20.7.2008 | 05:30
Morgunveður að hætti hússins, Thailenskur stíll, á veröndinni á Wanpen condo, á Soi Kanoi.
Mamma hans Pong ásamt litla bróður hans Pan ( sem verður seint talinn lítill í raun og veru, er eins og naut, þykkur og mikill) og syni hans honum monkey boy honum Dia, hafa verið hérna í nokkra daga.
Morgunmaturinn var undirbúinn af þeim mæðginum, en ég eldaði í gær og fyrrakvöld. Morgunverðurinn var Kao pad gai, sem eru steikt hrísgrjón með kjúkling grænmeti og eggjum, ásamt grænmeti í lime sósu, þetta var snætt á veröndinni og okkur til samlætis þá komu nokkrir nautgripir úr haganum handan við götuna inn um hliðið og voru að úða í sig grængresinu okkur til samlætis. Hérna uppi á Pattaya hæðinni ( Pattaya hill) mætast jaðrar sveitar og bæjar, reyndar er alltaf jafn skrýtið að heyra Íslendinga tala um Pattaya sem bæ, en Pattaya er 3.-4. stærsta borg Thailands, með a.m.k. 1,5 milljón íbúa.
Mannlífið hér í borg er ansi fjölbreytt, svo ekki sé nú vægara sagt. Ímynd Pattaya heima á Íslandi er gjarnan sú að hér sé ekkert annað að sækja en vændi og sukk og svínarí. En ef við reynum að rýna betur í þetta þá er staðreyndin sú að þessi vændisbransi er kannski 3-5 þúsund manns af 1,5 milljónum. En þessi ímynd sem er færð heim til Íslands segir kannski meira um fólkið sem færir hana heim ,en um staðinn sjálfan. Ég hef hitt íslendinga hér sem eru fastir í vítahringnum, fara á barina og eru á damminu eins lengi og fært er, sofa frameftir og svo fer dagurinn í það að rétta sig af og gjarnan farið í næstu loftkældu verslunarmiðstöð, sem betur fer fleiri sem njóta þess fjölmarga sem hér er að hafa. Mér dettur oft í hug þegar ég dvaldi í Hamborg í Þýzkalandi um nokkurra mánaða skeið, þá fór ég þangað með ímyndina um St. Pauli hverfið og Reeperbahn í farteskinu, sem er má segja rauða hverfi þeirra. En sú Hamborg sem ég kynntist var hin menningarlega og sögulega og sú mikla vagga menningar sem hún í raun og veru er. Enn hitti ég samt fólk sem heldur Hamborg vera höfuðborg hórdómsins, en rennur ekki í hinn minnsta grun um hvílíkar perlur eru þar að finna, og hversu agnarsmár þessi vændisbransi er í raun og veru.
Hér er sem betur fer ekki mikið um eyturlyfjaneyslu, löggjöfin gagnvart eiturlyfjum er einföld; ef þú smyglar eiturlyfjum til Thailands er það einfalt Dauðadómur, það er stutt síðan að yfirvöld hér hættu að taka útlendinga af lífi fyrir slíkt , en dómar yfir þeim eru afar harðir samt.
Eins vill bregða við að fólk sem hefur lent undir í baráttunni í vesturheimi, tapað í baráttunni við Bakkus, flyst hingað og ætlar að breyta neyslunni, í stað þess að taka á hinum raunverulega vanda og gefast upp og hefja nýtt líf utan við skugga Bakkusar. Það fólk því miður endar oft ævi sína hér, og algengar eru frásagnir fjölmiðla hér af sjálfsvígum vesturlandabúa, og sögunni fylgir oftast óhófleg neysla áfengis. Það er eins og AA bókin segir, það er sama hvað við reynum til að breyta neyslunni, alki er alltaf alki. Gústi vélstjóri segir, rotta er alltaf rotta, ef þú setur rottu í fuglabúr og hún gýtur þar, þá er afkvæmið ekki fugl heldur rotta. Annar spámaður talaði um úlfinn í sauðagærunni.
Pattaya er borg sem aldrei sefur, þú getur alltaf farið niður á næsta stræti , þar eru litlir veitigavagnar með mat sem þú getur fengið þér ef svengdin kallar. Vitanlega eru glæpir hér líkt og í öllum öðrum borgum í þessum heimi, en harkalega er tekið á slíku. Eitthvað er um vasaþjófnaði og slíkt. Hér þarf sömu aðgátar við og í öllum öðrum ferðamannaborgum í heiminum.
Ég hef verið að komast meira inn í Thailenskt samfélag, mér líkar það vel, þeir eru mikið fjölskyldufólk. Að borða saman er þeim mikilvægt, sem og þessi samvera fjölskyldunnar. Þeir eru botnlausir flestir, geta verið að éta daginn langan. Hér eru búðarholur nánast í öðru hverju húsi, og síðan eru allir þessir markaðir. Fólk stoppar við þessa litlu veitingavagna til að seðja hungrið, á leið heim til að elda kvöldverðinn hehe. Það er þeim mikilvægara en dauðir hlutir að eiga gott samfélag yfir mat og rabba saman um lífið og tilveruna.
Ég mæli með Thalandi sem áfangastað fyrir fólk sem vill njóta þess að vera í munaði, án þess að þurfa að borga fyrir með sálu sinni. Fyrir sullarana er það gott tækifæri að koma hingað og hvíla sig á drykkjunni, hægt er að fá frábæra ávaxtahristinga á flestum veitingahúsum, fara í hand og fótsnyrtingu, thainudd eða olíunudd á hverjum degi, enda hvern dag með fótanuddi. Borða þennan holla góða mat, hvíla sig á þessu vestræna dóti, en fyrir þá sem örvænta þá er Mc Donald og Kentucky fried hérna líka, þetta skríður yfir allan heiminn með sinn vibba og tilheyrandi sóðaskap umbúðir og þess háttar. Nota dagana í að skoða marga athyglisverða staði hér í grennd, fara á ströndina, markaðina og fá sér göngu í mannhafinu við götur borgarinnar. Hér eru umtalaðir golfvellir, sportköfun, skotsvæði , hægt að fara á fílsbak og fleira og fleira.
Fyrir sukkarana þá er náttúrulega nóg við að vera, en barirnir hér líta eins út og barirnir heima, sömu lögin spiluð, sami hávaðinn , bara annað fólk sömu drykkir sami kaleikur að bergja af hið beiska, hef það fyrir satt að timburmenn eru eins hér og heima, stundum öllu verri í hitanum.
Laugardagur hádegi. Ekki bólar á símtali frá sendiráðinu enn vegna VISA fyrir Pong. Samt er útlendingastofa búin að afgreiða þetta. Þetta er slítandi en samt...... þetta kemur allt. Erum á leið í bæinn, kaupa thai silki fyrir mömmu. Langt thai nudd mmmmm og ýmilegt fleira. Fótanudd í kvöld á frábærum nuddstað rétt handan við hornið á Bun Samphan og innkeyrsluna í Chockhai village 5 þar sem Hafsteinn býr.
Meira síðar.
Pong biður að heilsa þeim sem hafa sent honum góðar kveðjur.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51491
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég rakst ekki á ykkur á Soi Bukao-markaðnum? Merkilegt!
Vona að símtalið og VISA-stimpillinn komi fljótt. Hafið það sem allra best.
Segðu Pong: Chan wuang wa Pong kon cha, sawai-dee.
Chock-dee til ykkar beggja!
Gunnar Kr., 20.7.2008 kl. 06:20
Chock dee Gunnar
Verst ad hafa ekki hitt a thig.
Kok kun krab. Mak man!
Einar Örn Einarsson, 20.7.2008 kl. 17:29
Man þegar ég var í siglingum, hérna fyrir mörgum árum. Skipið hafði sólahrings dvöl á Akranesi, vegna bilunar. Ég var spurður að því hvað ég hygðist fyrir. Ég svaraði alveg satt og frá hjartanu, Að ég ætlaði að heimsækja prestinn og skoða sjúkrahúsið, kirkjuna og byggðasafnið. Ég var álitin snarbilaður. En þetta var það sem ég gerði yfir daginn og fór svo að sofa um nóttina. Þú veist hvað ég meina. Maður sér hlutina í því samhengi sem maður vill sjá þá í.
Guðmundur St. Valdimarsson, 20.7.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.