Kominn heim úr langþráðum gæzlutúr.

Fengum að fara einn túr, blessunarlega. Gott að geta sinnt starfinu sínu í öllum sparnaðinum.Týr nóv Grímsn

Kominn heim í kreppuna. Geri mitt besta til að forðast þessa hringiðu reiðinnar sem snýst og snýst. Finnst stundum eins og fólk haldi að það sé hægt að leysa svona flókin mál bara si svona. Það er ekki allt "instant", svo einfalt er það.

Ekki svoað skilja ég er að finna fyrir þessu mjög áþreifanlega, er orðinn vanur svona bankaveseni Smile

Ætla ekki að úttala mig frekar um það efnislega.

Ætla að reyna að tækla þetta með þvi að reyna að halda í þau sönnu verðmæti sem ég á. Ég er að tala um vonina, bjartsýni og æðruleysi.

Ég sneiði frá gremju, besservissera og frekjubloggunum þessa dagana. Vegna þess að fæstir hafa yfirsýn, nema hina sjálfhverfu sýn, sem er ekkert að bæta mínar aðstæður. Ég þarf að búa mig undir maraþonhlaup í gegn um þetta krepputímabil. Og þá eyðir maður ekki allri orkunni í upphitunina. Það er gott að eiga eitthvað inni þegar einhverjar tæmandi upplýsingar liggja fyrir, og maður hefur raunveruleg kennileiti til að byggja á. Ekki veitir af. Hef speki hávamála að leiðarljósi á meðan. Hlusta í stað þess að tala á meðan.

Allavega langaði mig að stimpla mig inn. Hæ kæru bloggvinir. Vonandi eru allir hressir á sálu og sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkominn heim, ég var farin að undrast um þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Velkominn heim af hafi.

Guðmundur St. Valdimarsson, 27.11.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkominn til bloggheima, ég hef verið að kreppublogga undanfarið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.11.2008 kl. 00:48

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Velkominn heim og ég er yfir mig ánægður yfir því að þið hafið náð að "kría" út einn túr.  Maður nær því ekki að "skorin" hafi verið niður framlög til Gæslunnar.  Annars segjast sjóræningjarnir, við strendur Sómalíu, vera að stunda "strandgæslu".  Spurning hvort þarna sé kominn nýr tekjustofn fyrir Gæsluna?

Jóhann Elíasson, 27.11.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sæl öll. Þakka kveðjurnar.

Jóhann. Við förum bara á honum TÝR þarna suðureftir, plöffum þessi hrútshorn niður, fyrir góðan pening.

Einar Örn Einarsson, 27.11.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður pistill hjá þér strákur. Þetta er nokkuð sem við ættum öll að hafa að markmiði núna.

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 06:01

7 identicon

Sæll og blessaður gaman lesa þig. Mig langaði að benda þér á að kíkja á gömlu vinina í Kef. við verðum með flotta tónleika á aðventunni og mikið þætti okkur nú vænt um að sjá þig. Ég veit ekki hvort að þú hefur frétt af nýja kórstjóranum okkar (bara flottur) Jólakveðja Harpa E.

Harpa (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 08:55

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk takk Haraldur

Harpa frábært að heyra frá þér. Til lukku með nýja kórstjórann, ég á heilmikið í honum, milljón skrilljón kveðjur og knús.

Einar Örn Einarsson, 28.11.2008 kl. 17:42

9 Smámynd: sævar már magnúss

mig langar á sjó, að vera sjómaður sem ekki fer á sjó er svindl .... 

sævar már magnúss, 29.11.2008 kl. 12:08

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

haha Sævar

Einar Örn Einarsson, 30.11.2008 kl. 18:00

11 identicon

Unnum við ekki breta á sínum tíma? Ég held að við ættum alveg að geta tekið einhverja pjakka frá Sómalíu með vinstri. :)

Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:25

12 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Haha Svenni, með vinstri og sú hægri að gera eitthvað annað á meðan

Einar Örn Einarsson, 3.12.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband