Sólskin á Skagerak, Norðursjór og Atlanshafið framundan

Laugardagurinn fagur og fríður. Sigldum vestur með Noregsströndum, komir úr allri megin traffíkinni núna. Enn saddur eftir skötuna og saltfiskinn, en hér hjá Eimskip er haldið í þann góða sið, hvar í heimi sem er, og grauturinn mmmm hann var "góvur".

Hér er siglt , gekk 21 mílu á vaktinni í nótt. Þegar skipstjóri kom upp í morgun var dregið af vélinni til að spara , við erum á góðum tíma núna, ekkert liggur á. Þrátt fyrir að hafa slegið af þá vorum við að taka fram úr Helgafellinu frá Samskipum, Helgafellið er nánast nýtt skip, smíðað í Þýskalandi, Sietas skip svokallað, gæðafarkostur. Goðafoss er hins vegar 10 ára gamal, smíðaður í Danmörku, mikið var í hann lagt ásamt systurskipinu Dettifossi, en þau voru stærst gámaskipa sem Örskov værft í Fredrikshavn smíðaði og fyrir vikið fór værftið á hausinn eftir að hafa komið þeim frá sér, grænlandsfarið sem var í smíðum var klárað af öðru værfti ( skipsamíðastöð). Í þessari seríu voru smíðuð alls 16 skip í 4 stærðum. Minnst voru gamla Helgafell og Arnarfell, þá aðeins stærri Núverandi Brúarfoss og Selfoss ásamt systurskipinu Kenza ,sem enn siglir undir upprunalegu nafni og við mættum henni einmitt utan við Rotterdam á Selfossi í fyrra, það var greinilegt að það mætti fara allavega eina umferð yfir hana af málningu. þá voru smíðuð nokkur 1100 teusa skip, en einmitt tvö þeirra eru komin til Samskipa núna, þau Hvassafell og Akrafell. Afar vönduð og góð skip.

Greinilegt að við erum komnir á úthafið núna, þung undiraldan gefur það til kynna, hún er svosem ekki mikil en maður verður vel var við hana. Menn eru við almenn skipstörf núna í blíðunni. Veðrið notað til að mála og dytta að hlutum. Það er heilmikil yfirferð að sinna skipi sem þessu, og við þá sem kalla farmenn sápukúlusjómenn  vil ég segja að það eru miklar ranghugmyndir. Farmannsvinnan er fjölbreytt og hér er mikil vinna, og það tekur í að sjóbúa farm á svona skipi, vitanlega eru þrif einhver partur af þessu. En það er partur af sjálfsvirðingu manna og stolti að vera á hreinum og glæsilegum farkosti.

Einar Örn Einars júl 2008 045Engilbert skipstjóri við stjórntökin, en þessi dönsku skip eru afar vel útbúin fyfir stjórntök.

Einar Örn Einars júl 2008 055Dálítið langt niður á afturdekk úr brúnni, eða 8 hæðir alls. Sjáið ofan á Jóa bátsmann, hvar er Jói???

Einar Örn Einars júl 2008 102Meiri morgunroði úr Kielarskurði.

Einar Örn Einars júl 2008 126  Eimskipsmerkið á skorsteininum ber við Stórabeltisbrúna. Hér eru það Íslendigar sem færa þér vörurnar heim Cool

Einar Örn Einars júl 2008 130Siglt í sól á dönsku sundunum.

Allar myndir Einar Örn Einarsson.

 Kveðja heim frá M/s Goðafoss

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Kveðja héðan úr úthafinu.

Guðmundur St. Valdimarsson, 2.8.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Kveðja frá frímanni. Það er alveg spurning hvort maður ætti ekki að reyna að komast eina bunu til að fá gamla fílinginn. Annars er það næsta víst að maður verður bara lofthræddur, hræddur við hraðann og ekki í nógu góðu formi til að komast frammá.

Vilhjálmur Óli Valsson, 2.8.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka kveðjurnar.

Hehe Villi þú sem vinnur við að vera hátt og hratt og ert í fantaformi. Fílingurinn er alltaf samur við sig.

Gummi bið að heilsa í hafið um borð til þín.

Jón Arnar verst að við komum ekki í land nálægt þér, hefði kýlt á bolla með þér.

Nú erum við að sigla í átt að eynni Unst sem er nyrst Hjaltlandseyja, hér er niðamyrkur og bölvaður svelgurinn lætur á sér kræla, en hér er alltaf skítasjólag. GM skipsins er hvorki meira né minna en um 3 metrar, svo sá gamli er stífur og tekur rólegar veltur hérna í straumapottinum, hér er þung S alda á móti falli.

Hér verður maður hugsi yfir norðmönnunum sem sigldu á stríðsárunum í skjóli myrkurs héðan frá eyjunum ,aðallega eyjunni Fetla, norður með Noregi og tóku land til að frelsa andspyrnufólk frá quislingum. Alveg mögnuð saga og synd hvað sú saga ætlar að gleymast, hetjudáðir þessa fólks, en norðmenn urðu afar illa úti tiltölulega í styrjöldinni, miðað við hin norðurlöndin.

Einar Örn Einarsson, 3.8.2008 kl. 01:01

4 identicon

Sæll elsku bróðir. Góðar kveðjur til þín frá Noregi. Ferðin þangað gekk vel og nýjasti meðlimur fjölskyldunnar er lítill og sætur eins og þið hinir strákarnir í fjölskyldunni. Komin með átta barnabörn og það níunda á leiðinni. :)))

svana A. Daðadóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 19:18

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Gaman að heyra Svana.

Til hamingju með þetta alltsaman.

Kær kveðja á alla.

Einar Örn Einarsson, 4.8.2008 kl. 00:48

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Segðu okkur frá tilfinningu þinni um hvernig það er, að sigla þarna um í niðamyrkri og hvernig hugsun þín hvarflar til Norsku andspyrnuhreyfingarinnar og þeirra framlag til þess afreks sem þeir unnu.  - Þú vekur hjá manni svo mikla forvitni, að mann langar til að heyra þig (lesa frásögn þína)., þar sem þú segir frá upplifun þinni af þessari siglingaleið.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.8.2008 kl. 01:55

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Það er náttúrulega mikil dulúð að sigla í þungri undiröldu í náttmyrkrinu og himinn að mestu hulinn skýjum. Það rétt glittir í vitann Nyrst á Unst. Á tímum styrjaldarinnar var slökkt á vitanum, allt var myrkvað, eins og við fáum að upplifa í skýjafari sem þessu. Maður getur rétt gert sér í hugarlund hvernig það var að sigla litlum báti, svona eins og gömlu litlu íslensku eikarbátarnir voru, í þessu skilyrðum. Allt um kring gátu menn átt von á úlfum ( U boats) kafbátum þjóðverja sem áttu það til að spretta upp á yfirborðið fyrirvaralaust, og það næsta sem menn vissu var skæðadrífa banvænna byssukúla, sem sölluðu niður allt sem lifandi var og auðunnið var að sökkva litlum eikarbáti með slíku vopni. Menn spanderuðu ekki tundurskeyti á svo litla farkosti.

Það að leggja upp frá þessum eyjum, Hjaltlandseyjum, í straumunum sem þar eru, án sjómerkja og þess tækjakosts sem við þekkjum í dag í siglingunum, krafðist afburðar þekkingar á umhverfinu og náttúrunni. Að ógleymdum stáltaugum og hugprýði. Siglingin til Noregs gat tekið upp í 3 sólarhringa. það fólk sem þannig var flutt frá Noregi skipti hundruðum, og eins voru menn fluttir til Noregs til að leggja andspyrnuhreyfingunni lið.

Þegar maður siglir um þessar slóðir í slíkri stemmingu þá verður manni hugsað til þess, hveru órtúlegt er að þessi hildarleikur hafi átt sér stað, einmit á þessari siglingarleið alla leið heim til Íslands. Seinni heimstyrjöldin gerði Norður Atlanshafið að blóðvelli þar sem tugir þúsunda hlutu hina votu gröf, og ekki fór okkar þjóð varhluta af því.

Tilfinningin er bland af aðdáun á framtaki norðmannanna sem hötuðu illvirkin og það sem 3. ríkið stóð fyrir, aðdáun á íslensku sjómönnunum sem sigldu allt stríðið með fisk til Englands, um þetta hættulegasta hafsvæði heims, en nýjar gerfihnattarannsóknir á ölduhæð staðfesta það, en Churchill lét hafa það eftir sér að það hafi skipt sköpum fyrir breska þjóð að fá þau matvæli í þúsunda tonna vís frá Íslandi. Maður veltir fyrir sér tilgangsleysi styrjaldanna og hversu mannslíf eru lítils virði í slíkum aðstæðum.

Það er mikið lán að koma frá landi sem háir sín stríð við máttarvöldin en ekki við menn.

þakka þér áhugann Lilja Guðrún.

Einar Örn Einarsson, 4.8.2008 kl. 03:35

8 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Ég var einmitt þýskur kafbátaforingi í fyrra lífi og það var sko ekkert sældarlíf, minn kæri!

En svona í alvöru, ég væri nú alveg til í að skella mér eina bunu eða tvær bara til að fá vel kæsta skötu og góðan þrumara með.

Svona alvöru fæði sem hefur þær afleiðingar að vaktfélagi manns hleypur skælandi í burtu og kafteinninn kemur á harðaspretti uppí brú og heldur að það sé dallur alveg við síðuna á okkur að lúðra, en auðvitað er þetta þá bara aftansöngur - Yes!

Jakob Jörunds Jónsson, 4.8.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband