Tíminn flýgur, kominn heim og það er sumar....snúrublogg í bland.

Jæja kominn heim. Ljómandi góður túr að baki um borð í blessuðum TÝR.

Þetta ár er búið að vera sérdeilis ótrúlegt hjá mér. Mikið að gerast á öllum sviðum. Frábærir hlutir að gerast í mínu lífi. Vitanlega koma dagar innan um, hvar ég verð að taka á honum stóra mínum. Á sama tíma og ný persóna kemur svo sterkt inn í líf mitt, virðist önnur þýðingarmikil í mínu lífi vilja hverfa á braut, vonandi tímabundið, slíkt tekur alltaf á og fær mann til að gera eins og maður þarf að gera í siglingarfræðinni, maður þarf að taka stað, átta sig á hvar maður er staddur og hvert maður stefnir, gera ráð fyrir hraða og eins því sem hefur áhrif á hraðann, og eins stefnuna. Gera ráð fyrir vind, og drift, straumum og sjávarföllum. Nauðsynlegt er  að taka  mið af aðstæðum í siglingunum, og lengri leiðin getur oft orðið styttri og farsælli.

ÞAnn 26. maí voru 9 ár síðan ég tók þá ákvörðun að lifa mínu lífi án áfengis. Og 8 ár síðan ég kvaddi tóbakið. Ég held að það séu mín stærstu gæfuspor í mínu lífi. Er enn að vinna í því máli, einn dag í einu. Ef ég hafði ekki borið þess gæfu að gera þetta, væri ég alls ekki á þessum stað í mínu lífi í dag.Fyrir það er ég óendanlega þakklátur. En þetta kemur ekki að sjálfu sér. Í þeirri vinnu er flóð og fjara líkt og í náttúrunni, stundum slaknar á því sem maður þarf að gera, þá verður að taka sig á í 12 spora kerfinu, tengja sig við hið æðra og láta stjórnast en ekki stjórna.

Haldið ykkur, er á leið aftur til Pong í júlí. Svona er þetta bara Smile .

19may2005

 Er að vinna að verkefni fyrir gamla vinnuveitendur, hjá ELdingu hvalaskoðun, fór eina ferð með þeirri gömlu í dag (Eldingu) , þykir svo vænt um þetta skip. Læt fylgja með eina gamla mynd af mér við stórnvölinn á henni, ég fer með hana eina ferð á morgun. Fer svo aftur á TÝR eftir helgi.

Meira síðar. Þakka góðar óskir og kveðjur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Velkominn heim.

Guðmundur St. Valdimarsson, 12.6.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Gísli Torfi

tengja sig við hið æðra og láta stjórnast en ekki stjórna.  AMEN.  " einfalt........Skeljarnar kvöld og morgna og segja svo í öllum kringumstæðum í daglega lífinu "hvað myndi Jesú gera " og þá eru við sæmilega save

 Velkominn að bryggju

Gísli Torfi, 12.6.2008 kl. 06:05

3 identicon

Sæll bróðir velkominn heim.

Við erum að fara austur um helgina til Lottu það á að fara að ferma Hjört Elí.

Spennandi að sjá sitt fyrsta barnabarn fara i gegnum það allt.

Vona að ég sjái þig áður en þú ferð aftur út.

Kv. Stóra syss

Svana (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 07:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með árangurinn (á snúru og frá nikótíni).  Og þá fer lífið að fá lit.

Knús og kremja

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 08:25

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki setið aðgerðarlaus þegar komið er í land!!

Jóhann Elíasson, 12.6.2008 kl. 10:50

6 Smámynd: Garún

Þú ert geðveikt sætur á þessari mynd.  En reyndar ég hef alltaf verið svag fyrir "fólki" í uniformi.  Eða ok öllum nema stöðumælavörðum.  Ertu búin að senda þessa mynd til Pongs?

Garún, 14.6.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: sævar már magnúss

Sæll og velkominn í land, á ekki að slaka á í inniverunni og safna kröftum ?.Hafðu það gott og vertu kátur áfram.Kveðja frá Akureyri þar sem alltaf er sól.

sævar már magnúss, 14.6.2008 kl. 12:28

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk öll.

GUmmi : þið voruð flottir Ægismenn á sjómannadaginn

 Jenný gaman að sjá þig hér takk og edrú knúsukremja.

Svana: ertu að grínast er verið að fara að ferma OMG. Haminjuóskir.

Jóhann: já maður verður að bjarga sér.

Garún: Auvitað á hann heilt albúm af mér í þessu heheheeh

Sævar minn: EKKI BRENNA í sólinni

Einar Örn Einarsson, 14.6.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband