Lögreglumenn ekki öfundsverðir, ég vil koma því að, að þeir eiga minn skilning.

Ég hef áhyggjur. Skálmöld runnin upp.

Mikil umskipti frá ofgnóttinni sem var. Kemur mér á óvart að sjá suma mótmælendur sem voru á kafi í sukkinu, leika fórnarlömb í dag.

Hverjum er að treysta? Ögmundi skjálfandi á beinunum? Helgu Harðar bölvandi í ræðustóli? Stjórnarklaninu? Stjórnarandstöðunni?

Ég veit það ekki. Ég veit bara það að skemmdarverk, skera á dekk, brjóta rúður og ögrun við lögreglu skilar engu. Ég hef sagt það áður hér, ég hef reynt hvað það er að missa allt mitt einu sinni og ástandið er að éta upp það litla sem ég á.

Það er ekki þannig að allir hafi verið eins og í sunnudagaskóla í dag. Lögreglan er ekki að leika sér. Hún hefur það hlutverk að tryggja ákveðið skikk í samfélaginu.

Þessir fáu ögrandi og eyðileggjandi mótmælendur eru að eyðileggja fyrir hinum, sem eru að koma sínum skilaboðum á framfæri, það er hægt án þess að hlutirnir gangi of langt.

Lögreglan er að vinna sína vinnu.

Við þurfum tíma til að stilla upp nýjum valkostum. Til hvers að kjósa strax núna? Til að koma Steingrími J. með engar lausnir að kötlunum. Nei takk.

Málefnalegur undirbúningur til framtíðar er eitthvað sem ég vildi sjá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

"skera á dekk, brjóta rúður og ögrun við lögreglu skilar engu"  Hárrétt

Bölv og ragn gerir ekkert nema draga ræðumann sjálfan niður á lágt plan. Og e.t.v. espa mótaðila til mótspyrnu.

Takk fyrir þessa færslu.

Gott þú skrifar líka um lögregluna; þeir eru langflestir öðlingsmenn/-drengir (ekki allir, frekar en í öðrum hópum samfélagsins. Sbr. að greinilegt er að ekki skilgreina allir "friðsöm mótmæli" á sama hátt)

Eygló, 20.1.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir það Eygló. Vildi koma með annað sjónarhorn á þetta, dálítið einlitt í bloggheimum.

Einar Örn Einarsson, 20.1.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lifi byltingin!!  Ég er algjörlega friðsamur mótmælandi, og er á móti öllu ofbeldi og skemmdarverkum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:46

4 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Við þurfum að koma vitsmunaverum að, engann pempíuskap! Þetta lið grætur eina brotna rúðu og allt verður vitlaust. Skilanefndir bankanna eru að ausa milljörðum af fé landsmanna í að afskrifa skuldir óstarfhæfra og farlítt fyrirtækja. Síðustu vinargreiðarnir á fullu. Setjum söguna í samhengi kæri vinur, og útkoman verður einni brotinn rúðu í hag!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 21.1.2009 kl. 18:23

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þetta snýst ekki um eina brotna rúðu Fúsi minn, við báðir eigum að búa að þeim upplýsingum sem við höfum fengið, sem eru að missa okkur ekki í hvatvíst ástand.

Enginn , sama hver er , getur gert neitt af viti í slíku ástandi.

Einar Örn Einarsson, 21.1.2009 kl. 19:20

6 identicon

Þau sem gegna þessu starfi völdu það að þjóna okkur rétt eins og við völdum okkar starf, en ég stórlega efast um að nokkur þeirra hafi vonast eftir að lenda í þessari aðstöðu. En þeirra vinna felst í því að koma í veg fyrir eignarspjöll og skemmdarverk ásamt því að fyrirbyggja eða upplýsa önnur brot á lögum landsins, já eignarspjöll eru lögbrot. Ég þekki nokkrar löggur og eftir því sem þau segja eru mjög margir innan þeirra raða orðin þreytt á aðgerðarleysi sjórnvalda og vilja nýjar kosningar ekkert minna en við hin. Hitt er annað mál að mínu viti þarf að skipta um allt blóð í stólum alþingis hvort sem menn eru í stjórn eða stjórnarandstöðu því ekki voru þingmenn neitt skári með að þaga þunnu hljóði þótt viðvarannir væru farnar að berast utan frá. Svo í framhaldi af því vildi ég sjá að ráðherrar væru ekki sitjandi þingmenn og þannig væri þrískipting valds orðin að veruleika.

KV Jói Fr.

Jói (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:49

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jói. Gaman að þú skulir koma með þetta komment. Kærar þakkir fyrir það.

Ég deili fullkomlega þessum skoðunum með þér.

Einar Örn Einarsson, 21.1.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Langlundargeð íslendinga er öfundsvert kæri minn, því er ástandið orðið alvarlegt þegar þjóðin missir sig svona. Auðvitað eigum við ekki að þrasa um dauða hluti hér, en hvað þurfum við að ganga langt til að hlustað sé á okkur?

Ég er ekkert að missa mig í ástand sem ég höndla ekki, ég gæti mín sérstaklega á því að horfa á aðstæðurnar utan frá, en það breytir ekki því að ég er með ákveðna skoðun á stöðu mála og tjái í samræmi við það.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 21.1.2009 kl. 22:55

9 Smámynd: Kristlaug M Sigurðardóttir

Takk fyrir færsluna Einar Örn. Sammála þér með valkostina, við viljum ekki afdankaða stjórnarandstöðu í ríkisstjórn, þeim er ekki treystandi heldur, við viljum nýja valkosti. Það að Framsókn verði "hækja" fyrir rauð-græna ríkisstjórn eins og blasir við núna minnir mig á "ruglið í Reykjavík" á síðasta ári, og ég hafna þannig stjórn líka.

Kristlaug M Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 00:48

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já Kikka mín. Nú vantar okkur valkosti.

Ég hef ekki löngun til að velja neitt af þessu liði sem nú situr. Held að hin nýja forysta framsóknar gæti farist í eigin flugtaki með því að leppa einhvernslags bráðabirgðaræksni í þessu ástandi.

Einar Örn Einarsson, 22.1.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband