Vika eftir í Thailandi. Smá stöðuskýrsla.

Thailand Jul. 2008 082

Er búinn að vera latur að sitja við skriftir hérna. Eina ráðið er að nota kjöltutölvuna heima.Mynd af husinu hja Pong ofan vid. Svo skella því á lykil og tek með á netkaffið. Set inn mynd af villunni hans Hafsteins, ekkert smá flott hús.Thailand Jul. 2008 084

 Í Chockhai village 5, sem er vernduð gata út frá Boon Sampan, en þá götu  förum við Pong oftast á heimleið, en Þetta er rétt hjá þeim stað sem pong býr á Soy Kanoy. Er heitur að skoða hús í Chockhai village 5 ,er búinn að sjá eitt sem er til sölu og losnar á næsta ári. Er búinn að vera að skoða reyndar fullt af húsum hérna, á verði sem ekki væri hægt að fá hundakofa heima.

Fékk skeyti um að útlendingastofnun sé búin  að afgreiða Visa umsókn Pongs, nú stendur á danska sendiráðinu að koma því til skila, vinnubrögðin þar á bæ ættu að vera í frásögur færandi, en ætla mér ekki að velta mér upp úr því hér, vil varðveita góða skapið. En útlendingastofnun hefur komið afar faglega að  þessu í mínum samskiptum við þau.

Dösti vinur fór heim í dag, við erum búnir að hitta þá nokkrum sinnum hann og Boy. Eins er Egill kominn í bæinn, hittumst allir í fyrradag í hádeginu.Thailand Jul. 2008 139

Fórum á ströndina á Jomtien sem er ágætt, ég mun reyndar seint stimpla mig inn sem „beach boy“ , en finnst gaman að fara öðru hverju.Thailand Jul. 2008 132

Ég fer í nudd á hverjum degi, annað hvort olíu eða thai nudd á daginn, svo förum við Pongsi saman í fótanundd á kvöldin. Algjör munaður. Þetta er okkar alcohol og tóbak.

Vorum í heimsókn hjá Gulla í gær. Hann blómstar sem fyrr og er ekki á heimleið, svo mikið er víst. Íslenska ríkið var næstum búið að taka af honum ellilaunin í hegnigarskyni fyrir að búa hér og njóta lífsins, en hérna hefur hann ekki þurft að taka margar sortir af lyfjum, sem hann þurfti við heima, hér fara dagarnir hans í það að njóta þeirra. Enda allar aðstæður til þess þar sem hann býr í sínu blómahafi utan við húsið hans.

Jæja við erum að fara út. Markaður á Soy Bhukao. Upp á mótorhjólið og slá í truntuna.

Allavega bestu kveðjur til ykkar heima. Pong biður að heilsa.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalegar villur eru þetta.  Ég verð græn af öfund.

Góða skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: sævar már magnúss

Sæll já eða öllu heldur sælir, vonandi hafið þið það sem best þarna í útlenska Akureyri.Það væri nú munur ef þessi mál með vísað færu að komast á hreint, hvað er þetta með þetta vísa það er alstaðar til ama og leiðinda, þeir eru að senda mér reikninga hver mánaðarmótt og hmmmm   það er kannski annað vísa.

Jæja hafið það sem best.

sævar már magnúss, 15.7.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Skil ekkert í þér að vera að stíga ölduna hérna heima eru ekki öldur þarna úti,gangi ykkur vel og til hamingju með mannsefnið

Eysteinn Skarphéðinsson, 16.7.2008 kl. 09:23

4 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Þú verður nú að fjárfesta í betri treyju, manni verður hálf bumbult af að sjá þetta Arsenal logo! Síðan er þetta örugglega stórhættulegt líka eftir að fyrrverandi forsætisráðherrann þeirra keypti hinn viðbjóðinn í Manchester

Fyndið að sjá hvað húsin þarna eru svipuð húsunum hérna í Trinidad...

Jakob Jörunds Jónsson, 16.7.2008 kl. 15:16

5 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Gaman að þessu. Var hér á ferð.

Guðmundur St. Valdimarsson, 17.7.2008 kl. 13:01

6 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Flott að líðanin er góð og tilfinning fyrir landi og þjóð dofnar ekki.

Kveðja úr íslenska sumrinu.

P.s. Arsenal að eilífu

Vilhjálmur Óli Valsson, 17.7.2008 kl. 22:03

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

THakka kvedjurnar.

Jenny her myndi ekki vaesa um thig i einni villunni.

Spurning hvort Jakob thurfi ekki ad fara ad sja ljosid, Arsenalsolin blessud skin skaert. En svon ther ad segja ta er einn galli vid hann Pong, hann er fokking Poolari. Verd bara ad saetta mig vit htad, en honum til gledi, (ehemm) ta klaedist eg Arsenal dasemdinni eins oft og eg get.En thad er rett var ad hugsa thad sama med husin herna og husin a myndunum hja ther , svipad, enda halfgert hitabelti herna.

Eysteinn thakka ther fyrir , her eru oldurnar alltent hlyrri.

Gunmmi kvedja um bord til ykkar.

Villi minn, vitanlega Arsenal ad eillifu AMEN

Einar Örn Einarsson, 18.7.2008 kl. 09:39

8 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Pong verður greinilega að fara að kristna þig í boltanum. Hann getur ekki verið með einhvern svona villutrúarmann í eftirdragi, svona ''You´ll never walk alone'' stemming

Jakob Jörunds Jónsson, 18.7.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 51491

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband