6.5.2010 | 00:42
Hér verður lopinn teygður og lappir dregnar.
Er ekki hissa á þessu.
Það er nákvæmlega enginn vilji hjá valdhöfum þessa lands til að fletta ofan af spillingunni. Aðeins eitt atriði af 15 hefur verið uppfyllt.
Það á því miður að láta slík mál fyrnast. Allavega er það partur af plotti valdaklíkanna sem eru þverpólitíkskar, ekki aðeins í Sjálfstæðisflokknum, munum það. Íslensk pólitík er löðrandi í þessu. Í baktjaldamakkinu vinna flokkarnir eins og fjölskyldur mafíósanna og drifkrafturinn er náttúrulega græðgin. Verkalýðshreyfingin spilar með, enda er allt falt. Stjórnarsæti lífeyissjóða og aðrir bitlingar eru launin.
Lappir eru dregnar. Gefnar út aðvaranir áður en á að ganga að eigum þessara lykilmanna í spillingunni, svo það sé nú tryggt að þeir komi þessu drasli sínu úr landi, eins og glæsikerrum og öðrum munaðarvörum.
Stjórnmálamennirnir skilja ekki kröfuna um afsögn þeirra, sem nutu mestra ofurstyrkjanna. Vegna þess að þeir skilja ekki lykilorðið þar sem er SIÐFERÐI.
Og lýðurinn þegir þunni hljóði. Á meðan eru kjötkatlarnir þurrausnir.
Eina nýjabrum stjórnmálanna er GRÍNFRAMBOÐ, það eina sem fólk þorir að kjósa. Er okkur við bjargandi?
Ég bara spyr.
Eftirfylgni Íslands óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei ég held að okkur sé ekki viðbjargandi...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.5.2010 kl. 00:45
Ég hef misst allt traust á pólitík. Því miður. Það getur vel verið að þetta fólk hafi byrjað með einhverjar háleytar hugmyndir og þrá fyrir samfélagsþjónustu en núna er sú eða sá sem ætlar eða er að læra stjórnmálafræði litinn hornauga af mér. Það var verið að opna kostningaskrifstofu hér í Keflavík og þar stóð maður svakalega glaður og traustur og kallaði til mín að endilega koma og fá mér kaffi. Ég stóð í smá stund og horfði á hann og hugsaði "æi ég vil ekki að nokkur maður sjái mig fara inná kostningaskrifstofu - Hvað mun fólk halda?" Ég var hissa á sjálfri mér að hugsa svona og þegar ég fór að pæla meira í þessu þá fattaði ég að ég vil ekki tengja mig við pólitík eða stjórnmálamenn því það gæti komið niður á mannorði mínu.....úff skrítin uppgötvun en 100 prósent sönn.
Garún, 6.5.2010 kl. 11:48
Skil þig svo vel Garún mín. Ég var pólitískur lengi. Tók þátt í flokksstarfi og var í bæjarmálapólitík.
Nú er ég orðinn munaðarlaus pólitíkst. Íslensk stjórnmál eru trúarbrögð og ættbálka hefðir. Meðvirkin er innvafinn í þessi ótrúlegu samfélög.
Þannig að við erum að upplifa svipaða hluti mín kæra.
Einar Örn Einarsson, 7.5.2010 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.