Klúður í Bangkok, taugatitringur í vesturbænum, reddaðist með skandínaviska laginu.

Thailand Jul. 2008 006Pongsi var kominn út á flugvöll í Bangkok, albúinn að fljúga um Islamabad til Kóngsins Kaupmannahafnar og þaðan heim til Íslands á dýrasta klassa hjá Royal Pakistan airways, þar sem sætin eru í raun eins og kojur og það afstúkaðar með heimabíó.

Hann var kominn kallgreyið út á völl 3 tímum fyrir tékk inn tímann. Var fyrstur við deskinn, en einhver fjandinn var að. Klúður með bókun..........halló til Bangkok í desember, ekkert að greiddum miðunum sem voru fra Bangkok til Köben.

Ég fékk sms: darling we have  problem.´Næstu 2 tímana var ég í símasambandi við Pakstana, thailendinga og ég veit ekki hvað, sem sögðu yes sir , but no sir. Gátu ekki tekið kreditkortanúmerið mitt og ég veit ekki hvað. Ég hringdi til Pakistan til flugfélagsins þar var kona sem vildi selja mér miða til Hong kong, en ekki redda þessum legg, sem immigration í Thailandi hafði áhyggjur með, vegna visa afgreiddu til Íslands.

Nema hvað þegar korter var í brottför Pongsa frá Bangkok, þá gaus minn maður og ég hvæsti á liðið sem skildi hvert orð, heimtaði endurgreiðslu, og leitaði vefrænt til SAS gamla og bókaði drenginn fram og til baka fyrir Immigration, hann leggur af stað eftir 16 tíma og verður bara 15 tímum seinna á ferðinni.

Þurfti enn að fara yfir þetta torf í flugbóknunum. Flug frá Köben til Kef kostaði 50 þús með óskabarninu Hundleiðum áður Ættleiðum og þar áður Flugleiðum. EN sami leggur 10 þús með SAS í framhaldsflugi. Á ofurhraða var málinu reddað.

Fall er fararheill segi ég.

Nú var gott að reykja ekki og drekka ekki. Þetta var 5 pakka og 15 bjóra eftirmiddagur í gamla lífinu, en endaði sem 3 kaffibolla (erum að tala um stóra sjóarafanta, ekki svona píkubolla) , með tilheyrandi eftirköstum núna.

En við kvörtum ekki, smá aukaspenna og krydd í tilveruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert svo frábær.  Hahaha, svona á að taka þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Hvað er þetta eiginlega með þig og flugfargjöld ? Ég man ekki betur en þú hafir þurft að standa í einhverju veseni með það áður er það ekki ? En nú fer biðini að ljúka. Krydd er gott hóflega notað. Ef það er of lítið, þá er það dauft, ef það er of mikið þá logar allt. Það er þessi hóflegi meðal vegur.

Guðmundur St. Valdimarsson, 26.9.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ótrúlegt hvað það tók þig stuttan tíma að redda málunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hæhæ öll.

Er reyndar í smá spennufalli núna, fór á kvikmyndahátíð í norrænahúsinu (svona til að heiðra SAS gamla) sá mynd um kóraninn og kynhverfu, afar intressant.

Gummi minn ég bara skil þetta ekki, svona var þetta fyrst þegar ég fór loksins að hitta Pong og svo núna þegar hann kemur fyrst hingað. Er þetta ekki bara fararheill á báða bóga. Ætla að halda mig við það.

Takk fyrir að vera þarna mín kæru.

Einar Örn Einarsson, 27.9.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Ekki vildi ég verða á vegi þínum í svona jarðýtuham. En gott að allt reddaðist allt hjá þér, Ping. Kveðjur til Pong.

Gunnar Kr., 27.9.2008 kl. 03:28

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna virkaði kaffið mjög vel og hefur örugglega verið vel sterkt ef ég þekki þig rétt (ekkert lessukaffi, eins og mágur minn segir).  Gott að allt reddaðist að lokum.  Hafðu það sem best vinur, þú ert með rétta hugarfarið og gerir bara gott úr öllum erfiðleikum.

Jóhann Elíasson, 27.9.2008 kl. 08:38

7 Smámynd: sævar már magnúss

Að hlæja sig í gegnum hluti er oft erfiðara en að segja það, en hljómar jákvætt svo við skulum hljóma jákvæðir hehehehehe.Fall er fararheill. Gangi ykkur vel.  kveðja.Landverkamaður á sjó eða háseti á bryggju

sævar már magnúss, 27.9.2008 kl. 09:58

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hehe.

 Gunnar: Mér skilst að fólk eigi það til að hræðast mig þegar á mig rennur hamurinn, skila kveðjunni takk.

Jóhann haha lessukaffi no way stýrimannamalbik af verstu gerð.

Sævar kannski er best að vera í jarðýtuham ef maður er landháseti hehehe. En allavega þá var ég að reyna að nota Pollyönnuaðferðina. Kíki um borð í vikunni

Einar Örn Einarsson, 27.9.2008 kl. 12:28

9 identicon

svona á að gera þetta bróðir og málið er dautt!!! Þú ert engum líkur nema kannski líkur mér :P

Fall er fararheill...

Svana A. Daðadóttir (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 12:56

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já við eru ansi lík mín kæra

Einar Örn Einarsson, 27.9.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband