30.7.2008 | 00:26
Rólegt í Rotterdam, Hamborg heillandi sem fyr.
Vorum í Rotterdam fram undir miðnætti í gær. Lóðsinn var enn uppi og við hálfnaðir niður fljótið þegar ég kom upp á vaktina. Sá gamli (Goðafoss) rótaðist áfram að vanda, og maður tók fram úr hverju skipinu á fætur öðru norður með ströndum, með stefnu á Elbu ósa, en Hamborg er næsti viðkomustaður.
Var rólegur í Rotterdam, fór upp á sjómannaheimilið i Hejplaat, sem er rétt hjá Uniport kajanum sem skip Eimskips liggja við. Hejplaat er lítið þorp (hverfi) yst á nokkurskonar nesi og er umlukt gámahöfnum á þrjá vegu, dálítið skrýtið að sjá þetta eins og skrattan úr sauðaleggnum þarna, þarna eru gamla götur, kirkja og alles. Á sjómannaheimilinu fórum við í smá bolta, körfu og fótbolta, fengum okkur svo hressingu úti á verönd í 28 °c hita, ég tók nokkur lög á píanóið þarna við lófatak gesta og gestgjafa.
Hamborg í kvöld, komum eftir kvöldmat. Gaman að sigla upp Elbuna aftur, engin smá sigling svona langt inn í land, til Hamborgar. Mikið fallegt að sjá á leið upp Elbuna, siglt framhjá Cuxhaven og fleiri bæjum. Það er tilkomumikið að sjá Airbus verksmiðjurnar á árbakkanum en þar eru glerveggir að ánni og maður sér risavélarnar í byggingu, flugbraut er austan við skýlin.
Þá eru margar fallegar byggingar á skógi vöxnum árbakkanum.
Hamborg hin mikla menningar og hafnarborg hefur mikið breyst síðan ég var hérna að læra sumarið 1990, þá leigðum við Jón heitinn Björnsson organisti i Borgarnesi, íbúð Hilmars Arnars og Hófý uppi í Vinterhude. Ég sótti tíma í Michael kirkjuna hjá prófessor Dickel sáluga.
Ég fór upp í bæ í kvöld, það er verið að byggja nýtt hafnarhverfi fyrir farþegaskipin og afgreiðslu þeirra neðan við Hauptbahnhof, og mikið fjári eru þeir að gera þetta smekklega, engar endemis morgunblaðshallir hér eða líkt og önnur stórslys í Reykjavík, húsin eru í Hamborgarstílnum, brotin upp með nýjum straumum í bland öðru hverju, á smekklegan hátt. Gaman að þessu.Erum við heima ekki alltaf í of miklu tilfinningalegu uppnámi þegar við dritum niður byggingum og nemum nýja siði? Gettóblokkirnar fyrstu við Skúlagötu eru sorgleg dæmi þess, hús sem ætla að eldast illa.
Fékk mér göngu og fór í Spa, heitan freyðandi nuddpott, þurrgufu og blautgufu. Við sem drekkum ekki eigum að gera eitthvað fyrir okkur líka ;)
Er á næturvaktinni hérna í hitanum í Hamborg, eitt gengi að losa úr framskipinu, koma fleiri til starfa með morgninum. það er stemming í þessu hérna. Förum annað kvöld ( eða í kvöld) væntanlega Kielarskurðinn til Århus í Danmörku. Þetta er síðasta ferð Goðafoss til Hamborgar, en skipið hefur siglt á Hamborg síðan það kom til þjónustu Eimskips, en vegna breytinga á rútunni munu Brúarfoss og Selfoss fara á Hamborg í stað Dettifoss og Goðafoss.
Pong fékk hringingu frá danska sendiráðinu, allt til reiðu fyrir hann að sækja passann sinn þangað með áritun til Íslands.
Kveðja frá m/s Goðafossi í Hamborg.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51491
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var hér á flandri. Maður fær næstum því vatn(eða .....) í munninn við þessar siglinga lýsingar. En mig langar ekki í þær aftur, ekki á þeim skipum sem eru í boði hérlendis í dag. Ég er mjög sáttur við það sem ég hef í dag.
Guðmundur St. Valdimarsson, 30.7.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.