SA af Færeyjum, og lífið gengur sinn gang.

Goðafoss á Elbu Blíðan í dag. Vorum að sigla út úr Færeyjaþokunni, hæg austlæg átt, sjólítið. Ekki amalegt að renna yfir hafflötinn á farkosti sem þessum, m/s Goðafoss, en hann ásamt Dettifossi eru stærstu kaupskip Íslendinga, en því miður ekki á íslensku flaggi. Hér er íslensk áhöfn. Getum sagt mannval, hér ganga hlutir fyrir sig eins og smurð vél, enda veitir ekki af á skipi sem getur borið yfir 1400 gámaeiningar (teus). Hér er skipstjóri Engilbert Engilbertsson, sem staðið hefur pliktina í 50 ár, höfðingi hokinn reynslu. Ekki amalegt fyrir stýrimann eins og mig að geta lært af slíkum höfðingja. Hér væsir ekki um mann, klefinn minn 4x stærri en um borð í varðskipinu, á 7 hæð yfir sjó heheh, góð tilbreyting og reynsla, maður getur alltaf bætt við sig þar.

Erum á góðum tíma, þanig að ekki þarf að keyra fulla ferð. Stoppuðum í Þórshöfn í Færeyjum í nótt. Gaman að sjá þessa skipstjóra hérna koma þessum stóru skipum uppað bryggju í þröngum höfnum eins og Thorshavn. Snillingar! ekki þarf á dráttarbátum að halda. Kunnáttan, lagnin og afburðar góð stjórntök og búnaður skips haldast þar í hendur, að ógleymdri skipshöfn sem stendur á sínum póstum frammi á bakka og aftur á skut.

Í þessum rituðu orðum gengur grindhvalavaða hjá og fer aftur með bakborðssíðunni, kannski á leið til Færeyja að mæta sínum örlögum þar, eins og margar vöðurnar hafa gert í gegn um ár og aldir. Fyrr á vaktinni var mikið líf hnýsur um allan sjó, stórhvalablástrar bera við sjóndeildarhring, langreyðar greinilega. Hvalmannahjartað tekur kipp, eitthvað sem víkur seint úr sál og sinni. Alltaf þegar ég sé langreyðar, sandreyðar eða búrhvalsblástra, hleypur mér kapp í kinn,einhverslags veiðihugur, sem ég finn ekki fyrir við hrefnu og hnúfubak, sem ég hef verið að skoða í gegn um árin. Skemmtileg pæling, hvernig mannshugurinn vinnur.

Stefnan á Pentlant firth eða Pentilinn, Rotterdam á mánudag.

Já undarlegt er þetta, vakna í Pattaya á þriðjudagsmorgni, kominn á N atlanshafið á útleið á fimmtudegi.

Allavega ekki tilbreytingaleysið hér.

Kveðja á ykkur í landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Á síðan ekki bara að skella sér á OQ í Rotterdam?

Bið að heilsa þeim sem ég þekki um borð!

P.S. Skipamella!!!

Jakob Jörunds Jónsson, 26.7.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

HAHA

Já, bíddu bara þangað til ég fer að leysa af hjá þér þarna í hitanum.

Skila kveðju frá þér , menn biðja að heilsa þér hérna, þú þekkir þá flesta.

Skal líka skila kveðju frá þér á OQ þega ég fer að hitta hinar m.....

Segi svona.

Einar Örn Einarsson, 26.7.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flottur pistill Einar enda ekki við öðru að búast.  Það er sko ekki slegið slöku við frekar en fyrri daginn, vildi óska að ég hefði u.þ.b helminginn af þinni orku. Eigðu góða ferð vinur og megi allt ganga þér í haginn.

Jóhann Elíasson, 26.7.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka góða kveðju Jóhann.

Eigðu góða helgi minn kæri

Einar Örn Einarsson, 26.7.2008 kl. 17:16

5 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Einar dugnaðarforkur, ekki spyr maður að, ekki flugþreitan að hrjá þig, bara beint á sjó. Hérna hjá mér er líka allt vaðandi í Grindhval. Fór út á brúarvæng með linsur og gler og tók nokkrar myndir, ok mikið fleirri en nokkrar. Reyndar gleymdi ég mér og fattaði ekki fyrr en ég var rétt búinn að missa af laugardagslostætinu í hádeginu. Þá hætti ég snarlega og fór niður. Fattaði það vegna þess að það var komin ný vakt í brúna. Veiðimannseðli mitt fær útrás með því að ná myndum af þeim. Skildi ég þekkja einhverjar á OQ lengur, varla það eru 18 ár frá því að ég kom á Nýbílaveginn síðast.

Sendi þér og þínum bestu kveðjur héðan

Guðmundur St. Valdimarsson, 26.7.2008 kl. 22:23

6 Smámynd: sævar már magnúss

Sæll og bless  hvað er þetta með þig, kominn margar hæðir upp og búið að flagga  þér út á ekki að fara að slappa af og nota íbúðina. Kveðja héðan af v/s Ægir  

sævar már magnúss, 26.7.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sælir félagar Ægismenn

Er spenntur að sjá myndir af kvikindunum hjá þér Gummi, flugþreyta tja, ég er bara svo endurnærður aftir veruna þarna fyrir austan. Þú þekkir kannski mömmuna þarna Gummi hahahah.

Sævar ekki amalegt að vera svona hátt uppi með stóra glugga og gardínur fín tilbreyting, lofa að nota íbúðina þegar ég kem heim og þar til Týr litli fer af stað aftur.

Bestu kveðjur um borð í Ægi blessaðan.

Einar Örn Einarsson, 26.7.2008 kl. 23:29

8 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Var það mamma Bella ?

Guðmundur St. Valdimarsson, 27.7.2008 kl. 19:45

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

HAHAHAHAHA Gummi

Mamma Bella, full af botoxi, getur vart reykt eða drukkið vegna lamaðra vara, botoxið virkar þannig. En varirnar eru þrýstnar hún er eins og Andrés Önd.

Einar Örn Einarsson, 28.7.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband