3.7.2008 | 05:55
Fast land undir fótum. Borgin gráa við sundin.
Jæja, enn einn túrinn á enda. Reyndar var þessi með bónus þar sem hann lengdist um sólarhring.
Vorum rétt að skríða inn í höfnina í gærmorgun þegar það var útkall og við snerum til hafs á ný. Fengum þarna frían sólarhring á siglingu, ekki amalegt það ehemm.
Sipp o hoj, eins gott að eiga Pollýönnuaðferðina góðu :), en svona er þetta í starfi sem okkar, aldrei að vita hvenær þörf er á okkur. Partur af prógramminu. Brosum bara og tökum því sem að höndum ber.
Var að hugsa þegar við sigldum inn Engeyjarsund, hversu borgin okkar er að ófríkka séð frá sjó.
Fallegar byggingar eins og sjómannaskólinn og Háteigskirkja eru að hverfa á bak við grámygluleg reðurtáknin við Skúlagötuna og tónlistarhúsið nær að skyggja á Hallgrím gamla á SKólavöruholtinu háa. Ekki laust við að hugur manns hafi skoppað núna. Held að það væri ráð að staldra aðeins við í þessu steypuæði og sjá til með frekari ásýndarbreytingar. Finnst athygli vert það sem fyrrverandi fréttamaður, Sigmundur Davíð hefur verið að benda á í uppbyggingu og þróun borgarinnar. Ég gruna að græðgin ráði mestu í þessari þróun í dag. Það má benda á rök þeirra sem vilja flugvöllinn burtu í Vatnsmýri, eru helst með upphæðir í krónum á hraðbergi. Peningar peningar peningar.
Mikið eru peningar leiðinlegur hlutur, samt nauðsynlegir. Ætla mér ekki að fara á neinum límingum vegna þeirra........ allavega ekki að sinni.
Fer út aftur á MORGUN til Pongsa. Gaman gaman. Verð á vakt í inniveru þangað til.
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn heim. Ég er sammála þér með ásýndina, hún er ekki að fríkka. Gömul og góð kennileiti að hverfa og háhýsaveggur að myndast allan hringin. Svo voga þessir monthanar (fyrirgefið hanar) að leifa sér að auglýsa um ásýnd hafnarborgarinnar Reykjavíkur. Það er verið að eyðileggja höfnina. Síðustu hugmyndir einhverra ruggludalla er að fylla höfnina upp og flytja afgangin af henni út í Örfyrisey. Segi nú bara eins og unglingarnir COOL. Án þess að það merki neitt. Annars óska ég þér góðrar ferðar út. Manni fynnst nú smá spölur að sækja vinnu úr Mosó, Hvað þá að fara í aðra heimsálfu aðrahverja inniveru. Eruð þið ekki að spá í að stytta vegalengdina eitthvað á milli ykkar?
Guðmundur St. Valdimarsson, 3.7.2008 kl. 11:41
Takk takk Gummi.
Hehe monthanar já , sem eru í reynd roðhænsn og ræksni. Góð og gild orð. Vonandi verður þetta kreppustand til þess að menn fari að skoða þessi mál á nýjan hátt.
Stendur til bóta með búsetuna, septemberlok vonandi, mikil pappírsvinna og vesen. Líkt og það sé stríðsglæpamaður á ferðinni. EN þetta kemur alltsaman.
Njóttu stoppsins
Einar Örn Einarsson, 3.7.2008 kl. 13:08
Velkominn í land Einar. Já ég er sko alveg á sama máli, það er miklu minn sjarmi yfir því að sigla inn til Reykjavíkur, því "gömlu góðu" kennileitin eru óðum að hverfa og það er nú frekar lítið varið í að fara svokallaðan bryggjurúnt í dag, því varla er hægt að segja að nokkuð sé að sjá lengur, það er að segja á þeim fáu stöðum sem ekki er búið að girða af.
Jóhann Elíasson, 3.7.2008 kl. 20:09
Hvernig er þetta að verða með þig Einnar minn, varla kominn inn og þá ferðu út..... og varla komin heim og þá farinn út og það á sjó...????????? inn út inn út já þetta er að verða ruglingslegt, velkominn heim og góða ferð eða komdu sæll og vertu bless.Jæja góða ferð og hafðu það sem best. Kveðja að Norðan.Sævar M
sævar már magnúss, 3.7.2008 kl. 23:05
HAHAHA góður.
Rétt hjá þér Sævar. Liggur við að ég segi over and out sko. Það var gaman að sjá þá bræður TÝR og ÆGIR kúra saman . Vantaði bara ykkur höfðingjana um borð í þann gamla.
Hafðu það sem best þarna norður í sólinni.
Einar Örn Einarsson, 4.7.2008 kl. 00:19
´Góða ferð í sólina og njóttu ferðarinnar sem allra best. Kveðja að austan
Lotta frænka :) (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:04
Sammála þér með ásýndina á Reykjavík frá sjó. - Gamla ásýndin sem við Skagamenn sáum með Akraborginni er gjörsamlega horfin og svo bætist þetta "líkneski" tónlistarhúsið við núna. - Kannski erum við íhaldssamir og gamlir en það á bara að byggja þessa turna angt inn i landi.
Haraldur Bjarnason, 4.7.2008 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.