25.5.2013 | 23:09
Snúrublogg. 14 ár og frjáls.
Komið að einu bloggi. Snúrblogg.
Nú eru 14 ár síðan ég gafst upp fyrir Bakkusi konungi. Man þegar ég vaknaði upp á Suðurgötunni í Keflavík. Ranglaði niður stigann og inn í eldhús og allt í einu eins og í einni svipan gerðist það. Ég gafst upp. Gjaldþrot andlega og þrotinn líkamlega að kröftum, brunninn upp í starfi, búinn að drekka frá mér þáverandi samband. Ég hreinlega gat ekki meira.
Undanfarinn var búinn að vera langur og strangur. Flóknar aðstæður sem rekja má aftur til æskuáranna. Ekki skorti mig ást og umhyggju í uppvextinum. En örlögin gripu grimmilega í taumana. Svart og ljótt leyndarmál bættist í farteskið og það bættust fleiri slík á byrðina .
Ég var greindur , hraðlæs 4 ára. Settur í skóla ári á undan jafnöldrum. Hið óhjákvæmilega fylgdi. Einelti og einangrun á móti athygli og hæfileikum. Ég var ekki eins og hinir. En ég skyldi standa mig. Tróð ekki hefðbundnar slóðir. Var látinn gjalda þess. Þrátt fyrir annmarka mína, kvíða, felmtursraskanir, athyglisbrest og leyndarmálin. Þá náði ég að standa í fæturnar. Ég gat illa tjáð mig um hvað angraði mig hið innra. Var lagður inn á sjúkrahús í tvígang á unglingsárum og var rannsakaður í bak og fyrir eftir að hafa verið lagður inn með blóðþrýsting langt yfir hættumörkum. Sé það eftir á að það voru alvarleg taugaáföll. En athyglin barst ekki að því innra, skrokkurinn var rannsakaður í bak og fyrir. Hið andlega var ekki viðfangsefnið þar. Þá var samkynhneigð tabú og Stígamót ekki til. Orðið einelti var ekki heldur til.
Ekki ætla ég að fara að greina hvað varð til þess að ég varð alki. En flóttinn frá ömurleikanum, inn í algleymið og áfengisþokuna var mér kærkominn. Á það sameiginlegt með hinum ölkunum að hafa fetað rússíbanan allan. Upp í hvatvísi og hroka og niður í djúpa dali depurðar og vonleysis. Sjálfsmatið í molum og óttinn nánast eina tilfinningin sem maður tengdi almennilega við. Tilfinningar voru mér nánast ofviða, stjórnlausar æddu þær um æðarnar og ég vissi ekkert hvað þær í rauninni þýddu. Ég leitaði skjóls hjá eldra fólki. Fann þar til öryggis.
Setti stoltið í störf mín og unndi mér aldrei hvíldar. Allt snerist um að geta verðlaunað sig með áfengi. Alltaf bættist í hinn andlega farangur og oft á tíðum var ég í blackout blá edrú.
Það að brenna upp er skelfileg tilfinning. Guð flögraði upp um rjáfrið í Keflavíkurkirkju, mitt í hátimbruðum helgidómnum. Það var ekki pláss fyrir okkur báða, hið útbelgda egó alkans og Guð. Reiðin, bölsýnin , gremjan, hrokinn, viðkvæmnin, sjálfsvorkunin og neikvæðnin nær undirtökunum. Aðeins alkoholið og lyfin sem höfðu bæst í hópinn náðu að slá á ömurleikann. Leikritið mikla er leikið til fulls. Enginn skal sjá sársaukann og skömmina. Stjórnleysið og einbeitingarskortur verður lamandi. Áfengið hættir að virka.
Og þá kom að þessari stund á öðrum degi hvítasunnu á því herrans ári 1999. Alkoholið var hægt að virka. Ég gafst upp.
Ég leitaði til samtakanna sem ég kalla leynifélagið. Þar var mér tekið opnum örmum af fólki sem var búið að feta brautina. Þvílíkt happ, þvílík gæfa að eiga slík samtök.
Ætla ekki að orðlengja það, í skjóli leynifélagsins gat ég horfst í augu við sjálfan mig. Sættst við fortíðina og fengið langþráð frelsi. Það kemur samt ekki að sjálfu sér, maður þarf að hlusta og fara eftir leiðbeiningum þeirra sem hafa gengið götuna á undan. Taka tilsögn og líta í eigin barm. Sporin sem stigin eru , fetar maður ekki einn, heldur með fjöldanum sem hefur tekið þá ákvörðun að viðurkenna vanmátt sinn, gera sér grein fyrir því að eitthvað æðra manni sjálfum fyrirfinnst, hvað sem fólk kýs að kalla það, og að miðla af þeirri reynslu sinni til annara.
Organistinn og tónlistarmaðurinn sem gafst upp í Keflavík fyrir 14 árum er ekki hinn sami í dag. Fyrir 14 árum í sársaukanum og uppgjöfinni fólst nýtt upphaf. Sannarlega varð það svo. Ég fór að feta nýja stigu. Sækja mér þekkingu. Fann fjölina mína. Nú sit ég yfirstýrimaðurinn um borð í skipi mínu, nýjasta skipi BON flotans, nú á írskum sjó, og minnist þess að hafa gefist upp fyrir Bakkusi konungi fyrir svo mörgum árum. Á nýtt líf í dag. Bið um æðruleysi. Finn ró í huganum. Hlakka til að koma heim til mín til þess sem ég elska. Ég er óendanlega þakklátur. Hið sjálfhverfa líf fortíðarinnar er ekki að heilla mig. Ég hef fyrir náð leynifélagsins og míns æðri máttar fengið líf sem mig hefði aldrei þorað að dreyma um. Lifi með því sem fortíðin geymir. Það er partur af mér. Sætti mig við það sem ég get ekki breytt. Að geta verið til staðar fyrir sitt fólk og sjálfan sig. Geta fundið fyrir frið í sálinni og óttalaust lagst til hvílu að kveldi dags er dýrmætt. Allt er forgengilegt í heiminum. En augnablikið er okkar. Ég tími ekki að eyða því í þoku áfengis, eða í óttanum. Að geta hlakkað til og njóta sólarinnar er lykill sem ég kýs að halda í. Takk fyrir mig þið öll sem hafa leitt mig áfram. Takk fyrir þið öll sem ég hef þekkt bæði fyrir og eftir. Að tilheyra ,vera partur af því góða samfélagi sem ég hef fengið er mér sem uppspretta og svalar þorstanum. Hjálpar mér að rækta garðinn minn. Hefur vit fyrir mér að greina á milli þess sem ég get breytt og þess sem ég get ekki breytt. Og viðhaldið löngun minni til að hætta að drekka. Þannig getur maður skánað og verið kannski ögninni bærilegri manneskja. Einn dag í einu.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.