11.9.2007 | 01:26
Borgin búsældarlega
Hef um skeið lesið, hlustað og séð það sem fram er borið af fjölmiðlum um skipulagsmál í Reykjavík.
Ekki laust við að maður verði hugsi, búandi í gamla vesturbænum, hvar verið er að fylla upp í öll möguleg pláss. Húseigendur smærri eigna fá regluleg símtöl frá vænlegum kaupendum sem vilja rífa "kofana" og dema kumböldum á lóðirnar og fjölga þar með íbúum. Þetta gerist hvað ofan í annað. Ekki fyrir löngu var slíkt gert á Holtsgötureitnum svokallaða. Íbúar mótmæltu. Borgin tók nú ekki mikið mark á því. Íbúar vildu geta lagt sínum ökutækjum í þolanlegu göngufæri frá híbýlum sínum. Eitthvað varð nú samt til þess, að eftir að reiturinn byggðist, er nánast vonlaust að leggja ökutækjum í sæmilegri fjarlægð frá heimili eftir að kvöldar. Fólk reynir að nýta það pláss sem gefst, án þess að loka fyrir aðgengi umferðar. Borgin sendir síðan stöðuverði til að sekta viðkomandi bifreiðaeigendur.
Sumt fólk hér í nágrenninu hefur þurft að borga drjúgt í sektir í þessum aðstæðum. Ætla ekki að fara að ræða réttlæti eða óréttlæti varðandi sektirnar, en hugsa þess í stað um hvað borgaryfirvöld ætli að gera í þessum bílastæðamálum. Þetta er eitt elsta íbúahverfi borgarinnar og einhvernveginn finnst mér að fólk ætti að geta haft eins og eitt ökutæki innan 200 metra radíuss frá heimilinu.
Á sama tíma er verið að umbylta hafnarsvæðinu og talað um framsæknar hugmyndir með frekari landfyllingum í Ánanaustum, sem er efni í aðra hugleiðingu. En er til mikils mælst að borgaryfirvöld reyni að leysa vandamálin í þessum hverfum í gömlu Reykjavík áður en til slíkra umbyltinga kemur.
Það ætti að vera hægur vandi að endurskipuleggja bílastæðin í einstefnugötum vesturbæjarins gamla, líkt og gert var í hlíðahverfinu.
Það er frábært að búa hérna í gamla bænum, en samgöngumálin eru að verða nokkuð þreytandi.
Fagna tillögum um uppbygginguna í gamla miðbænum. Ekki laust við léttir eftir að úrslit samkeppninnar voru kynnt.
En fyrir alla muni. Leyfum gamla vesturbænum að vera eins og hann er. Hann er minnisvarði um dugnað og uppbyggingu og grunnurinn að því sem seinna varð Reykjavíkurborg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.