Fórum um Kielarskurð síðustu nótt. Þessi mynd eru af skipinu þegar það fór í gegn um skurðinn í síðustu ferð (af Shipspotting.com), skipið var í dokku í júní og lítur því vel út á myndunum. Eins og töffari í sparifötunum. Þess má geta til gamans að brúin á Goðafossi er breiðari en sem svarar lengd hvalaskoðunarskipsins Eldingarinnar blessaðrar. Tekur mig 40 skref í röskri göngu á milli brúarvængja, eða þvert yfir brúna. Einhverntíma hefði þetta þótt risaskip, en í dag er hann harla lítill við hliðina á hinum raunverulegu risaskipum, en hann verður seint kallaður lítill samt. það er smá spölur að hlaupa niður allar hæðirnar og fram á bakka til dæmis.
Svona til að átta sig á lengdinni á honum, Mynd af Shipspotting.com
Ég tók nokkrar myndir í Skurðinum við morgunár. Fallegt að sigla á móti morgunsólinni. Goðafoss er eitt af þeim stærri skipum sem geta farið skurðinn, sérstaklega vegna hæðarinnar, en það þarf að sigla undir nokkrar brýr þar. Stundum eins og það sé verið að sigla allt ofan af skipinu tilfinning, þegar siglt er undir sumar brýrnar.
Smellið á myndirnar til að fá þær í stærri útfærslu.
Morgunár yfir þýskri grund. Mynd Einar Örn Einarsson
Umferð um Kielarskurð í morgunroða. Mynd Einar Örn Einarsson
Þarna kom eitt af þessum momentum sem sjómennskan færir manni, fegurð svo maður má vart mæla. Þessi dýpt og breidd í andstæðunum gerir okkur sjómenn svo lundaða sem við erum. Sá sjómaður sem ekki finnur fyrir því er ekki alvöru sjómaður segi ég.
Einhverntímann hefði þessi þótt stór, en við lítum ofan á hann úr brúnni á Goðafoss. Jakob vinur minn myndi kalla þetta trilluræfil. Ljósm. EÖE.
Stór, en samt lítill. Ljósm. Einar Örn Einarsson
Goðafoss í Kilearskurði í glampa morgunsólar. Mynd af Shipspotting.com
Gaman er líka að sigla undir Stórabeltisbrúna. Ekki laust við að maður upplifi smæð sína verulega við að sigla þá leiðina.
Stórabeltisbrú fyrir stafni. Ljósm. Einar Örn Einarsson
Á leið undir Stórabeltisbrú. Ljósm. Einar Örn Einarsson.
Best að myndirnar tali sínu máli við ykkur, sem eruð fjarri þessum veruleika, sjarminn við siglingarnar er meðal annars fólginn í þessu, að upplifa þetta.
Kveðja á ykkur heima.
Over and out.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51491
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2008 kl. 09:05
Fínar stemnings myndir hjá þér. Alltaf gaman að lesa og skoða það sem aðrir eru að gera og hugsa. Það á að þakka þeim fyrir sem eru tilbúnir til þess að deila því með öðrum.
Guðmundur St. Valdimarsson, 1.8.2008 kl. 12:46
Þetta eru nú meiri trillurnar!
Jakob Jörunds Jónsson, 1.8.2008 kl. 14:04
Jenný alltaf vænt um að sjá þig TIl hamingju með áfangann frábært
Hehe datt það í hug Kobbi trillutöffari.
Gummi minn, ekki verra þegar einhver nennir að lesa og skoða
Einar Örn Einarsson, 1.8.2008 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.