Eitt á enda ár vors lífs er runnið.

Já eitt ár enn. Það er þakkarvert. Jafnvel þótt gefi á skútuna. Við þekkjum það sjómenn að stundum geysa stormar og hretviðrin hörð, stórsjórir og bylgjur rísa og hníga. En alltaf lægir að lokum og birtir upp. Það er lögmál.
Vitanlega er leitt hvernig komið er fyrir efnahag þjóðarinnar. Þar er mörgu um að kenna, eins og allar elfur hafi runnið að þeim ósi sem þjóðin býr við í dag.
Það hlaut að koma að skuldadögum. Kom mér ekki á óvart. En slíku ástandi verður að taka með æðruleysi. Þjóðin okkar hefur séð það svartara.
Ég tek á móti upphafi árs í upphafi sjóferðar yfir hafið. Síðasti túr skipsins var í brjáluðum veðrum allan tímann. Eitthvað af farmi varð fyrir skaða vegna þess. Menn mættu því ekki með því að missa móðinn. Heldur var haldið áfram að sigla og túrinn kláraður. Málið leyst. Nú er annar túr í góðu leiði.
Ég hef upplifað þetta eins og þjóðin sé líkt og fjölskylda, sem þarf að taka á vanda sem skapast af stjórnleysi innan fjölskyldunnar, óreglu og óráðsíu.
Lausnin felst ekki í því að velta sér upp úr orðnum hlut, nú eða afneitun, heldur að reyna að leysa málin af æðruleysi. Ekki með fordæmingum, og hvatvísi. Við verðum að skilja að við erum öll mannleg og öllum getur orðið á. Ég óska minni þjóð þess að hún nái að skilja kjarnann frá hisminu og hafi úthald og visku til að bera, svo að við getum haldið áfram að lifa í þessu góða landi í sátt og vonandi lært af fenginni reynslu, hvernig best er að verjast áföllum í næstu óveðrum.
Vona að fyrir stafni sé gott ár til sjávar og sveita, og við missum ekki móðinn. Gleðilegt ár og þakka liðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Sæll elsku vinur, þú ert svo góður! Gleðilegt nýtt ár og þakka þér allt gamalt og gott!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 1.1.2009 kl. 06:27

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gleðilegt ár Einar

Haraldur Bjarnason, 1.1.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilegt ár Einar og kærar þakkir fyrir mjög svo ánægjuleg samskipti á liðnu ári (allavega fyrir mig).  Megi nýtt ár verða þér gott og færa þér hamingju og gleði.

Jóhann Elíasson, 1.1.2009 kl. 13:40

4 identicon

takk fyrir innilitið í gær. Gaman að sjá þig eftir öll þessi ár. Nýárskveðja Lotta og fjölskylda

Lotta og fjölskylda (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:30

5 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Óska þér og þínum gleðilegs nýs árs og þökk fyrir það liðna.

Guðmundur St. Valdimarsson, 2.1.2009 kl. 04:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband