sem heldur Hamborg vera höfuðborg hórdómsins, en rennur ekki í hinn minnsta grun um hvílíkar perlur eru þar að finna, og hversu agnarsmár þessi vændisbransi er í raun og veru.

Hér er sem betur fer ekki mikið um eyturlyfjaneyslu, löggjöfin gagnvart eiturlyfjum er einföld; ef  þú smyglar eiturlyfjum til Thailands er það einfalt Dauðadómur, það er stutt síðan að yfirvöld hér hættu að taka útlendinga af lífi fyrir slíkt , en dómar yfir þeim eru afar harðir samt.

Eins vill bregða við að fólk sem hefur lent undir í baráttunni í vesturheimi, tapað í baráttunni við Bakkus, flyst hingað og ætlar að breyta neyslunni, í stað þess að taka á hinum raunverulega vanda og gefast upp og hefja nýtt líf utan við skugga Bakkusar. Það fólk því miður endar oft ævi sína hér, og algengar eru frásagnir fjölmiðla hér af sjálfsvígum vesturlandabúa, og sögunni fylgir oftast óhófleg neysla áfengis. Það er eins og AA bókin segir, það er sama hvað við reynum til að breyta neyslunni, alki er alltaf alki.  Gústi vélstjóri segir, rotta er alltaf rotta, ef þú setur rottu í fuglabúr og hún gýtur þar, þá er afkvæmið ekki fugl heldur rotta. Annar spámaður talaði um úlfinn í sauðagærunni.Cool

Pattaya er borg sem aldrei sefur, þú getur alltaf farið niður á næsta stræti , þar eru litlir veitigavagnar með mat sem þú getur fengið þér ef svengdin kallar. Vitanlega eru glæpir hér líkt og í öllum öðrum borgum í þessum heimi, en harkalega er tekið á slíku. Eitthvað er um vasaþjófnaði og slíkt. Hér þarf sömu aðgátar við og í öllum öðrum ferðamannaborgum í heiminum.

Ég hef verið að komast meira inn í Thailenskt samfélag, mér líkar það vel, þeir eru mikið fjölskyldufólk. Að borða saman er þeim mikilvægt, sem og þessi samvera fjölskyldunnar. Þeir eru botnlausir flestir, geta verið að éta daginn langan. Hér eru búðarholur nánast í öðru hverju húsi, og síðan eru allir þessir markaðir. Fólk stoppar við þessa litlu veitingavagna til að seðja hungrið, á leið heim til að elda kvöldverðinn hehe. Það er þeim mikilvægara en dauðir hlutir að eiga gott samfélag yfir mat og rabba saman um lífið og tilveruna.

Ég mæli með Thalandi sem áfangastað fyrir fólk sem vill njóta þess að vera í munaði, án þess að þurfa að borga fyrir með sálu sinni. Fyrir sullarana er það gott tækifæri að koma hingað og hvíla sig á drykkjunni, hægt er að fá frábæra ávaxtahristinga á flestum veitingahúsum, fara í hand og fótsnyrtingu, thainudd eða olíunudd á hverjum degi, enda hvern dag með fótanuddi. Borða þennan holla góða mat, hvíla sig á þessu vestræna dóti, en fyrir þá sem örvænta þá er Mc Donald og Kentucky fried hérna líka, þetta skríður yfir allan heiminn með sinn vibba og tilheyrandi sóðaskap umbúðir og þess háttar. Nota dagana í að skoða marga athyglisverða staði hér í grennd, fara á ströndina, markaðina og fá sér göngu í mannhafinu við götur borgarinnar. Hér eru umtalaðir golfvellir, sportköfun, skotsvæði , hægt að fara á fílsbak og fleira og fleira.

Fyrir sukkarana þá er náttúrulega nóg við að vera, en barirnir hér líta eins út og barirnir heima, sömu lögin spiluð, sami hávaðinn , bara annað fólk sömu drykkir sami kaleikur að bergja af hið beiska, hef það fyrir satt að timburmenn eru eins hér og heima, stundum öllu verri í hitanum.

Laugardagur hádegi. Ekki bólar á símtali frá sendiráðinu enn vegna VISA fyrir Pong. Samt er útlendingastofa búin að afgreiða þetta. Þetta er slítandi en samt...... þetta kemur allt. Erum á leið í bæinn, kaupa thai silki fyrir mömmu. Langt thai nudd mmmmm og ýmilegt fleira. Fótanudd í kvöld á frábærum nuddstað rétt handan við hornið á Bun Samphan og innkeyrsluna í Chockhai village 5 þar sem Hafsteinn býr.

Meira síðar.

Pong biður að heilsa þeim sem hafa sent honum góðar kveðjur.


Vika eftir í Thailandi. Smá stöðuskýrsla.

Thailand Jul. 2008 082

Er búinn að vera latur að sitja við skriftir hérna. Eina ráðið er að nota kjöltutölvuna heima.Mynd af husinu hja Pong ofan vid. Svo skella því á lykil og tek með á netkaffið. Set inn mynd af villunni hans Hafsteins, ekkert smá flott hús.Thailand Jul. 2008 084

 Í Chockhai village 5, sem er vernduð gata út frá Boon Sampan, en þá götu  förum við Pong oftast á heimleið, en Þetta er rétt hjá þeim stað sem pong býr á Soy Kanoy. Er heitur að skoða hús í Chockhai village 5 ,er búinn að sjá eitt sem er til sölu og losnar á næsta ári. Er búinn að vera að skoða reyndar fullt af húsum hérna, á verði sem ekki væri hægt að fá hundakofa heima.

Fékk skeyti um að útlendingastofnun sé búin  að afgreiða Visa umsókn Pongs, nú stendur á danska sendiráðinu að koma því til skila, vinnubrögðin þar á bæ ættu að vera í frásögur færandi, en ætla mér ekki að velta mér upp úr því hér, vil varðveita góða skapið. En útlendingastofnun hefur komið afar faglega að  þessu í mínum samskiptum við þau.

Dösti vinur fór heim í dag, við erum búnir að hitta þá nokkrum sinnum hann og Boy. Eins er Egill kominn í bæinn, hittumst allir í fyrradag í hádeginu.Thailand Jul. 2008 139

Fórum á ströndina á Jomtien sem er ágætt, ég mun reyndar seint stimpla mig inn sem „beach boy“ , en finnst gaman að fara öðru hverju.Thailand Jul. 2008 132

Ég fer í nudd á hverjum degi, annað hvort olíu eða thai nudd á daginn, svo förum við Pongsi saman í fótanundd á kvöldin. Algjör munaður. Þetta er okkar alcohol og tóbak.

Vorum í heimsókn hjá Gulla í gær. Hann blómstar sem fyrr og er ekki á heimleið, svo mikið er víst. Íslenska ríkið var næstum búið að taka af honum ellilaunin í hegnigarskyni fyrir að búa hér og njóta lífsins, en hérna hefur hann ekki þurft að taka margar sortir af lyfjum, sem hann þurfti við heima, hér fara dagarnir hans í það að njóta þeirra. Enda allar aðstæður til þess þar sem hann býr í sínu blómahafi utan við húsið hans.

Jæja við erum að fara út. Markaður á Soy Bhukao. Upp á mótorhjólið og slá í truntuna.

Allavega bestu kveðjur til ykkar heima. Pong biður að heilsa.

 

Indverskir dvergar og skipulagsmal i brennidepli.

Kominn til Pattaya.

Alveg magnad ferdalag hingad. Flaug med Jet airways hingad med millilendingu i Mumbay (Bombay), en su millilending er i frasogur faerandi.

Flgfelagid er afar gott, nykegar topp flugvelar og luxus klassa tjonusta. Ekkert upp a thad ad klaga. Einn flugthjonninn vrtist vilja aettleida mig , eftir ad eg gaf honum mitt breidasta bros thegar eg kom um bord. Rett adur en velin for af stad til ad fara i brautarstodu, kom hann til min og baud mer ad faera mig thar sem eg hafdi heila saetarod ut af fyrir mig, svo kjellinn hafdi bara rum til ad sofa i.Og flugthjonninn elskulegi og kollegi hans sau alfarid um ad dekra vid mig. (takk Gussi gamli).

Svo tok Bollywood vid i Bombay. Herra minn. Thessari luxus vel Boeng 777 300 ER var ekid ut a plan (einsog var gert uti a Kanaflugstod i den  tid) Og ther kom gamaldags stigabill upp ad velinni, sem er jafn ha og Jumbo 747 fra jordu. Thar var okkur transit ferdalongum smalad i flugvallarstraeto. Adur en vid forum ur flugvelinni skyldum vid framvisa vegabrefi og boardin pass, sem er skemmtilegt vegna thess ad eg hef alltaf talid boarding pass vera til ad fara um bord en ekki fra bordi, her eftir boarding on unboarding pass. Meira ad segja krotadi einhver mikilvaegur indverji a fyrirbaerid. Fugthjonarnir minir yndislegu kvoddu mig likt og eg vaeri ein af familiunni ( sem er kannsi rett svona politiskt sed Wink  Var nu haldis sem leid la eftir krakustigum i flugstodina og farid austast i austurendann. thar skyldu allir fara ut. Nota bene vorum vid oll ad koma beint ur flugvel og ekkert okkar hafdi komist i taeri vid neitt utanadkomandi folk. Thar toku vid bidradir sem breyttust a minutu fresti, hvar dvergvaxnir indverjar endurskipulogdu radirnar i sifellu, hoppandi upp og badandi ut ollum ongum. Herre Gud svo madur sletti. Allt thetta for i hlaturinn a mer. En ekki ferdafelogum minum, annars gladbeittum hopi breta, og einu stykki hommapari, sem virtist finna til skyldleika vid mig, en their satu fyrir aftan dyngjuna mina 'a utleidinni, sem flugthjonarnir bjuggu mer. Eitthvad voru litlu indverjarnir farnir ad pirra tha. Thad vard til thess ad eg for ad flissa eins og skolastelpa, og jok that a pirringinn hja sumum og flissid mitt lika. En eftir nokkrar byltingar a rodum sem gatu verid indverjar her , everopubuar her , muslimakonur her , adrar konur her, negrar her, sandnegrar her, Bagnkok flug her , Hong Kong her....... Hvilikt hugmndaflug. Hver indverski dvergurinn fyrir sig helt sig vera yfir hinum og afar mikilvaegur.

En.. nu tok vid vopnaleit.....hehehe..... og eftir hinar sibreytilegu radir var farid i that ferli, fyrst var handfarangur genguml'ystur, svo gekk madur i gegn um hlid, svo var madur settur a pall thar sem var baedi handvirk leit, en thar sa leitargaurinn astaedu til ad kreista a mer thohnappana, en uppskar hlatursgusu fra mer, sem vard til thess ad bretarnir allir fengu hlatursdellu lika.

Eftir ad toskurnar komu ur gegnum lysingu, var einn indverjinn i thvi hlutverki ad setja farnagursmida a handfarangurinn, mer til mikillar undurnar, og svo var annar indverji greinilega honum aedri sem stod med stimpil og stimlilpuda og stimpladi a farnagursmerkimidann. Sa er enn a mittistoskunni minni og eg er ekki enntha farinn ad skilja tilgang hans. En nog um thad. Nu skydldum vid fara um bord i flugvelina. Gate number 16 sir sagdi enn einn indverjinn med thessum oborganlega hreim. Og hersingin held af stad. A stangli voru svona gotusolubasar hvar haegt var ad versla , nota bene bara med indverkum peningum hahahahhaha, ekki ad furda ad urval vaeri litid af vorum tharna. En i stuttu mali. Tha trommudum vid alla flugstodina a enda og endudum i vesturendanum, ekkert smaraedis labb. Og thar beid okkar bifreid sem flutti okkur i krakustigum alla leid ut a plan VID HLIDINA A VELINNI SEM VID KOMUM MED stod su vel sem flutti okkur til Bangkok.

Mikid langar mig ad hitta manninn sem skipuleggur thetta tharna i Mumbay internationla airport.

Fataekrahverfi Bombay na alveg upp ad flugvellinum og madur ser hreysin vel vid komu og brottfor. Mikid er gott ad vera islendingur.

Kvedja fra Pong til ykkar. Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband