1.11.2007 | 15:42
Af hafi og heim
Jæja þá er ég heima í inniveru. Fer aftur á mánudag.
Komum við í Færeyjum í þessum túr. Alveg frábært samfélag þarna úti í Færeyjum. Einhver stemming sem rímar við hvernig það var á Skaganum í gamla daga.
Hef verið að hugsa um það oft, hversu miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu hérna á mínu æviskeiði. Breytingarnar sem mín kynslóð upplifir er kannski óáþreifanlegri en margar aðrar breytingar, vegna þess að það eru ekki bara breytingar á tækni og tólum sem ráða för þar, heldur er það grunnurinn í þjóðarsálinni sem er að breytast.
Ég er til að mynda alinn upp í samfélagi hvar ungir menn sóttu sér fyrirmyndir í aflamenn og sjósóknara, duglega iðnaðarmenn og auðvitað í boltann sem er náttúrulega ekki nema eðlilegt á SKaganum. Semsagt fyrirmyndirnar voru fólk sem komst áfram, fyrir eigin dugnað og verk. Við skildum það að til að eignast eitthvað þurfum við að framkvæma eitthvað. Vinna semsagt. Útskipanir, beitning, gella, bera út blöð. Verðmætin voru þar með áþreifanleg.
Allir voru að vinna. Í hádeginu var ös á meðan hið vinnandi fólk fór heim í mat. Rútur merktar HB&co, Heimaskaga, Haferni og fleirum á ferðinni á slaginu 12. Í sjálfu hádeginu varð þögn á meðan suðan kom upp á kartöflum og soðningu, nú eða grautarspón. Soðningarilmurinn fyllti götur og stíga. Þögnin varð rofin af síðasta lagi fyrir fréttir, síðan blandaðist saman glamur á diskum við fréttalestur ríkisútvarpsins . Á sunnudagsmorgnum var hátíðleikinn fólginn í lykt af steiktu læri, sól á lofti, útvarpsmessan spilaði undir. Eftir hádegið ómuðu klukkur Akraneskirkju yfir bæinn. 3 bíó í Bíóhöllinni allir í sparifötunum.
Á veturnar stillur, kalt og hvítt. Reykur úr strompum. Spyrðubönd héngu á bíslögum og snúrustaurum. Vorboðinn var grásleppan sem seig í vorsól, svo kom lóan að kveða. Börnin í sveit eða að vinna og vinna og þar með læra að til að eiga þá þarf að gera og framkvæma. Á skrokk og sál merkti fólk hvers virði hlutir voru.
Fólk kíkti í kaffi. Tekið í spil. Málin rædd. Munur á spari og hversdags. Gos með matnum sjaldgæfur munaður og til ómældrar gleði. Lítið þurfti til að gleðjast við og með.
Samkennd og samhugur. Meira gert af því að samgleðjast en sundra. Alþýðumenningin sönn. Hið sanna stolt fólst í því að geta fætt, klætt og búið þak yfir höfuð. Gjalda keisaranum sitt og Guði sitt. Skulda engum neitt ef hægt var.
Samfélagið í dag. Steinsteypa, skyndibiti, hraði, óþolinmæði og ótti.
Fyrirmyndirnar frekar óraunverulegar og þokukenndar
Samhengið á milli þess að eignast og framkvæma annað. Mér finnst að í stað lyktarinnar af soðningu og sunnudagslæri sé fnykur græðginnar við völd. Á öllu skal græða. Allt hafið upp í dow Jones vísitölu og Ftse eða hvað það heitir. Peningar komnir í almættis stað.
Ekki tími til að kíkja í kaffi, hvað þá taka í spil. Allt spari orðið hversdags. Alltaf þarf að gera meira og meira til að gera dagamuninn.
Ég er ekki hissa á því að fólk sé þreytt og teygt á taugum.
Ég er oft spurður hvers vegna ég fór að gerast sjómaður aftur, eftir mörg ár í landi.
Einmitt þessi hugleiðing segir allt um það. Með því móti nýt ég þess betur sem samfélagið býður upp á. Fjarlægðin á sjónum gefur mér tóm til að hugsa og halda áttum. Litlu hlutirnir fá lengra verðgildi.
Svona er nú það. Lífið er jafndásamlegt nú sem fyrr. Spurningin er bara sú, hvernig við hvert og eitt verjum því.
Blogga meira á morgun.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll frændi.
Takk fyrir þetta innlegg, það hreyfði við mér og ég fór að rifja upp gamladaga. Þegar við vorum í beitningarskúrunum og lyktina á bak við hlöðuna á Lögbergi. Takk fyrir þetta þrábært innlegg
Einar Vignir Einarsson, 1.11.2007 kl. 18:16
já takk. Maður hugsar ýmislegt á löngum stímum.
Einar Örn Einarsson, 1.11.2007 kl. 19:14
Mjög þörf og góð grein, þetta ætti að fá fólk til að stoppa aðeins í "brjálæðinu" og hugsa um það hvert við stefnum?
Jóhann Elíasson, 3.11.2007 kl. 16:23
Góð hugleiðing. Já, það er rétt Skaginn er að breytast og hann er allt öðruvísi en þegar við vorum að alast hér upp. Hér eru nú liðnar margar margar vikur síðan togari sást síðast í höfninni. Þeir fara bara til Reykjavíkur. Höfnin er galtóm, bara Víkingur gamli sem liggur við bryggju. Smábátasjómennskan er að heita fyrir bí. En fólkið er hér enn - meira að segja margt af sama fólkinu og var í denn, og auðvitað afkomendur þess. Það er fyrir öllu - okkur er að takast að halda í mannauðinn og bæta gott betur við. Þannig erum við miklu betur stödd en mörg önnur byggðalög á landsbyggðinni. Við höldum áfram að berjast á Skaganum og gefum okkur ekki svo létt.
Magnús Þór Hafsteinsson, 4.11.2007 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.