15.6.2008 | 23:47
Ha inniveran búin? Smá snúrubland í viðbót.
Mikið er þessi tími fljótur að líða.
Aftur á sjóinn á morgun. Er alveg rasandi hvað þessi tími líður hratt.
Sótti pening á fund í gær á honum stendur IX stórum stöfum. Var að virða þennan pening fyrir mér þar sem ég sat við gluggann minn á uppáhaldsstaðnum. Þar horfði ég yfir vesturbæinn og Seltjarnarnesið lítið og lágt. Núna á sumardegi hefur það græna ásýnd þar sem trjátoppar sem gægjast yfir húsþökin eru laufgaðir og fylla upp í þá fallegu mynd sem blasir við.
Hef verið hugsi við að virða fyrir mér þennan saklausa pening. IX stendur fyrir 9 ár. Hefði ekki trúað þessu fyrir 9 árum.
Nú er lengstur dagur ársins í lok þessarar viku. Að vera á sjónum í sumarnótt þegar himinn og haf renna saman í eitt í gullnum bjarma. Á nokkur slík augnablik í hugskotinu. En þau væru sennilega ekki eins mikils virði ef maður ætti ekki minningar um vetrarnætur á N Atlanshafi , hvar náttúran sýnir sína ygglstu brá.
Þannig er það með edrumennskuna. Maður þarf að þekkja hina dimmu afkima neyslunnar og afleiðingar hennar, vonleysið, óttann, kvíðann, vanmetakenndina ,áhugaleysið, einbeitingarskortinn, stjórnleysið og svo mætti lengi telja. Til að hafa "kátt í höllinni" þarf að greiða með því dýra verði.
12 spor leynifélagsins góða færa manni tilhlökkun í stað kvíða, ergo; jákvætt í stað neikvæðni, raunsæi í stað hugaróra.
Finnst eins og náttúruöflin, andstæðurnar sem birtast í flóði og fjöru, degi og nótt mætti kalla ying og yang, eigi sér stað innra með okkur öllum.
Kúnstin er að reyna að njóta þess góða og vera tilbúin að mæta því þegar fjarar um stund. Eitt er víst að fix með áfengi og slíku eykur bara vandann og gerir hann meiri.
Öll él birtir upp um síðir orti Páll Ólafsson. það má til sanns vegar færa.
Hornsteinn míns lífs í dag birtist í bæn bandaríska guðfræðingsins Reinholds Nieburs, sem hafði reynslu af lífinu sjálfu og milljónir fólks í bata fer með upphaf hennar á hverjum fundi í leynisamtökunum.
Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þérþegar að eilífðinni kemur.
Reinhold Niebur
Boðskap þessarar bænar ættu allir að geta tekið undir.
Allavega sjáumst njótum sumarsins og fyllum á tankinn fyrir veturinn
Um bloggið
Einar Örn Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- benna
- bumba
- jaxlinn
- elisabeta
- jaherna
- vinursolons
- frikkih
- garun
- gtg
- gretarmar
- gudni-is
- gudbjornj
- gutti
- skipperinn
- gurrihar
- hallibjarna
- vulkan
- heidathord
- hildurhelgas
- snjolfur
- jakob
- jenfo
- johanneliasson
- jonaa
- jarnar
- prakkarinn
- nonniblogg
- kikka
- lillagud
- cornette
- magnusthor
- maggadora
- solir
- oliskula
- olofdebont
- dj-storhofdi
- percival
- ragnar73
- seinars
- fusinn
- siggiholmar
- smm
- villiov
- toti-ripper
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 00:00
Þú getur skrifað. Enn einn plúsinn við að vera edrú geri ég ráð fyrir. Og þess utan er penni með mikla lífsreynslu að baki er alltaf betri penni en sá reynslulitli.
Ég sé Nesið alveg fyrir mér eftir þennan lestur. Ég reyndar sá þig líka sitjandi við gluggann.
Þegar vegnir eru kostir og gallar, þá er ekki að spyrja að. Næstum undantekningarlaust er komist að réttu niðurstöðunni.
Gangi þér allt í haginn.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2008 kl. 01:05
Takk takk.
Jóna: Hárrétt hjá þér, þú getur nú skrifað sjálf. Er fastur gestur hjá þér fæ mikið út úr því. Takk fyrir það allt
Einar Örn Einarsson, 16.6.2008 kl. 01:52
Var hér á ferð. Þakka góðar kveðjur mín meginn og óska þér góðrar ferðar.
Guðmundur St. Valdimarsson, 16.6.2008 kl. 17:06
Til hamingju frændi, ég var einmitt að taka við pening sem á var ritað V.
Einar Vignir Einarsson, 16.6.2008 kl. 19:30
hæ hæ frændi og til lukku með níuna :) góða ferð í sólina í júlí. Þú ert nú velkomin í kaffi ef þú ert á ferð um austfirðina akandi eða siglandi :):)
Lotta frænka :) (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:10
Takk Takk Lotta .
Var reyndar við bryggju á Reyðarfirði 17. júní. Bara fattaði ekki að tengja þig við staðinn. Kíki á þig næst.
Kveðja
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 17:24
Sæl félagi, ég sé að það er sama stuðið á þér sem er gott.
Kveðja frá Akuryri.
sævar már magnúss, 26.6.2008 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.