Frónið farsældarinnar undir fótum á ný. Heima.

Fagur var Faxaflóinn í gærkvöld.

Datt í hug ljóðlínur Þorsteins Þorskabíts þegar ég leit heim á Akranes og þaðan upp í Borgarfjörðinn: " Girt með fríðum fjallakrans, frægsta byggðin móðurlands. Borgarfjarðarhérað hlýtt, heillaríkt og fegurð skrýtt". Flóinn fullur af lífi, hnúfubakar og hrefnur. Suður af Vestmannaeyjum voru Sandreyðar og búrhval sá ég líka pústa lengi, greinilega eftir langt djúpkaf á svipuðum slóðum.

Heim. Að koma heim. Alltaf sérstakt, alltaf sérstök tilfinning. Góðir túrar , slæmir túrar , la la túrar, alveg sama hvernig á það er litið, þá er alltaf gott að koma heim. Við sjómenn finnum svo vel hversu mikils virði það er að eiga sér þennan stað, þetta athvarf sem er heimilið okkar sá staður sem við komum heim til. Manni hættir til að gleyma því stundum í hversdeginum, hversu mikilvægt það er að eiga þennan samastað og njóta hans. Þetta er ekki spurning um marmara, demata , perlur né skínandi gull, heldur er það að vera innan um sitt persónulega, setjast í sinn stól og leggjast í sitt rúm.

Það að koma heim til Íslands eitt og sér er einnig góð tilfinning. Hér er samankomið það sem stendur manni nærri eins og gefur að skilja, menningin og sagan. Fyrst að koma heim og svo að fara heim til sín.Smile

En nóg um svona pælingar, ætlast ekki til að þið skiljið þetta, en svona grautast þetta í mínum haus.Smile

Ljúf og góð sjóferð að baki, á góðu skipi, með góðri áhöfn, og sérdeilis ánægjulegt að sigla með Engilbert skipstjóra. Ég verð líka að geta hans Rabba ( Rafn) yfirstýrimanns , en við skiptumst á að stjórna skipinu á vöktum, og á vaktaskiptum þurfa menn að skilja hvorn annan, bæði hvað varðar siglingu skipsins, svo og lestun og losun, en yfirstýrimaður er aðalmaðurinn í lestun og losun, og stjórnar því bingói. Því er nauðsynlegt að menn vinni vel saman. Gott að vinna með Rabba.

Einar Örn Einars júl 2008 137Vinnusvæði okkar skipstjórnarmanna í brúnni, héðan er skipinu stjórnað á siglingu.

Einar Örn Einars júl 2008 131 Engin smásmíði þessi brú, í þessum fermetrum væri hægt að innrétta glæsilega íbúð, nóg er plássið. Gott að vinna í svona aðstöðu.

Það þarf ekki að vera að garga skipanir hægri og vinstri um borð í þessu skipi, hér kunna menn sitt fag og þeim er full treystandi fyrir því að klára sitt, svo skipið skili sínu. En um það snýst farmennskan. Að skila skipi, fólki og farmi heilu í höfn á réttum tíma, eins þarf að sjá til þess að allt sé í lagi og öryggis sé gætt í hvívetna.

Einar Örn Einars júl 2008 144 Í kaffimessanum á A dekkinu , en aðal borðsalurinn er á C dekki. Frá v. simbi bryti, Gunni Hilmars og Jóhannes bátsmaður.

Einar Örn Einars júl 2008 140 Hérna er svo undirritaður í tölvunni í bakborðsbrúarvæng, unnið við lestun og losun í Færeyjum. Þarna sjáum við yfir allt dæmið og getum bókað gámana og staðsetningu jafnóðum.

null Og kaffið . Því er hesthúsað heldur betur þarna. Keypti þessa könnu í slússunni í Bruhnsbuttel á leið inn í Kielarskurðinn. Afgreiðslumaðurinn þar var sá óþjónustulundaðisti sem ég hefi fyrirhitt, hef þó upplifað ýmislegt. En kannan er góð.

Vil þakka áhöfn Goðafoss fyrir túrinn, ekki fyrsta skipti sem ég sigli hér og vonandi ekki það síðasta. Þið eruð flottastir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sævar már magnúss

Jæja félagi ertu þá kominn heim eða ertu að millilenda.....Sestu nú í þinn stól og slappaðu af í smá......smá...stund.  Kveðja frá okkur sem erum á leiðinni heim...

sævar már magnúss, 5.8.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hehe, já var heima í nótt, er kominn um borð á törnina, verð hér fram á fimmtudagsmorgun, en þá komum við ofan af Grundartanga.

Já kannski að maður slappi aðeins af, en það verður sennilega ekki lengi....gruna ég.

Kveðja um borð til ykkar heimleiðingjar  

Einar Örn Einarsson, 5.8.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Velkominn heim. Kannast við svona pælingar um lífið og tilverunna. Þannig að þú ert ekki einn um það að velta hlutunum fyrir þér.

Guðmundur St. Valdimarsson, 5.8.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkominn heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2008 kl. 01:39

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir Jenný

Einar Örn Einarsson, 6.8.2008 kl. 10:31

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Gummi alltaf gaman að pæla í hlutunum, það þarf ekkert endilega að "meika sens" fyrir öðrum. En það gerir mér allavega gott að velta fyrir mér og endurmeta hver hin sönnu verðmæti eru í þessu lífi.

Þekkjum það þegar við höfum verið að pæla í hlutum og horfa á þá í nýju ljósi, það hefur ekki verið gáfulegt fyrir þá sem á hlýddu, en við veltumst um í hláturdellu á meðan. Svoleiðis augnablik eru óborganleg, ekki satt?

Einar Örn Einarsson, 6.8.2008 kl. 10:39

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir eru sérstaklega góðir pistlarnir þínir og alltaf bíð ég eftir þeim með óþreyju í hverjum þeirra koma ný gullkorn og svo sannarlega vekja þeir mann til umhugsunar.  Þakka þér kærlega fyrir.

Jóhann Elíasson, 7.8.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka þér fyrir Jóhann, þykir vænt um að heyra það.  Þetta er nú bara eins og hvert annað blogg, hugsað upphátt.  Er fastagestur hjá þér líka , gaman að heyra þinn vinkil á hlutunum líka. Er það ekki bloggvináttan sanna

Einar Örn Einarsson, 7.8.2008 kl. 11:27

9 identicon

Gott að vita af þér heima elsku bróðir. Frábært að hafa þetta blogg annars vissi ég ekkert hvað þú værir að bralla. Væri gott að fá að hitta þig aðeins. kv. Svana

Svana A. Daðadóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:55

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk Svana mín.

Nú gat ég opnað síðuna þína og skoðað myndir.

Gaman að sjá . Til hamingju með þetta alltsaman.

Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 18:44

11 identicon

Langar að forvitnast hvort þú sért að tala um Rafn A.Sigurðsson stýrimann?

Inga (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 02:28

12 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jú það passar, það er maðurinn.

Einar Örn Einarsson, 11.8.2008 kl. 08:05

13 identicon

Takk fyrir svarið.   Hann er bróðir minn : )  Gaman að lesa svona jákvætt um sína nánustu.  Svo sá ég að systir okkar, hún Elísabet, var að kommenta hjá þér í nýjasta blogginu þínu.  Innilega til hamingju með laugardaginn  : )

kv. Inga Sig.

Inga (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:57

14 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk fyrir það Inga

Einar Örn Einarsson, 11.8.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband