Þar sem ég kom heim til mín eftir sundlaugina og göngu um vesturbæinn, hvar ég í mig teygaði angan runna og rósa, ásamt ilmi af nýslegnu grasi, ásteitin kisa gerði sér dælt við mig, og áttum við atlotsstund, farið var að húma og yfir mér andi innblásinn af borgarskáldinu Tómasi, var að hugsa að brátt myndi borgin fara að sofa við opinn glugga og allt í þeim dúrnum, kveikti á sjónvarpinu og SJÁ:
Í sjónvarpinu var raunverukeikaþáttur sem innihélt grenjandi fitubollur frá Amríkunni, háorgandi slökkviliðsmaður ásamt fleirum, vegna þess að þau voru að keppa í horfellingu (megrun) og áttu miserfitt með að hætta að éta, og hvað gerðist?
Ég fékk menningarsjokk. Andblærinn góði fauk úr vitum mér og út um svalahurðina, til sinna líka sem sveima yfir vesturbænum.
Hvað er að gerast í þessum heimi? Er þetta það sem S1 telur vera afþreyingu á föstudagskvöldi, er þetta það eina sem var hægt að draga upp úr sjónvarpssorphaugnum?
Ég kveiki á kerti og opna fyrir gömlu gufuna, sest við gluggann minn , við opna hurð, og leita eftir andblænum á ný.
Má ég þá frekar biðja um ástleitna kisu og töðuilm, en þennan sjónvarpsskarna frá Bandaríkjahreppi.
Er þakklátur fyrir slökkva og kveikja takkann . Það er nú það.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51491
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, þessi þáttur var líka á dagskrá í gærkvöldi á SkjáEinum, hvað er í gangi? Ætla að skella mér í lestur núna undir svefninn, lítið um fínmeti í imbanum þótt freistandi væri að slaka á fyrir framan hann eftir erfiða vinnuviku. Góða helgi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.8.2008 kl. 23:23
Já bókin er betri.......allavega í kvöld.
Góða helgi heima á Skaga!
Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 23:26
Gaman að lesa bloggið þitt, rakst á nafnið hans Rabba í einni bloggfærslunni og er hann stóri bróðir minn . Voða gaman að sjá allar myndirnar af skipinu góða.
Góða helgi.
Elísabet Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 01:36
Já takk fyrir það, mín er ánægjan Þú átt góðan stóra bróður. Sömuleiðis góða helgi.
Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 01:46
Ég reyni ekki að horfa á sjónvarp þessa daganna. Mikið betra að njóta þess að lesa góða bók. - Hafðu það gott um helgina.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 01:57
Það toppar ekkert góða bók, sem er svo góð að maður tímir ekki að klára, en samt svo spennandi að maður verður að komast að því hvernig hún endar.
Megi helgin fara sem best með þig líka
Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 02:03
Ég er með nýjar myndir af berjaskyrinu mínu og aðrar sem ég tók í kvöld
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:25
Myndirnar ættu að vera komnar aftur ég fiktaði smá í stjórnborðinu og núna á allt að vera komið í lag
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 03:10
þetta varð ansi myndrænt í hausnum á mér. Heyrði svona ljúfa músik undir myndskeiðinu af þér að ganga heim frá sundlauginni, kjassa kisu og svoleiðis. Svo kveikirðu á sjónvarpinu og þá kemur skratzzzzzz hljóð í músikina.
Já on/off takkinn er góður.
Takk fyrir bloggvinaboð
Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 11:19
Já. sem betur fer þá voru tónleikarnir með Eric Clapton í gærkvöldi, það gekk meira að segja svo langt að ég horfði ekki á fréttir í gærkvöldi, sem gengur næst landráði hjá mér. Tónleikarnir voru stórkostlegir. En þessir "raunveruleikaþættir" eru hver öðrum vitlausari og mér er með öllu óskiljanlegt hvað þeir njóta mikilla vinsælda; hvað er svona flott við að horfa á grenjandi fyrirsætu eða grenjandi fitubollu?
Jóhann Elíasson, 9.8.2008 kl. 14:37
Ekki get ég samþykkt bloggvinabeinina, það er einhver villa sem kemur alltaf upp hjá mér. Reyni það seinna að samþykkja
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 16:28
beiðnina átti það að vera
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2008 kl. 16:29
Góður að vanda.
Til hamingju með daginn Einar Örn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2008 kl. 17:40
Góður eins og alltaf.
Til hamingju með daginn! Sá þig en þú sást mig ekki :) bless í bili.
Svana A. Daðadóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 17:57
Þakka ykkur fyrir öllum.
Jóhann rétt, nógu og mikill grátur og gnístran samt.
Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.