Þá er einn túrinn enn að baki. Vorum töluvert á djúpmiðum. Jón bryti brilleraði og við fengum siginn fisk að borða mmmmmm, ekki allir sem fögnuðu jafn mikið og ég , Pálmi og Týri, en siginn fiskur er hnossgæti. Ætti að setja í landslög að í hverri ferð skipa á íslenskri skipaskrá skuli bera fram siginn, skötu, saltað hrossaket og svið. Alltént er víst að skyndifóður að hætti bandaríkjahrepps er ekki okkur fyrrtöldum að skapi.
Greinilegt að haustið er komið. Litlir farfuglar höfðu greinilega borist af leið sinni yfir hafið, þegar fyrsta haustlægðin hægði á sér og blés þeim vindinn í fang, reyndu þeir að leita hælis um borð. Einn agnarsmár var tekinn í gjörgæslu, en líkaði ekki vistin meðal mannanna og dó í búri sem var búið að útbúa fyrir hann. Annar töluvert séðari komst inn í þyrluskýlið og hélt sig þar í felum, síðan þegar við vorum í höfn í Þórshöfn í Færeyjum var stóra skýlishurðin opnuð og út flaug hinn séði fugl. Eina nóttina reyndu einhverjir að komast inn um brúargluggana, en án árangurs. Svona er náttúran óvægin og miskunnarlaus þegar því er að skipta.
Menn fóru að þrefa um nöfn þessara fugla. Ég var viss um eitt að þetta voru tittlingar, en hvaða tittlingar, var ekki alveg víst með. Undarlegt að vera að þrasa um tittlinga úti á sjó.
Niðurstaðan var Auðnutittlingur, allavega sá sem dó í gjörgæslunni, sumir vilja meina að sá séði sem fluttist til Færeyja hafi verið þúfutillingur. Ég telst til leikmanna þegar kemur að tittlingum svo að ég barasta læt það einu gilda hvað þeir heita.
En svona getur það gengið fyrir sig á sjó.
Allavega er ég kominn heim, sestur við gluggann góða og mun örugglega blogga eitthvað á næstunni.
Bros á ykkur bloggvinir
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51491
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eða eins og kveðið var hérna um árið,
Karl og kerling
fundu tittling
stungu í vettling....
Lærði þetta í ljóðum í barnaskóla, líklega það eina sem eftir situr af þeim lærdómi.
Af súru, úldnu, signu og hvað þetta heitir allt saman. Þá vil ég finna það mann helv..... sem fann upp á því að hafa úldinn fisk í hádeginu á laugardögum á sama tíma og heilþrif eru að klárast innan skips, þannig að fýluna leggur um alla ganga. Maður þarf líklega að fá Þórarinn miðil í málið
Velkominn heim.
Verður þetta löng landlega eða stutt?
Guðmundur St. Valdimarsson, 4.9.2008 kl. 13:34
Sæll Gummi minn og þakka þér.
Gat ekki annað en hlegið við lesturinn.
Því miður verður hún barasta langavitleysa, svona er þetta.
Kærar kveðjur um borð.
Einar Örn Einarsson, 4.9.2008 kl. 13:46
Hahaha, það er gaman að þið getið bitist um eitthvað á sjónum.
Kveðja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:39
Það er nú þrasað um margt á sjónum, skildi td. Vera hægt að stoppa svona fugl upp með því að gefa honum Viagra.Annars er bara gott að frétta frá Ak og vertu velkominn í land..Kveðja úr sólinni...
sævar már magnúss, 4.9.2008 kl. 18:15
HAHAHA Sævar
Þessi er snilld hjá þér.
Þarf ekki að senda þér ískar þarna norður í hitann ??
Einar Örn Einarsson, 4.9.2008 kl. 20:06
Svona litlir vængjaðir eru bara tittlingar í mínum huga en mikið helv...vildi ég vera í mat hjá ykkur ef matseðillinn verður eins og þú nefnir. Að vísu hrosskjetið er ekki mér að skapi en allur fiskur gengur upp. - Gangi þér vel.
Haraldur Bjarnason, 5.9.2008 kl. 00:31
Skemmtileg færsla.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.9.2008 kl. 00:38
Velkominn heim, gaman að sjá þig aftur hér. Úff ekki gæti ég borðað af þessum matseðli, ég er alger tepra þegar að þessu kemur. Ég er reyndar byrjuð að borða skötu á Þorlák og telst það með stærri afrekum.
Tittlingakveðjur
Elísabet Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 10:16
Gaman að sjá þig aftur hér . Ég heyri að túrinn hafi verið góður, allavega maturinn. Alltaf fannst mér haustið frekar dapurlegur tími, en þá varð maður var við að margir farfugla þurftu að láta í minni pokann fyrir náttúrunni. Hafðu það sem allra best.
Jóhann Elíasson, 5.9.2008 kl. 11:23
Já þakka ykkur kærlega fyrir.
Maður er alltaf 1-2 daga að komast inn í rytmann.
Einar Örn Einarsson, 5.9.2008 kl. 16:20
Rétt að líta inn og þakka fyrir komuna til mín. Ég lærði þessa þulu líka hér í denn sem Guðmundur byrjaði á, man kannski helminginn ennþá en ég man betur að okkur þótti þetta lang skemmtilegasta þulan einhverra hluta vegna.. :) Vona að þú sért laus við sjóriðuna. Bestur kveðjur.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.9.2008 kl. 08:08
Takk fyrir Helga Guðrún
Einar Örn Einarsson, 10.9.2008 kl. 19:49
Eysteinn Skarphéðinsson, 15.9.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.