Hættum að væla. Upp með húmorinn, himinn og jörð eru EKKI að farast.

Jæja nú er gott að geta notað æðruleysið og sporin á tilveruna. Verðbréfin lækka og vísitölur og hvað þetta dótarí heitir sveiflast allt hvað af tekur.

Nú er þjóðin öll að leita að sökudólgum. Skrattinn í hverju horni og samsæriskenningar á hverju bloggi.

Málið er að það þarf ekki alltaf að leita sökudólga. Hvað MÉR og ÞÉR finnst er léttvægt vegna þess að ÉG og þÚ vitum minnst hvað gengur á í hagkerfum heimsins. Ég efa það að ríkisyfirtökur banka í nágrannalöndum séu gerðar í hefndarhug. Stundum verðum við að treysta þeim sem ráða, og þótt við séum klár og ljóngáfuð þá er það ekki víst að við séum að höndla einhvern stóra sannleika.

Sumt verður að vinna fyrir lokuðum dyrum, fjármálaheimurinn er viðkvæmur, svo mikið er víst.

Hættum voli og væli og að benda í hrekkjusvínin. Upp með húmorinn, ekki veitir af.

Hinir sönnu sjóðir felast í huga og hjarta, nú er gott að hafa lagt inn í þann bankann. Bankann minn. Og af þeim banka tek ég út í þessa færslu.

Upp með hvítu málninguna í svartnættinu!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Enika Menika, ég á enga peninga

Súkkati búkati, ég get sungið fyrir því.

eitthvað fyrir alla, káta krakkalakka

konur með hatt og kalla með skalla.

Á þetta ekki ágætlega við á þessum tímum. Ekki er ég maður með fullar hendur fjár. Kemst þó sæmilega af. Ég á hinsvegar 1 stk eiginkonu, sem skilur mig og styður við mig í hvívetna. 3 stk heilbrigð og hraust börn, sem veita mér ómælda ánægju. Svo má að lokum telja 1 stk gulan kött sem er mesta gæðablóð. Ég er að vísu með ofnæmi fyrir honum. En við virðum hvorn annan og förum ekki í hár saman. Það eru mín hlutabréf í lífinu.

Guðmundur St. Valdimarsson, 30.9.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehemm, dásamtlegt að geta verið pirraður af og til.

Í æðruleysinu sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hæ Gummi. Hárrétt þú ríki maður. Eimitt þetta eru hin sönnu auðæfi, og ennþá betra að kunna að meta þau. Snilld þetta með köttinn

Jenný vitanlega pirrast maður. og minn ástkæri púki á öxlinni vill teyma mig inn í pirringslandið undir svartsýnistunglið, en mig langar ekki þangað.  Æðruvkeðja

Einar Örn Einarsson, 30.9.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ekki er ég að velta mér uppúr þessum fjármálum í dag.  Ég er svo heppin að hafa ekki haft efni á því að fjárfesta í hlutabréfum.  Svo eina tapið sem ég verð fyrir eru allar verðhækkanir á matvöru.  Það kemur þyngst við mína pyngju. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2008 kl. 02:37

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Segjum tvö Jóna. Fór að versla í gær og brá aðeins við að sjá hvað hlutirnir hafa hækkað.

Einar Örn Einarsson, 1.10.2008 kl. 09:10

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Er svo að reyna að láta þetta ekki pirra mig, nenni ekki orðið að hlusta á fréttir.  Eina sem maður getur gert er að þrauka hvern mánuð fyrir sig og reyna að hafa gaman af þessu öllu saman.  En vá hvað það er samt erfitt að kaupa í matinn og borga reikninga.  ÚFF .

Elísabet Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 16:23

7 Smámynd: sævar már magnúss

Hver kaus Bölmóð og lafmóð til að stjórna öllu hér.  

merkilegt hvað fjölmiðlar geta málað skrattann á vegginn. 

sævar már magnúss, 4.10.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband