Gleðigangan. Gengið í gleði en grafar alvara að baki. Ég ók thailenska vagninum.

Goðafoss og gaypride 110

Gleðigangan í dag. Víst er að mörg voru sporin þar. 

Lengi vel vakti þessi hátíð með mér blendnar tilfinningar. Ég gat ekki glaðst heilu hjarta. Í stað þess var ég hryggur vegna þeirra sem vörðuðu veginn. Gengu hin fyrstu spor svo úr varð slóði sem stækkaði og varð að hinum breiða vegi sem genginn er í dag.

Eitt get ég sagt ykkur, þau spor voru ekki öll gleðispor. Þeir skipta ekki tugun heldur telja í stærri einingum sem ég hef séð á eftir, þar sem gangan varð þeim um megn. Ég hef starfað í "periodum" á ólíkum tímum í stjórn og önnur verkefni, í öðrum tíðaranda, öðru samfélagi, má segja, sem betur fer. Fólk sem starfar mikið í slíkum aðstæðum er fljótt að tæma af tankinum, sérstaklega þegar persónuleikinn krefst sinnar athygli og viðurkenningar, sem fæst ekki eðlilega, þegar stór hluti lífs manns er öðrum hulinn, er pakkaður inn í skömm og neikvæðar hugsanir. Þar hafa brotnað og bognað hinar styrkustu stoðir.

Deyfingin við sársaukanum varð oft í formi þess að ganga aðra göngu, á vegi áfengis og umbreytandi efna, áfengisþokan og fíknirnar, gerðu illt verra og sumir gengu öngstrætið á enda og kusu að enda líf sitt, aðrir keyrðu líkama sinn í sjúkdóma, ætla ekki að telja allt það upp hér.

Sumir beindu sinni göngu inn um gleðinnar dyrnar, en kunnu sér ekki hóf í hinum gullnu veigum og enduðu utan við , urðu á endanum einangraðir og óttaslegnir.

Allt vegna hinna þungu dóma , sérstaklega þeirra sem gáfu sig út fyrir að vera í umboði kærleikans og manngæskunnar. Það gat verið sárt að leita hjálpar og vera vísað á dyr með formælingum og svívirðu. Slík sár svíða lengi.

Ástæða þess að ég nefni þetta hér, er sú að ég vil minnast þeirra sem hér um ræðir. Þakka þeirra göngur, án þeirra væri gleðin minni í dag. Í hugskoti mínu renna myndir þeirra allra. Ég minnist þeirra með lotningu og óendanlegu þakklæti þar sem þau vonandi ganga með okkur í öðrum víddum, þar sem enginn sársauki er lengur, aðeins birtan og gleðin ásamt sátt við Guð og menn.

Ég er líka þakklátur þeim sem stóðu sig svo vel í dag á öllum póstum í göngunni í dag, hvernig svo sem þeirra aðkoma var að því.

Síðast en ekki síst er ég þakklátur öllum þeim sem koma , senda kveðjur og fallegar hugsanir. Með því eruð þið líka að heiðra minningu þeirra sem ég hef hugsað til í þessari færslu.

Ég er sáttur í dag, þakklátur fyrir að hafa bjargast úr brimgarðinum mikla. Sumir þurfa sinn tíma að jafna sig á slíku volki. Í dag þarf ég ekki þá athylgi sem ég krafðis, þarf ekki þessa stóru viðurkenningu. Ég þakka það starfi okkar allra sem höfum á ólíkan hátt dregið þennan vagn, eins 12 spor leynifélagsins góða sem gerðu mér kleyft að sættast við lífið og vera ábyrgur þátttakandi í samfélaginu. Allt það fólk sem ég hef átt samfélag við í lífi og starfi um langa hríð, þakka ykkur fyrir líka. Met ég það mikils.

Er glaður í dag og það er full ástæða til. Tók þátt í göngunni sem bílstjóri fyrir Thailenska vagninn, sem er kannski táknrænt fyrir líf mitt í dag, en PongInLove kemur eftir nákvæmlega 7 vikur og er hann orðinn óþreyjufullur, held að hann sé búinn að pakka niður hehehe.

Knús á ykkur Heart

gaypride 2008 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benna

Sæll Einar minn já og til hamingju með daginn, hún var yndisleg gangan og gaman að sjá gleðina sem ríkti, ég minnist þeirra líka sem eru ekki lengur á meðal oss og hugsa til þeirra þar sem þeir lifa í ljósinu með ekta gleði og kærleik í hjarta laus við allt böl:)

Benna, 9.8.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir það Benna mín, það var gaman að sjá ykkur í dag

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Vel skrifaður pistill hjá þér Einar. Til hamingju með daginn, Thailenski vagninn var mjög flottur, flottir búningar og bíllinn flott skreyttur. Getur verið stoltur. Já, bara gleði sem ég fann fyrir í göngunni.

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir það Sigrún. TIl hamingju með þinn áfanga, las það á síðunni þinna. Sannarlega tilefni til að gleðjast hjá okkur.

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með daginn, ég skrapp á Laugarveginn eins og ég geri alltaf þegar Gay-pride gangan er.  Það var óvenju fjölmennt í dag, ég tók nokkrar myndir þar.  Kannski set ég inn myndir í kvöld eða nótt, ef ég nenni.  Á meðan ég bíð eftir að strákarnir okkar keppi í handboltanum í nótt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:40

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já takk fyrir það  Jóna Kolbrún.

Kíki á síðuna hjá þér eftir myndunum  

Áfram Ísland!

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Já, þetta er góð grein hjá þér og takk fyrir innlitið hjá mér. Datt í hug að segja þér frá fleiri myndum sem ég birti á http://blogg.visir.is/skandala

Marta Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 23:46

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Frábært takk takk

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: sævar már magnúss

Sæll félagi og til hamingju með daginn, sjáumst og heyrumst fljótlega.

Kveðja frá Akureyri.

sævar már magnúss, 10.8.2008 kl. 00:22

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var meiriháttar pistill hjá þér Einar, margir hafa þeir verið góðir en ég held, að öðrum ólöstuðum, hafi þessi verið bestur.  Innilega til hamingju með daginn.

Jóhann Elíasson, 10.8.2008 kl. 00:50

11 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með daginn.  Gangan var æðisleg í alla staði og Thailenski vagninn var æðislegur.

Takk fyrir rosalega góðan pistil.

Elísabet Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 02:18

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Internal Server Error

The server encountered an internal error or misconfiguration and was unable to complete your request.

Please contact the server administrator, webmaster@mbl.is and inform them of the time the error occurred, and anything you might have done that may have caused the error.

More information about this error may be available in the server error log.

Ég vona að þetta verði lagað um helgina, ég vil vera bloggvinur þinn en kerfið er bilað.  Ég hef aldrei lent í svona vandræðum með það að samþykkja bloggivnáttu.   Ég er búin að reyna allavega 10-15 sinnum að samþykkja bloggvinabeiðnina

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2008 kl. 02:25

13 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hæhæ öll.

Þakka fyrir .

Jóhann og Elísabet: Aðalmálið hjá mér var að koma frá mér einhverju sem skiptir mig miklu. Það að ykkur líkar það er ekki verra  

Jóna: þetta mun ganga, fall er fararheill  

Nú fer leikurinn að byrja, áfram Ísland !!!!!!!

Einar Örn Einarsson, 10.8.2008 kl. 02:31

14 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka fyrir falleg orð hjá mér. Er búin að lesa meira og minna þitt blogg í nótt. Til hamingju með líf þitt í dagkveðjur

Heiður Helgadóttir, 10.8.2008 kl. 08:27

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er falleg færsla og sérstaklega vel orðuð.

''.....Þakka þeirra göngur, án þeirra væri gleðin minni í dag...''

kom út á mér tárunum. Svo sannarlega er vert að minnast þess sem var til að gleðjast yfir því sem er.

Til hamingju með daginn í gær. Veðrið lék við okkur sem sátum á Arnarhóli og fylgdumst með. Stolt, þrátt fyrir að vera ekki í innsta hring.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 12:36

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg færsla sem hittir mit beint í hjartað.  Til hamingju með gærdaginn.  Þetta kemur hægt og rólega.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2008 kl. 13:39

17 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Til hamingju með gærdaginn. Mikil ganga og skrautleg, greinilega mikil vinna sem liggur í öllu. Vel skrifaðar hugleiðingar sem hitta beint í mark. Nú fer að styttast í að hafið kalli. Kveðja héðan úr Mosó.

Guðmundur St. Valdimarsson, 10.8.2008 kl. 14:56

18 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Kærar þakkir öll. Mikið þykir mér vænt um að lesa þetta. Eruð frábær öll sömul. Ykkar viðbrögð og athugasemdir eru heiður fyrir minningu þeirra sem færslan var skrifuð um.

Knús og kremja

Einar Örn Einarsson, 10.8.2008 kl. 17:14

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir þennan velskrifaða og fallega pistil Einar. - Já, þetta var mjög glæsileg ganga, - sannkölluð gleðiganga. - Og mikið megið þið sem að henni stóðuð vera stolt af afreki ykkar. - Til hamingju með árangurinn. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 01:32

20 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk Lilja Guðrún.

Gleðin sigrar

Einar Örn Einarsson, 12.8.2008 kl. 12:32

21 Smámynd: Gísli Torfi

ég var að vinna á Boragartúninu þegar gangan fór fram heyrði óminn í henni...

til lukku með gönguna... Kallinn flottur þarna á myndini....

Reglulega góð grein hjá þér Einar.....  

Gísli Torfi, 14.8.2008 kl. 01:22

22 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka þér Gísli Torfi

Einar Örn Einarsson, 14.8.2008 kl. 02:35

23 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það var stór gaman að fylgjast með þessu Einar. Brá mér í bæinn og sá gönguna. Til hamingju með þetta, sá að vísu thailenska vagninn en tók ekki eftir því að þú værir undir stýri enda langt síðan ég hef séð þig.

Haraldur Bjarnason, 14.8.2008 kl. 20:41

24 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk Haraldur.

En ég sá þig

Einar Örn Einarsson, 14.8.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband