27.9.2008 | 16:13
Smá innsýn í laugardagsverkin á mínu heimili. Hvað er þetta með mig og Flugleiðir?
Já heil og sæl góðir hálsar.
Er kominn í hús eftir að hafa farið sem skipstjóri á Eldingu II í ferð sem ekki var farin , vegna veðurs nefnilega.
Hér í færslunni er ekki um afrekaskrá typiskrar vesturbæjarhúsmóður (fyrirmyndar) að ræða, hvar ég fer hamförum um íbúðina með skuplu á hausnum í tuskumaníu, með bónklútinn undir annari löppinni, á meðan kæfuketið mallar á vélinni og sultan hleypur í krukkunum.
Aðalverkin hér voru í gegn um símtólið, við mitt ástkæra (hóst) fyrirtæki Hvimleiði, sem er í FL group og sér um flugbókanir og svoleiðis lítilræði.
Nema hvað! sagði kerlingin og spýtti mórauðu. Eftir ófarir gærdagsins hjá Pong átti ég erindi við FL batterýið. Hringdi og bar upp erindið með að fá endirgreiddan miða Pongs sem hann getur ekki notað vegna þess að hann er upptekinn bókstaflega, staðreyndin er sú að á sama tíma verður hann væntanlega dottandi um borð í Airbus flugvél SAS972, einhvernstaðar í grennd við Indland.
Nú verður flutt leikritið FLvélin og kúnninn.
Persónur og leikendur í FLvélinni og kúnninn:
FL afgreiðslustúlka: Anonymous.
Kúnni: Einar Örn Einarsson.
1. þáttur og lokaþáttur
FL afgreiðslustúlka: Halló get ég hjálpað þér
Kúnni: Já, þarf að fá endurgreiddan miða, sem ég borgaði forfallatryggingu á.
FL afgreiðslustúlka: Dó einhver? eða lenti á spítala.
Kúnni: HA....uuuuu.....eru ekki alltaf einhverjir að deyja og veikjast?
FL afgreiðslustúlka: Nei ég meina sem þurfti að nota miðann. Eða einhver í fjölskyldunni, skilurðu.
Kúnni: Nei sem betur fer ekki.
Hér styttir höfundur handritið verulega, en það var eins og að tala við vél, FLvél, ekki flugvél sko., eftir að hafa skipt um eyra ( ekki bókstaflega) til notkunar nokkrum sinnum, fékk ég skattinn endurgeiddan.
Eftir 35 mín:
Kúnni: Þakka þér fyrir og vertu blessuð.
FL afgreiðslustúlka: Gessovel.
Tjaldið fellur . Endir.
Satt að segja þá fallast mér hendur, hef ekki tuskuorku í dag, vona að mér sé fyrirgefið.
Fréttahornið: Pong er með boardingpassann í hendinni, alsæll og gengur um borð innan tíðar, semsagt SAS gamli dugði. Mikil hamingja í hans hjarta og eftirvæntingin meiri ef eitthvað er. Skyldum við sem búum í landinu Íslandi, kunna að meta hvers virði það er að geta ferðast vítt um heim nánast takmarkalaust?
Lærdómur: Aldrei að gefast upp. Ástin sigrar og Pollýanna klikkar ALDREGI.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51491
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2008 kl. 20:39
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:25
Endurgreiðsla er eitthvað sem er ekki til í orðabók Flugleiða þeir halda, þar á bæ að endurgreiðsla sé eitthvað ofan á brauð eða það sé yfir það þegar menn "greiða" öndum.
Jóhann Elíasson, 28.9.2008 kl. 09:58
Ég hreinlega dó þegar ég las þetta, en sem betur fer ekki í FL skilningi, bara úr hlátri sko . Sorry en þetta er fyndið svona eftirá.
Elísabet Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.