Snúrublogg. 10 ár án áfengis. Auðmjúkur og þakklátur.

no-alcoholNúna hef ég vaknað 3652 morgna edru. Hef náð þeim áfanga að einn áratugur af mínu lífi er án boðefnabreytandi efna.

Fyrir 10 árum á Hvítasunnudegi var ég í mímu gamla starfi. Spilaði við hátíðarmessu, sem var sjónvarpað beint á RUV. Allt gekk það vel. Seinnipart dagsins fór ég út á veitingahúsið Vitann í Sandgerði, þar sem ég leysti vin minn og eiganda af,en þau hjón voru í fríi. þegar matargestir höfðu matast, var fátt eftir af fólki, einn kúnninn bauð mér í glas. Ég drakk sjaldnast glas, ég drakk GLÖS. Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég inn í Reykjavík á viðbjóslegu sukki á gamla SPotlight. Þar náði ég mínum botni. Partyið var búið.

Strax daginn eftir , ákvað ég að leita til leynifélagsins. þar hef ég haldið mig síðan. Þar fann ég lausnina síðar. Lausn frá ömruleikanum og öllum hans sytstkynum,; vanmetakennd, kvíða, ótta, depurð svo nokkur séu nefnd.too_much_to_drink_03 Hérna á myndinni er einn sem fékk sér of mikið, félagarnir auka á niðurlæginguna með því að teikna á berann bossann. Þetta er gefandi ekki satt? Hversu margir þekkja faðmlög við salernin í stjórnleysinu. Á bak við þessa mynd er barátta og skipbrot, flótti frá heiminum eins og hann er.

Í stað óttans kom vonin, í stað hins andlega meins kom sátt. Lausnin sem felst í að feta leið leynifélagsins spor fyrir spor.

Að sætta sig við að vera sandkorn í eilífðinni, forgengilegur maður í óforgengileika heimsins. Hver var ég að efst um tilvist einhvers æðra mér. Sá máttur sem gefur okkur lífsneistann, sá máttur sem stýrir sköpunarverkinu kalla ég GUÐ.

Trúarbrögðin sem eru mannanna verk gerðu þessi mál mín flóknari. Einfaldleikinn hentar mér. Ég maður, náttúruöflin GUÐ og hið æðra. Það nægir mér. Ég þarf ekkert að flækja það meir.

Ég er ykkur sem hafa fetað þessa leið með mér óendanlega þakklátur. Án ykkar væri ég ekki neitt. Ég á ekki sjens í helbrigt líf án þessarar lausnar, sem ég verð að viðhalda, einn dag í einu.

Ég yfirgaf glamour og gerfiheiminn, skrumið og sýndarmennskuna, sem fylgir "bransanum" því miður eins og skugginn. Sem betur fer er fullt af góðu fólki þar, en þeir sem detta ofan í síkið, þurfa að koma sér í annað andrúmsloft til að ná áttum. Mín leið var að fara á sjóinn aftur, eitthvað sem er í blóðinu. Þar er ég í raunverulegum aðstæðum, tengdur við krafta náttúrunnar, innan um fólk sem er það sjálft, fólk sem kemur úr sama jarðvegi og ég. Ég er af íslenskri alþýðu og stoltur af því.

Ég er það sáttur þar, að enn er ég að bæta við mig námi og þekkingu í skipstjórnarfögunum. Stefni á að klára DP réttindi á næstu mánuðum. Byrjaði það ferli á grunnnámskeiði í Lowestoft í UK í apríl. Tek ársfrí frá Landhelgisgæslunni til að ljúka því.100_3059 Á myndinni með Peter Locke sem kennir DP course í Lowestoft.

Tónlistin heldur áfram að fylgja mér, bara á öðrum forsendum.

Í stað kvíðans hef ég drauma og markmið í dag.

Er þetta ekki frábært líf?

 

Takk fyrir mig.HeartSmile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju Einar minn með þennan árangur, ég samgleðst þér innilega og megi líf þitt verða innihaldsríkt og fagurt.

Jóhann Elíasson, 26.5.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jú þetta er sko frábært líf !  Hjartanlega til hamingju með áfangann í edrúmennskunni í 10 ár. - Lifðu heill minn kæri bloggvinur og gangi þér vel, í náminu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

þú ert hreinlega hetja sálarinnar þinnar.  Að ná árangri og vera stoltur af sér er eitt.  Annað er að takast svo á við ný verkefni sem gefur sálinni fræðslu og þroska.

gaman að lesa um þig.  Gerði mér gott svo ég vil þakka þér fyrir það:)

Kveðja
Heiðrún.

Heiðrún Klara Johansen, 26.5.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju elsku Einar Örn.  Þú ert flottastur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2009 kl. 23:34

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Glæsilegt. Til hamingju með áfangann leynifélagi.

Páll Geir Bjarnason, 26.5.2009 kl. 23:57

6 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Það er ekki gott að vera fullur, hræddur og þröngsýnn, en það er gott að vera bjartsýnn, glaður og gefandi. til hamingju Einsi.

Eysteinn Skarphéðinsson, 26.5.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka ykkur fyrir fallegar hugsanir mín kæru.

Eysteinn þú hittir naglann á höfuðið þarna

Knús á ykkur öll.

Einar Örn Einarsson, 27.5.2009 kl. 00:40

8 Smámynd: Garún

Til hamingju með áfangann....leynifélagi!!!  ;)

Garún, 27.5.2009 kl. 23:37

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með árin 10. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2009 kl. 17:36

10 Smámynd: Eygló

Getur verið að það séu komin 10 ár?  - Ertu ekki nítján á myndinni?

Sagt er að það besta sem komið hafi frá Bandaríkjunum sé einmitt Leynifélagið.

 Þú ert töff án tappa

Eygló, 4.6.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband