25.9.2008 | 16:09
Kominn í heim í undraland á ný!
Þá er maður búinn að sigla hjá Sambó. Reyndur kafteinn á Arnarfellinu, en hann ásamt 2 öðrum um borð voru á Dísarfellinu þegar það sökk, sem setur mark sitt á menn og dýpkar reynslu þeirra. Það segir mikið um karakter slíkra manna að enn eru þeir á sjó og skila sínu með sóma.
Gaman að kynnast nýju fólki, nýju skipi og fyrirtæki. Takk fyrir mig strákar, topp áhöfn þarna.
Menn fylgdust með gengisrússibananum úr fjarska í ferðinni. Einn Úkraínumaður þarna um borð var að spyrja míg út í þetta, og hann sagði " og þið segið okkur vera frumstæða og með undarlega stjórnarhætti".....ég svaraði engu.
Nóg er að hugsa á þessu heimili. Pong kemur á laugardagskvöld. Mikið að gerast.
Alavega stimpla mig inn hér með kæru bloggvinir.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51491
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn heim. Já hún markar menn reynslan hver sem hún er.
Guðmundur St. Valdimarsson, 25.9.2008 kl. 17:01
Hæhæ Gummi og takk fyrir.
Nú stöndum við undir nafni LAND landhelgisgæzlan
Einar Örn Einarsson, 25.9.2008 kl. 17:31
Velkominn í land Einar minn. Þeir eru sannar hetjur þessir þrír menn sem voru á Dísarfellinu að halda áfram eftir þetta. Já þetta er SORGLEGT hvernig er FARIÐ með landhelgisgæsluna og er landi og þjóð til ævarandi SKAMMAR. Gerir sér enginn grein fyrir því á hverju við lifum?
Jóhann Elíasson, 25.9.2008 kl. 17:43
Velkominn af sjónum kæri bloggvinur. - Já, þeir hafa reynt ýmislegt Íslensku sjómennirnir í gegnum tíðina. - En það er sorglegt með Land-landhelgisgæsluna, hún ku vera landlítil.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.9.2008 kl. 18:41
Já sæl og blessuð í bak og fyrir bæði tvö.
Eiginlega er maður hættur að skilja upp né niður í þessu öllu saman. Kannski er það vegna þess að lunginn af þingheimi núorðið þekkir ekki fjósalykt frá taðfnyk . þorsk frá ýsu og útsynning frá landsynning.
Einar Örn Einarsson, 25.9.2008 kl. 19:21
Já og Lilja Guðrún, vonandi gegnur allt vel hjá þér, gaman að sjá þig á bloggferð.
Einar Örn Einarsson, 25.9.2008 kl. 19:23
Velkominn heim og kveðja til Pong.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 20:00
Takk takk Jenný. Hann elskar að fá góðar kveðjur.
Einar Örn Einarsson, 25.9.2008 kl. 20:08
Sæll karlinn og velkominn heim. Þetta gekk ekki upp hjá okkur Skagamönnum í fótboltanum en nú bítum við í skjaldarrendur og komum sterkir upp að ári. Bið að heilsa þér og þínum...
Haraldur Bjarnason, 25.9.2008 kl. 23:59
Sæll Haraldur takk fyrir það.
Sammála því, tökum fallið sem áskorun en ekki áfalli.
Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 00:47
Velkominn heim, og ég segi eins og Jenný kveðja til Pong
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2008 kl. 00:49
Takk fyrir það kærlega Jóna. Var að segja honum frá kveðjunum og hann ekkert smá sæll með það.
Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 02:20
Hæ frændi velkomin í land. knús og kossar frá Austurlandinu. :)
Lotta (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:38
Hæhæ Lotta mín. Takk fyrir . Knús og kveðjur til baka
Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.