Falleg stund.

Var í sálumessunni í minningu Pavarottis. Fögur stund og þeim til sóma sem að henni stóðu og komu þar fram.

Basilika Krists konungs í Landakoti er gríðarlega fallegt hús og hefur einn þann besta hljómburð sem gerist á landinu.

Sem sóknarbarn í kaþólska söfnuðinum naut ég þess sérstaklega að hlýða á þessa fögru tónlist í kirkjunni okkar.

Þakka fyrir mig.


mbl.is Sálumessa fyrir Pavarotti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta var mjög falleg stund.

Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 20:14

2 identicon

Óhemju falleg stund. Ég er svo heppinn, eins og margir aðrir, að eiga stafræna myndavél sem tekur kvikmyndir. Fékk mér í hana 2 Gb kort og get tekið 18 mín kvikmynd. Ég tók upp allan sönginn og var að hlusta á hann aftur. Þvílík tækni, því með svona myndavél þá tekur enginn eftir því að þú kveikir á henni.

Smart spæjari !

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já satt segirðu.

Ég á meira að segja svona myndavél, var ekki búinn að fatta að þetta er möguleiki. Minn haus hugsar mynavél= Mynd í albúm.

Alltaf er maður að læra.

Einar Örn Einarsson, 10.9.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Sæll Einar.

Vegna spjalls á annarri síðu um kirkjuna, þá var ég að fá rafpóst frá félaga í Kaþólsku kirkjunni á Íslandi og hann kveður okkur báða í kútinn:

Kirkjan heitir hvorki Dómkirkja, Kristskirkja né Landakotskirkja. Hún heitir einfaldlega „Basilíka Krists konungs“ og var vígð sem slík 23. júlí 1929. Hún er dómkirkja Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og er oft nefnd Kristskirkja eða Landakotskirkja í daglegu máli.

Svo mörg voru þau orð og rétt skal vera rétt!

Gunnar Kr., 11.9.2007 kl. 16:04

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sæll Gunnar

Það er ekki alveg rétt.

Hún var vígð sem dómkirkja. Varð ekki Basilika fyrr en árið 2000.

Á blöðum í fordyri kirkjunnar má sjá :

Dómkirkja Krists konungs og Basilika.

Kveðja

Einar Örn Einarsson, 11.9.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 51359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband