Fríið búið, haldið til hafs á ný. Er kjaftbloggstopp eftir allt borgarstjórnardæmið.

Þá er það sjórinn enn og aftur.100_0942

Mun ekki blogga mikið, en get gefið einhver komment frá tengingunni þar. Ekki það að ég sé það mikill bloggmeistari.

Er eiginlega kjaftbloggstopp eftir allt borgarstjórnardæmið, ekki vegna þess að borgarfulltrúar eru að breyta sínu samstarfi innbyrðis, sem þeir mega samkvæmt lögum, heldur á þessu tilfinningalega uppnámi í fjölmiðlum og þessu endalausa sérplægna og eigingjarna bloggi í sambandi við þetta. Fólk er að missa sig í gremju  og stundum frekju, vegna þess að þeirra fólk er ekki við völdin. Þetta er gósentíð fyrir alkana, gremjan aðaleldsneyti alkoholismans nærist og dafnar sem aldrei fyrr.

Finnst reyndar sumir þarna ekki detta úr háum söðlum eins og Björk VIlhelms sem fór í fýlu og skipti um flokk vegna þess að hana þyrsti í meiri völd og gat ekki unað lýðræði eigins flokks, og svo stóra fórnarlambið Margrét Sverrisdóttir.... segi ekki meir. Nú er bara búið að breyta um fólk á fýluvaktinni.

Er að reyna að segja að það er ekkert eitt rétt eða rangt í þessu, Við kjósum á 4. ára fresti og það veitir þessu fólki umboð sem gildir þann tíma. Hér eru engin lög brotin hvað sem fólki "finnst". Vitanlega höfum við öll rétt á að hafa skoðanir og viðra þær, en reiði og gremja eru ekki skoðanir, heldur tilfiningar.

Hvernig væri að koma með eitthvað uppbyggjandi í staðinn? Ég segi fyrir mig ég kaus á sínum tíma og mun kjósa næst ef ég fæ að lifa.  Er sem betur fer pólitíkst munaðarlaus í dag, en pólitík var ígildi trúarbragða hjá mér lengi vel.

Himinn og jörð eru ekki að farast, það er ljóst. Borgarbatterýið mun starfa eftir sem áður. Ég vil bara spyrja að leikslokum í þessu. Allavega get ég ekki hugsað mér stjórnsýslu sem stjórnast af gremju og persónum sem eru vælandi fórnarlömb. SKil ekki hvað þessi væll er að ganga í kjósendur. Og hvernig á maður að svara skoðanakönnun um meirihluta sem er ekki einu sinni tekinn við? Er ekki allt í lagi með þetta system? Á maður að taka þátt í uppnáminu? Nei takk, ég hef ekki efni á því. Ég met mína andlegu heilsu meira en það. 15 borgarfulltrúar eru á launum við að stjórna borginni ALLIR!!! það stendur ekkert í lögum um meiri og minnihluta.

Pólitík er pólitík, hefur allltaf verið og mun verða áfram, og hún snýst um völd ekkert annað.

Oghananú.

Kveðja á ykkur. Ég sef rólegur hver sem meirihlutinn er í borginni. Það verður samt flóð og fjara, dagur , kvöld , nótt og síðast en ekki síst dagrenning sem felur í sér nýja von .

Bið kæra bloggvini ekki að taka þetta persónulega, en mig langaði bara að koma þessu út í loftið. amorol164n[1]SmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er nú smá forvitin, á hvaða skipi ert þú?  Hafðu það gott á sjónum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.8.2008 kl. 02:54

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var að fatta svolítið, ég sendi þér póst.  Ég vil ekki segja það hérna þar sem allir geta lesið það.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.8.2008 kl. 03:14

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

oops ef ég hefði e-mail adressuna þín gæti ég sent þér póst.  En það liggur ekkert á. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.8.2008 kl. 03:18

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið er ég sammála þér Einar, ég hef bara margt skemmtilegra við tímann að gera en að vera að spá í pólitík.  Ég vona að þér gangi vel á sjónum, komdu heill heim og vonandi sér maður þig fljótlega.

Jóhann Elíasson, 18.8.2008 kl. 08:34

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er asskoti góð færsla hjá þér minn kæri.  Ég er sammála flestu verð ég að segja.

Nú eru það æðruleysisæfingar fyrir allan peninginn hjá borgarbúum.

Góða ferð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 09:12

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka ykkur fyrir

Jóna, navigator@simnet.is, fer á varðskipið TÝR núna, hef verið þar í meira en ár í þessari periodu.

Sammála Jóhann.

Já æðruleysið telst til dyggða ekki satt Jenny.

Einar Örn Einarsson, 18.8.2008 kl. 11:49

7 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þú vaktir mig til umhugsunar, hætta að ergja sig á hlutum sem maður fær ekki breytt. 

Góða ferð og hafðu það gott.

Elísabet Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 12:12

8 Smámynd: Gísli Torfi

Einar við þessum skrifum þínum er bara eitt að segja

AMEN

Gísli Torfi, 19.8.2008 kl. 18:28

9 Smámynd: Gísli Torfi

      Bið að heilsa strákunum   

" borðaðu svo einn skammt af Eyvind og Höllu fyrir mig hjá Johnny"

Gísli Torfi, 19.8.2008 kl. 18:32

10 identicon

Elísabet þakka þér sömuleiðis.

Gísli Torfi, skal skila þessu, svo er náttúrulega gula hættan í hverjum túr og klikkar ekki. Kveðja til baka á þig minn kæri.

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 20:16

11 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ert þú ekki flokksbundinn í Frjálslindaflokknum,eða er það í landsmálapólitíkinni.Hún er skrítin þessi tík.

Guðjón H Finnbogason, 22.8.2008 kl. 21:43

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ofsalega er ég glöð að lesa þennan frábæra pistil hjá þér. Hef ekki nennt að setja mig inn í þessi mál og var farin að þjást af samviskubiti yfir kæruleysinu í mér. Þ.e. að fylgjast ekki með. En ég sé það núna að það skiptir engu máli. Spyrjum að leikslokum eins og þú segir.

Eigðu góðar stundir á sjónum.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 11:39

13 identicon

Guðjón bryti  er ekki félagi í frjálslyndaflokknum. Gaman að sjá þig, góða ferð á þann gamla eftir rúma viku.

Jóna þú misstir ekki af neinu, gangi þér vel með bókina.

einarorneinars (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband