Algjört umkomuleysi stjórnvalda. Sérstakur saksóknari lætur verkin tala.

Einhvernvegin kemur þetta ekki á óvart. Þetta undirstrikar algjört umkomuleysi stjórnvalda. Það er eins og sitjandi ríkisstjórn ráði ekki við almennileg samskipti við aðrar þjóðir.

Kannski birtist þarna heimóttarhátturinn og sérplægnin sem virðist okkur í blóð borin. Það að upplýsa og standa við gefin orð, sé stjórnvöldum ekki tamt.

Hef heyrt einn og einn hæla sömu stjórnvöldum fyrir það að nú séu handtökur að hefjast og að nú séu vinnubrögð ríkisstjórnarinnar að skila sér. Við slíkt fólk vil ég segja það að ef rétt er, að það sé í valdi ríkisstjórnarinnar hvernig þessari rannsókn vindur fram, þá er það staðfesting á óeðlilegum tengslum á milli stjórnvalda og saksóknara.

Sérstakur saksóknari, og hans fólk, er að vinna sína vinnu á þeim forsendum sem lagaramminn setur honum, ekki að geðþótta stjórnvalda, svo það sé ljóst. Það er kraftaverk að svo fáliðað teymi sé komið svo langt í vinnu sinni. Ég bind miklar vonir við  að það skili því að menn verði sóttir til saka svo við, þessi þjóð, getum haldið áfram að búa við eðlilegt samfélag.

Allavega blöndum ekki saman rannsókn hrunsins við aðgerðir stjórnvalda.

Þessi frétt staðfestir það, að ráðamenn okkar standa ekki undir því starfi sem þeir hafa tekið af sér. Enda fer megið af tíma íslenskra stjórmálamanna í endlaust pex um smámuni. Röfl og sýndarmennsku. Umræðurnar oftar en ekki í skugga minnimáttarkenndar og gamalla flokkagrýla, og því miður ekki í hinu stóra samhengi.

Á meðan bætist í klúðurbankann, eina bankann sem dafnar hjá stjórn Jóhönnu og Steingríms. Veruleikinn er sá, að vandi okkar nær yfir lönd og höf, og er ekki boðlegt að umgangast þennan stóra vanda sem einkamál okkar íslendinga.

Utanþingsstjórn eða þjóðstjórn er það eina sem gæti bjargað þessu, vil ég meina.


mbl.is Ríkið rúið trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitt er sem ég vil tjá mig um í sambandi við þessar handtökur, það er ekki farið að handtaka NEINA VIRKILEGA stóra einstaklinga, jú Hreiðar myndi sennilega teljast vera nokkuð ofarlega í GLÆPAPÝRAMÍDANUM en hann er nokkuð langt frá TOPPNUM. Getur verið að það eigi að taka svona einn og einn, sem "við" álítum stóran, en láta svo gott heita??

Jóhann Elíasson, 7.5.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já nú er þessi rannsókn okkur hulin. Hver veit nema að Hreiðar hafi verið svona mastermind í þessum fléttum öllum. Einhver ástæða hlýtur að hafa verið fyrir hans frama alla leið upp á toppinn í þessu glerhúsi KB banka.

Hef hugsað á sama veg og þú. En einhvernsstaðar verður að byrja þetta, og kannski liggja þræðirnir í þessu tiltekna máli allir út frá skrifstofum þessara tveggja framkvæmdastjóra bankans, beggja megin hafs.

En ég ætla að leyfa mér að binda vonir við þessa rannsókn. Ef það reynist vera á þann veg sem þú ert að hugsa. Þá er það fyrir mig stikkorð, fyrir að flytjast úr þessu landi.

Einar Örn Einarsson, 7.5.2010 kl. 09:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki ástæðan fyrir uppgangi hans sú að hann var "meðfærilegur" og gerði eins og honum var sagt???  Annars segi ég eins og þú, maður vonar það besta en ég er viðbúinn hinu.

Jóhann Elíasson, 7.5.2010 kl. 10:00

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já það má vera. Margir svona glæpamenn koma afar vel  og eru stimamýktin uppmáluð, þjónustulundaðir og húsbóndahollir á leið sinni upp valdastigana. En það er greinilegt að hann hefur undir niðri þorað að framkvæma hluti sem voru á afar gráu svæði, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Einar Örn Einarsson, 7.5.2010 kl. 10:04

5 Smámynd: kallpungur

Það sagði einhver "þolinmæði þrautir vinnur allar". Ég herf það á tilfinningunni að sérstakur saksóknari noti tröppu aðferðina og vinni sig uppávið í krimmaveiðum. Ef ekki Þá er ég ílla svikinn. Byrja smátt og enda stórt.

 Annars um efni færslunnar hér. Var við öðru að búast en klúðri frá þessum aðilum? Klúður er það ein sem búast má við úr stjórnarráðinu þessa dagana. Þetta lið sem þar situr er eins og Leiktjöld, ekkert nema innihaldslaust yfirborð og sónhverfingar og gjörðir þess eftir því.

kallpungur, 7.5.2010 kl. 10:21

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já ég vona að þetta sé eins og þú lýsir að rannsóknin gangi hægt og örugglega fram.

En ég reyndar átti von á því að sitjandi stjórn myndi ekki falla í sömu gryfju og sú fyrri, að vanrækja tengsl við umheiminn, og sérstaklega þær þjóðir sem mál varðar.

Lítið varið í leiktjöld án leikrits heheheh

Einar Örn Einarsson, 7.5.2010 kl. 10:37

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hvað varðar "rúið trausts" ríkisstjórnarinnar,( og meina þá svona almment, ekkert endilega núverandi)  þá er þar mikið verk að vinna um ókomna framtíð, en það að árangur mikillar vinnu saksóknara með aðstoð "sérstaks" aðstoðararmanns Evu Joly, er að skila sýnilegum árangri, er auðvitað stór liður í að traust á Íslandi aukist gagnvart umheiminum.

Og þetta er bara rétt að byrja, því sjáið til, við yfirheyrslur munu menn benda á aðra og ekki hylma yfir þá stærstu, í von um vægari eigin refsingu.

Kristján Hilmarsson, 7.5.2010 kl. 11:22

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já það er ærinn starfi fyrir höndum að vinna traust og nýtt orðspor í alþjóðasamfélaginu á ný.

Held að við sem þjóð verðum að fara í svona "indentity" tékk og una því að við erum smáríki, byggt á bænda og veiðimannasamfélagi.

Já vonum það besta með rannsóknina.

Einar Örn Einarsson, 7.5.2010 kl. 11:26

9 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Gamli félagi Einar E. Að mínu mati er það að stórum hluta aðal ástæðan fyrir öllu því sleifarlagi og froðusnakki sem einkennir stjórnkerfi okkar og litla virkni og eilífðar seinagang á flestum sviðum, er, að slök meðalmennska, og pólitísk þjónkun einkennir atgerfi og atferli  þess fólks sem þar er búið að hreiðra um sig íkerfinu, jafn vel í skjóli æviráðningar. Hver man ekki alla álitsgjafana sem birtust okkur á sjónvarpsskjánum alla daga fyrir hrun, og eru nú gufaðir upp, og vissu bókstaflega allt um hvað myndi ske í náinni framtíð, en reyndist svo bara marklaust gaspur og froðusnakk sjáfsumglaðra. Þetta fólk heldur að löng seta á skólabekk tryggi því yfirburði á flestum sviðum, og oflátungshátturinn kemur berlega í ljós, þegar það sáldrar "speki" sinni yfir lýðinn!! EN: Eins og hún amma mín sagði við einn af slíku Kalíberi sem  fór mikinn í orðræðu, og vildi upphefja sig yfir áheyrendur þekkingarlega, í skjóli langrar skólasetu og prófgráðna, (líkt og Georg Bjarnfreðarson), en gaf lítið fyrir reynslu annarra á vettvangi, lýsti yfirburða menntun sinni, þá var gömlu konunni nóg boðið. Hún tók til máls, og mælti stutt, en var gagnorð. "Já, já, væni minn, þú ert víst búinn að eyða ærnum tíma á skólabekk, og taka mörg prófin, en taktu nú vel eftir:" Menntun og skólaganga eru nú sitt hvað", . Við erum eð alltofmikið af reynslulausu værukæru fólki, sem þykist reynslurýrt vita öðrum betur alla hluti. Ég fékk til dæmis yfir mig frá strák nýútskrifuðum í lögfræði starfandi í ráðuneyti sjávarútvegs, þegar ég vildi leiðbeina vegna óframkvæmanlegs atriðis í reglugerð um veiðarfæri, að á þessu hefði ég ekkert vit, ég væri ekki með háskóla gráðu. Breytti engu þó ég hefði unnið með þessa hluti í yfir 40 ár. Fólk leyfði sér allt sem því datt í hug, svæsnustu reyfarahöfunda höfðu ekki hugmyndaflug á við þessa framagosa sem glötuðu allri siðferðilegri yfirsýn, lugu okkur full upp í háls, og rændu síðan peningastofnanir okkar, fyrir framan nefið á okkur, og við treystum þessum mönnum með sína afburða þekkingu, að eigin sögn. En nú harðnar á dalnum, og nú þarf að fara að svar fyrir (mis)gjörðir, og margra bíður gisting í íburðarminni vistarverum en luxussvítum, og gulli stráðar máltíðir tæpast lengur í boði.

Stefán Lárus Pálsson, 7.5.2010 kl. 15:29

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þú hittir naglann á höfuðið þarna Lárus minn. Hef orðið vitni að svipuðu og þú ert að lýsa þarna.

Menntunin verður að vinna með atvinnuvegunum, annað er fáránlegt.

Hef oft hugsað um það, þegar ég var kallaður í bankann minn og talað var niður til mín, þar sem ég var ekki nógu og mikill eyðsluseggur og ekki gjarn á að gleypa við öllum gylliboðum bankans. Mér var bent á að ég gæti farið og keypt mér bíl og tekið myntkörfulán, ég ætti að taka lán til íbúðarkaupa í myntkörfu. Ég fór út á sjó með það að kaupa engan bílinn, en lét plata mig i myntkörfu með fasteignina. fékk fyrstu (sem betur fer lægstu greiðsluna) í myntkörfu. Á sjónum snerist mér hugur og fór í bankann og vildi fá það sem eftir var af láninu í gamla forminu. Viðmót bankans var á þann veg að hér færi sjómannsfáraðlingur. En ég góðu heilli fór eftir mínu hugboði.

Tek fram að þjónustufulltúinn minn í bankanum var alltaf til fyrirmyndar. En ráðgjafinn á efri hæðinni er ekki í mínum uppáhaldshópi. 

Einar Örn Einarsson, 7.5.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband