18.4.2010 | 02:06
Hvað ertu Ísland? Hugleiðing af hafinu.
Hér á hafinu bláa er gott að láta hugann reika. Fregnir af gosinu mikla komu í kjölfar birtingar rannsóknarskýrslunnar stóru.
Stjórnmál og frelsi eru orð sem hafa verið mér hugleikin undanfarið.
Ég er Íslendingur, kominn af alþýðu landsins, sem hefur byggt það og þreytt sín stríð við náttúruöflin um aldir. Þjóðin gerði sér grein fyrir því hvað þurfti til, bara til að hafa í sig og á. Lífsgæði eins og við þekkjum þau í dag, voru ekki einu sinni valkostur. Allir þurftu að leggja hönd á plóg.
Lengst af var þjóðin í ánauð undir stjórn annara landa og ofurseld fyrirkomulagi sem kúgaði hina almennu. Embættismenn konungs voru m.a. sýslumenn og prestar, sem beittu lögum og trúnni til að berja fólk til hlýðni. Meira að segja var íslendingum bannað að dansa, og þar með töpuðum við víkivakahefð okkar. Stórbændur nánast áttu fólkið og gátu sent það á vertíðir sem vinnudýr. Ekki var öllum frjálst að komast yfir landskika, nú eða þá útræðisaðstöðu. Þurrabúðarfólk reyndi að komast af í nágrenni verstöðva, en ofurselt hinum útvöldu. Meira að segja voru vinnumennirnir látnir gangast við krökkunum hástéttarinnar, því að hinir háu, prestar og bændur gerðu tilkall til þess að geta misnotað vinnuþýið sitt kynferðislega. En alþýðan mátti vart elskast innbyrðis, þá komu yfirvöldin til sögunnar eins og dæmin sanna.
Við fengum heimastjórn. Gátum farið að byggja upp fyrirtæki sem þjóðin eignaðist og urðu bakbein samfélagsins um árabil. En frelsið var samt ekki að fullu fengið.
En þar kom að lokum að frelsið var unnið, og fullkomnað við stofnun hins nýja lýðveldis. Í skugga styrjaldar og í peningaflóði bretanna og kananna umbyltist samfélagið. Kúgun fortíðarinnar missti vopn sín í peningum stríðsins. Upphófst nú samkvæmið stóra, en það partyið varði ekki lengi.
Stjórn landsins var orðin okkar.
Og hvernig skyldi það nú hafa þróast?
Innbyggður þrælsóttinn gerði það að verkum að bændurnir komust til áhrifa, útvegsmannastéttin og hermangararnir ásamt versluninni mynduðu stjórnmálaöfl, reyndar byggð á þeim sem urðu til áður , við heimastjórnina. Þessir flokkar komu sér að görðunum og mynduðu skipulagt kerfi um skiptingu aðgangs að jötunum. Alþýðan stofnaði sína flokka til að fá fram rétt sinn til mannsæmandi lífs.
Svo kom að þeir réðu yfir öllu. Lengi vel var fólk ráðið eftir flokks skírteinum í vinnu. Meira að segja fóru flokkarnir sem kenndu sig við alþýðuna að koma sér fyrir inni í þessu auma kerfi bitlinga og klíkuskapar. Fjórflokkurinn var orðinn staðreynd. Bak við tjöldin er vílað og dílað. Partýið sem hófst í stríðinu var stöðvað.
Kvóti var settur á útveg og búskap. Ekki leið á löngu þar til hið heilaga fjórflokkakerfi var búið að misnota það.
Erum við búin að gleyma þessu?
Svo kom stóri vinningurinn EES frelsið mikla. Heimurinn opnaðist. Nú skyldi allt verða gott. Hvatvís þjóðin fékk nú nýtt party, góðærið hét það. Nú var passað upp á það að veitngarnar þrytu ekki á borðum veislugesta. Peningarnir flóðu, skipsfarmar af óþarfa dralsi fluttir inn. Allir búnir að gleyma því að peningar eru ekki ávextir jarðar í þeim skilningi að við getum ekki ræktað þá, heldur eru peningar tæki sem metur framlag byggt á framkvæmd eða vinnu. Við gleymdum okkur aldeilis þar. Allt á sértilboði og kostakjörum. Við kusum og kusum fólk til að starfa fyrir okkur, og mælikvarðinn var meira party meira meira græða græða.
Svo fór að harðna á dalnum
Meðan á partyinú stóð vorum við flutt aftur um áratugi og aldagamalt form blasir við. Með fulltingi stjórnmálamannanna vorum við rænd okkar sameiginlegu sjóðum. Gömlu traustu fyrirtækin okkar og bankarnir voru rænd. Ryksugað með græðgisryksugunni. Lífeyrissjóðir okkar misnotaðir, ekkert var heilagt. Fjármunum mokað úr landinu, viðbjóðsleg ofurneysla elítunnar vakti meira að segja aðdáun þjóðarinnar í glanstímaritnunum. Menn ársins forsetinn, þingmenn. Komin var ný yfirstétt, sem mátti meira að segja beita sjónhverfingum til að eignast hluti í þessum fyrirtækjum án þess að leggja neitt fram í formi peninga og vinnu. Hinir útvöldu, nýja yfirstéttin, einkaþotur, þyrlur, glæsikerrur, óhóf og viðurstyggilegt virðingarleysi.
Við þurfum að borga brúsann.
Þarna spiluðu með stjórmálamenn, sem við kusum til að gæta hagsmuna okkar. Þeir spiluðu alla leið, eins langt og þeir mögulega komust.
Við erum sár og þreytt á þessu. Við erum komin í gamla farið, en nú kúguð af okkar eigin fólki. Og það sem versta er að það fólk er valið af okkur.
Er ekki kominn tími á veruleikatékk hérna. Halló gott fólk!
Stjórnmál á Íslandi eru átrúnaður og skurgoðadýrkun. Allir krefjast uppgjörs, en vantar ekki að við hvert og eitt gerum upp hug okkar gangvart þeim gildum sem við viljum halda á lofti.
Gamla Ísland er á góðri leið með að koma aftur, viljum við það?
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei ég vil ekki láta endurreisa gamla Ísland, ég vil berjast fyrir nýju Íslandi.....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2010 kl. 02:19
Segjum tvö Jóna Kolbrún!
Einar Örn Einarsson, 18.4.2010 kl. 02:20
Mjög góð hugvekja. Því miður óttast ég að sú staða sé komin upp í borðspilinu "Ísland" að við þurfum að fara aftur um ansi marga reiti og kasta upp á nýtt...
Magnús Þór Hafsteinsson, 18.4.2010 kl. 14:55
Já Maggi. En hvernig í andskotanum er hægt að breyta þessu? Maður spyr sig trekk í trekk, hvað get ég gert í málinu?
Einar Örn Einarsson, 18.4.2010 kl. 15:05
Ég var að lesa pistilinn þinn og það renna á mann tvær grímur. Ég spyr líka eins og "fávís kona", hvernig í fjandanum er hægt að breyta þessu og hvað getum við gert?
Ekki batnar ástandið við hamfarirnar, sem eiga eftir að kosta þjóðfélagið mikla fjármuni, en núna vonar maður bara og biður að ekki verði mannskaði eða að blessuð dýrin verði sett í skjól.
Þetta er alltaf spurningin um að bjarga því sem hægt er að bjarga núna, síðar verður svo vonandi tími til að byggja upp. Takk fyrir góðan pistil Einar :-))
Sveinbjörg Guðmarsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 16:59
Takk Sveina mín. Tek undir með þér hvað varðar blessað fólkið og skepnurnar. Mikil gæfa hvað við höfum sloppið vel í okkar jarðeldum til margra ára.
Það er nokkuð ljóst að samstaða fólksins er lykilatriði. Við þurfum þora að stíga skrefið í alvöru. Ráða fólk hreinlega í vinnu til að reka okkar samfélag, óháð fólk sem er ekki bundið boðorðum gömlu flokkana og hírarkíi.
En tími tómra orða er að renna út. Verkin verða að tala.
Vona líka það besta. Það er mitt eðli.
Einar Örn Einarsson, 18.4.2010 kl. 17:12
Já, ráða óháð fólk í vinnu.
Rockefeller sagði, aðspurður hvernig hann myndi stjórna Íslandi?
On my lunch hour!
Þetta væri fyrirtæki á stærð við General Motors, sem hægt væri að taka í aukavinnu - eða í nefið, eins og fólkið sem við leyfðum - og leyfum - að ráða.
Frábær Íslandssaga annars Einar.
Þórdís Bachmann, 28.4.2010 kl. 23:56
Já skemmtilegt komment.
Þakka þér fyrir Þórdís.
Einar Örn Einarsson, 28.4.2010 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.