11.9.2008 | 00:39
Já hvað haldið þið, er ég ekki barasta farinn á sjóinn, Hissa?? Er lánaður. Sambandið? nei. Samskip heitir það.
Jæja ekki stoppa ég lengi í landi, frekar en fyrri daginn.
Er lánaður um borð í Arnarfell skip Samskipa í næstu ferð skipsins. Kem aftur innan 2 vikna. Fínt að bæta við reynslubankann, það skilar sér strax í stafið hjá gæzlunni.
Gaman að prófa að sigla hjá Sambó gamla Sietas skipin þýzku eru annáluð fyrir að vera góð sjóskip. Heldur er minna í lagt í plássið fyrir skipverja ef maður miðar við dönsku mublurnar eins og Örskov skipin. Held að ég geti alveg staðið undir nafni að vera sjómaður, allavega er ég mun meira á sjó en landi.
Kann vel við það, menn missa af miklu að fara aldrei á sjóinn.
Fögru fyrirheitin um blogg næstu daga fuku sinn veg, en sem betur fer koma dagar og koma ráð.
Er kominn með teljara á síðuna, Pong kemur þann 27. sept. Hef þurft að nota tímann vel að undirbúa komu hans, hann fer strax í Íslenskutíma blessaður þann 29. en það er afmælisdagurinn hans, þá verður hann 32ja ára.
Kveðja á ykkur mín kæru. Knús, kossar, bros eða klapp á öxl. Þið takið það sem þið viljið.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
benna
-
bumba
-
jaxlinn
-
elisabeta
-
jaherna
-
vinursolons
-
frikkih
-
garun
-
gtg
-
gretarmar
-
gudni-is
-
gudbjornj
-
gutti
-
skipperinn
-
gurrihar
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidathord
-
hildurhelgas
-
snjolfur
-
jakob
-
jenfo
-
johanneliasson
-
jonaa
-
jarnar
-
prakkarinn
-
nonniblogg
-
kikka
-
lillagud
-
cornette
-
magnusthor
-
maggadora
-
solir
-
oliskula
-
olofdebont
-
dj-storhofdi
-
percival
-
ragnar73
-
seinars
-
fusinn
-
siggiholmar
-
smm
-
villiov
-
toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skádóttir mín á afmæli sama dag og Pong. Yndisleg og gegnheil stúlka.
Góða ferð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 00:54
Gaman að heyra það.
Þakka fyrir, hafðu það gott á meðan ég sinni hítinni miklu, að moka heim draslinu og glingrinu, svo við getum farið í spinn i öllum búðunum, allavega að skoða
Ekki verður slegist um góssið á næstunni er ég hræddur um.
Einar Örn Einarsson, 11.9.2008 kl. 01:01
Eim-Sam-Gæsla. Góða ferð.
Guðmundur St. Valdimarsson, 11.9.2008 kl. 01:12
Góða sjóferð, og góða heimkomu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.9.2008 kl. 01:25
Góða ferð Einar. Það verður gaman að lesa ferðasöguna annars verður í nógu að snúast þegar þú kemur úr túrnum þannig að sennilega verður bið á ferðasögunni.
Jóhann Elíasson, 11.9.2008 kl. 04:17
Þakka ykkur kærlega.
Kveðja til ykkar.
Einar Örn Einarsson, 11.9.2008 kl. 06:57
Góða ferð og hafðu það sem allra best í dugga dugg. Ég er sammála þér, fólk missir af miklu ef það fer aldrei á sjó. Ég hef rétt fengið nasaþefinn af þessu og ég elska það, gæti alveg hugsað mér að gerast sjókona
.
Hlakka til að heyra meira um Pong, það verður nóg að snúast hjá ykkur.
Ég tek svo allann pakkann og sömuleiðis
Elísabet Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 14:55
Gangi þér vel karlinn. Það er góð tilbreyting að fara svona á milli starfa þó á sama sviði sé. Það fannst mér þegar ég fór í gamla heimabæinn okkar í sumar og vann þar sem blaðamaður í þrjá mánuði. Þrátt fyrir að hafa verið 22 ár í búrtu í öðrum landshlutum smellpassaði ég á Skagann aftur. Góða ferð. Geturðu ekki bloggað um borð?
Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 19:43
Takk takk.
Alveg rétt hjá þér, og alltaf gott að koma á Skagann, get því miður ekki bloggað hjá Sambó. Þeir eru ekki komnir með V sat gerfihnött eins og Eimskip.
Einar Örn Einarsson, 11.9.2008 kl. 22:03
Sæll frændi.
Þú átt örugglega eftir að fíla þig vel þarna um borð. Það eru fínir karlar þarna um borð. Allavega naut ég mín vel í sumar. Þetta er líka smart fyrirtæki.
Einar Vignir Einarsson, 12.9.2008 kl. 01:21
Já útflutningar og Innflutningar einhver verður að stýra þessu í réttar áttir
Góða ferð Einar minn
Gísli Torfi, 12.9.2008 kl. 07:56
Einar minn hvað er þetta eiginlega með þig, í land- úr landi – af landi- frá landi þetta endar sennilega með strandi eða í strandi eða ........ jæja góða ferð.
sævar már magnúss, 12.9.2008 kl. 11:43
Eysteinn Skarphéðinsson, 15.9.2008 kl. 11:49
Mikið asskoti ertu heppinn að hafa ekki verið lánaður til Eimskips, miðað við síðustu fréttir.
Haraldur Bjarnason, 15.9.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.