Hvernig munu krókarnir beygjast?

Er á siglingu hérna í Norðursjónum. Á bæði borð eru lönd sem eru líka að berjast í kreppuástandi. Breska konungsdæmið og það Hollenska. Að heiman berast fréttirnar í stjórnmálunum. Bloggararnir spara ekki lýsingarorðin frekar en fyrri daginn. Fólk sem allt þykist vita og allt þykist kunna.

Við eigum ekki að halda áfram með álverin segja sumir, ekki virkja, ekki veiða hvali.

Ég spyr hvað eigum við þá að gera? Það má ekki hlúa að því sem fyrir er þá heitir það að hygla einhverjum. Ég nefni það fyrirtæki sem ég sigli hjá núna EIMSKIP. Það fyrirtæki sem snertir afkomu fjölda fólks var notað sem spilapeningar í græðgisleiknum. Stétt íslenskra farmanna var næstum þurrkuð út í útrásinni. Stéttarvitund var niður drepin. Reynt var að skipta út íslendingunum fyrir erlenda þræla, fyrir smáaura. Á nokkrum árum eru íslenskir farmenn orðnir þeir ódýrustu í Evrópu. Samanlögð störf í kaupskipaflotanum gilda einu stóru álveri. Væri ekki fengur að fá þau störf inn í íslenska þjóðarveltu?

Þarf ekki að ræða slíka hluti? Eins og hvernig Bónus og viðlíka fyrirtæki brutu niður réttindi og kjör verslunarfólks.

Hvað með spillinguna innan stjórnkerfisins í stofnunum, hvar fjölskyldu og vinatengslin ráða, í stað faglegra ráðninga?

Er hræddur um að Ögmundur passi upp á það að enginn fari að kafa of djúpt í það.

Menn tala um ferðamannaiðnaðinn. Hefur einhver könnun farið fram á því hversu mikinn ágang íslensk náttúra þolir. Eða gildir sama græðgin þar?

Þarf ekki þjóðin að fara að sætta sig við sjálfa sig og fara í smá reality tékk. Við erum bænda og veiðimannasamfélag í grunninn. Við eigum að vera stolt af því. Hér þarf að samræma sjónarmiðin. Því miður ætlum við ekki að bera þá gæfu að brjótast út úr flokkakerfiu hefðbundna, sem með tilveru sinni stillir fólki upp í andstæðinga og yfirspilar alla heilbrigða umræðu.

Ég er að fá mig fullsaddann af lýðskrumurum sem eru á móti öllum atvinnutækifærum sem nefnd eru til sögunnar. Við verðum að lifa í þessu landi og það er næsta víst að það er fullreynt að hvorki draumar né verðbréf gefa magafylli. Tilveran er ekki svart og hvítt, heldur allt litrófið.

Nýtum náttúruauðlindirnar , og lifum með landinu okkar , þess gjöfum og gæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvaða, hvaða, þarna úti í hafi?  Ertu í vondu skapi þú þessi ljúflingur?

Vertu góður við Ögmund amk. fyrstu vikuna.  Allir eiga að fá að njóta vafans Einar minn.

Knús á þig og brostu svo.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sæl Jenný mín.

Bara svona smá skvetta inn í umræðuna.

Er annars bara góður, við erum búnir að vera í vitlaus veðri megnið af túrnum. Undarlegt að sigla í storméljum á þessu svæði.

Kveðja og bros á þig.

Einar Örn Einarsson, 2.2.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Einar ekki gat ég með nokkru móti áætlað að þú værir í vondu skapi, þegar ég las þessa grein heldur þvert á móti.  Hvert orð er satt og rétt og mikið er ég sammála þér að við eigum að lifa af þeim náttúrugæðum sem við höfum svo mikið af en í sátt við náttúruna því náttúruvernd felst ekki í "öfgafullum" skoðunum að eitt sé alvont og megi bara EKKI en annað gott og það eigi að gera MIKIÐ af því heldur að ganga þannig um náttúruauðlindirnar að við göngum ekki á þær heldur viðhöldum þeim.  Ég er á því að það hafi verið gerð STÓR mistök með því að mynda "pólitíska" ríkisstjórn, þennan stutta tíma sem er til kosninga, allir stjórnmálamenn eru að fara í kosningabaráttu og það segir sig alveg sjálft að þeir sem stjórna landinu, þennan stutta tíma, koma ekki til með að standa fyrir "óvinsælum" aðgerðum, sem geta skaðað flokkinn og möguleika hans í væntanlegum kosningum.  Það hefði átt að koma á fót öflugri utanþingsstjórn þeir hefðu gert það sem gera þurfti án þess að hugsa um pólitískar afleiðingar.

Jóhann Elíasson, 2.2.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er sorglegt hvernig útrásarbarónarnir fóru með þetta fyrrum óskabarn þjóðarinnar Eimskip.  Núna rambar það á barmi gjaldþrots. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2009 kl. 01:34

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já Jóhann og Jóna. Er þetta land kannski of lítið fyrir svona flókna pólitík. Kannski er það málið.

Við eigum það til að gleyma okkur í nýríku förunum og sama hvernig við reynum að spila okkur, þá erum við eins og ég sagði, samfélag veiðimanna og bænda, smáríki, og eyþjóð að auki, við erum ekki neitt annað.

Ef að kind er sett inn í kúafjós og ber þar lambi, þá er afkvæmið ekki kálfur heldur lamb. Kabisss.

Einar Örn Einarsson, 3.2.2009 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband