Blessaður kallinn!

Ég skammast mín ofan í tær.

Þvílík siðleysa og ógeð sem viðgengst hér i þessu landi.

Á sama tíma eru gungurnar sem hafa það verkefni að taka til eftir svallið, að skjóta sér á bak við að ekki séu lög fyrir því að niðurfellingar skulda hjá gömlu bönkunum séu teknar til baka.

Er þingið ekki enn starfandi?

Það hafa verið sett bráðabirgðalög á sjómenn trekk í trekk þegar þeir hafa viljað sækja rétt sinn til launa.

Er það svo flókið að setja lög um þennan gjörning?

Bendi á færslur Rangars Ingólfssonar bloggvinar míns, en hann er einn af þessu góða fólki sem er að reyna að fletta ofan af ormagryfjunum.

http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/

 


mbl.is Vill svör um spariféð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins heyrir maður eitthvað frá þér vonandi hefur þú það sem allra best.  Já satt segir þú hann Ragnar á svo sannarlega heiður skilinn fyrir það hvernig hann hefur verið að fletta ofan af spillingunni hérna en því miður er þetta bara toppurinn á ísjakanum og hverju sem sætir virðist þar til bærum yfirvöldum ekki finnast nein ástæða til að loka þetta glæpahyski inni en svo fer kallgreyið hann Lalli Johns í 10-11 og "nappar einu SKINKUBRÉFI og er "stungið inn" með það sama.  HVAR ER RÉTTLÆTIÐ?

Jóhann Elíasson, 15.6.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir og sömuleiðis. Já maður eiginlega getur vart trúað að hlutirnir geti verið svona, eins og er að koma á daginn.

Einar Örn Einarsson, 15.6.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Eygló

Er ekki málið það að engan hefur órað fyrir; haft hugmyndaflug í það hvað fólk gæti tekið sér fyrir hendur, - og þess vegna ekki til lög sem ná yfir gjörningana. Þ.a.l. verða þessir menn ekki lögbrjótar... af því að lögin voru ekki til.

Settu þeir lög núna gætu þau varla orðið afturvirk, eða?

(ég er bara að þykjast voða meðvituð :)

Eygló, 16.6.2009 kl. 01:53

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já Maíja mín. Þetta má alveg til sanns vegar færa. Samfélagið okkar var í grunninn svo saklaust og græskulaust, að það fólk sem á að setja okkur hin formlegu lög ( Þessi óskráðu eru ansi mörg sem við föru flest eftir og það kallast siðferði) Svo komust hinir útsmognu til álna og áhrifa, og beittu sér fyrir því að til þeirra yrði menntað svo og svo nikið af fólki. Það fólk settist við, til að finna glufur og hjáleiðir, svo hægt væri að auðgast, þeir á prósentum, og allir græddu sem voru þeim megin við borðið. Skítt með hina. Er ekki mennt annars máttur?

Einar Örn Einarsson, 16.6.2009 kl. 10:26

5 Smámynd: Eygló

Gæti ekki sagt þetta betur. T.d. í Kþ vissu allir til hvers Lux-útibúið var sett á laggirnar! Ég líka.

Eygló, 16.6.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: Garún

Alveg er þetta makalaust!  Hvað er að gerast!

Garún, 18.6.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband