Hugleiðingar eftir heimkomu

Viðburðarríkur hálfur mánuður að baki.

Thailand á vel við mig og mitt skinn. Við Pong fórum í fyrradag til Gulla, sem býr þarna úti. Hann er kominn yfir 70, og lifir þarna eins blóm í eggi á ellilaununum. Býr í góðu húsi og er með heilmikinn blómagarð, hvar hann dúllar sér dagana langa. Hann lítur út fyrir að vera 15 árum yngri. Hér heima átti hann vart fyrir mat eftir að borga húsaleiguna, þarna úti er það annað, hann borgar lítið í leigu og getur veitt sér heilmikið. Honum finnst svo gaman þarna og þarna líður honum vel. Frábært.

Það var mikið öðruvísi að vera þarna , ekki á hóteli, og aðeins í samskiptum við Thailendinga. Talaði ekki við neinn vestrænan mann fyrr en ég fór frá landinu aftur. Fannst gaman að semja mig frekar að lifnaðarháttum þeirra.

Thailendingar leggja mikið upp úr því að borða, borða saman. Það er þeim nauðsynleg félagsleg athöfn, það er þeim mikils virði að eiga það samfélag. Samt sé ég í borgunum að hluti þjóðarinnar er að sogast inn í hin vestrænu trúarbrögð neyslu og tísku. Las það í blaði ( á ensku audda) að við aukna neyslu á vestrænu ruslfæði í þessum téðu borgum, er merkjanlegur mikill munur á heilsufari, örlar á offitu og áður óþekktir sjúkdómar hjá þeim, fara í vöxt, svo sem hjarta og kransæða vandamál og eins ákveðnar tegundir krabbameina.

Auðvitað eru mörg vandamálin þarna líka. Mikill aloholismi í kring um vændissvæðin. Thaland koperar alnæmislyf, með vitneskju og samþykki vesturlanda og dreifir frítt til HIV sjúkra.

Það má segja að þetta sé eins og risavaxið leikhús, þar sem margar sýningar eru í einu, maður þarf að velja hvað maður vill sjá. Ef fólk vill sollinn og sukkið þá er bara að fara þangað, ef þú vil sól og sælu þá er það að finna þarna, ef þú vilt ráfa um markaðina og innan um mannlífið þá er það þarna líka.

Hló mikið þegar ég sá strætisvagnana í Bangkok. EKki víst að þeir fengju að aka hér. Trégólf í sumum þeirra og sumt er rimpað saman með teipi.

Meira síðarThailand 2. ferð 116Thailand 2. ferð 115


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Einar Örn!

Velkominn heim og til hamingju með hringinn Frábært hvað allt gengur vel hjá ykkur. Rosalega gaman að lesa bloggið þitt, ekkert smá rómantískur maðurinn.

Það er ekki gott að þetta vestræna fæði er að færast í vöxt í austrænum löndum. Þetta er bara ávísun á offitu og sjúkdóma tengda henni eins og þú réttilega talar um.

Hlökkum til að lesa meira um ævintýri ykkar Pong. Við þurfum líka að fara að hittast yfir góðum tebolla. 

kær kveðja Halldóra Ósk

p.s. Nafni þinn fór einn túr á Goðafossi sem annar, hann biður líka að heilsa. 

Halldóra Ósk og Einar Örn (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Takk takk jón Arnar og Halldóra.

Bið kærlega að heilsa nafna og liðinu Halldóra. Bolli fljótlega .

Einar Örn Einarsson, 24.5.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Nei nei alls ekki Anna. Þarna er um annan Gulla að ræða. Sem lifir þarna sem blóm í eggi.

Einar Örn Einarsson, 24.5.2008 kl. 23:59

4 identicon

hæ frændi gaman að lesa pistlana þína. klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Kveðja frá Reyðarfirði

Lotta frænka :) (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:46

5 identicon

Sæll frændi og til hamingju með ráðahaginn. Það er alltaf gaman að lesa pistlana þína. Kveðjur úr borg óttans

Marta frænka (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:46

6 identicon

já takk fyryr frænkur, bestu kveðjur

einarorneinars (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:51

7 identicon

Sæll Einar

Mikið er frábært að sjá hvað þér líður vel og allt er gott. Kíki reglulega hingað inn til að sjá hvernig þú hefur það og vildi skilja eftir mig smá spor:) Hafðu það svona gott áfram og farðu vel með þig:D

Kv. Guðrún

Guðrún Hildur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 01:34

8 identicon

HÆ HÆ Guðrún!!

Þakka þér kærlega elsku vinkona. Gaman að heyra frá þér. Er á vakt um borð í TÝ aðfararnótt sjómannadags úti á landi....................

Bestu kveðjur

einarorneinars (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Einarsson

Höfundur

Einar Örn Einarsson
Einar Örn Einarsson

Starfa meira á sjó en á landi. Skagamaður brottfluttur, en alltaf Skagamaður samt  Skipstjórnarmaður og stoltur af því, tónlistarmaður líka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 13238955 10209925009990683 1077508870570553214 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • 11147146 10155663157855151 374052219909610049 n
  • IMG_3755
  • Rainbow in moonlight

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband